Heima er bezt - 01.09.1962, Side 19

Heima er bezt - 01.09.1962, Side 19
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI Haustdagar og réttir Fyrir réttum tíu árum kom ég síðast í Mvrdals- rétt í Kolbeinsstaðahreppi. Ég hef nokkrum sinnum komið í aðrar lögskilaréttir á þessu ára- bili, en Mýrdalsrétt er fyrsta fjárréttin, sem ég kom í, svo að í huga mínum á hún algera sérstöðu. Mýrdalsrétt er í Kolbeinsstaðahreppi í mynni Hnappadals, en þrjár sveitir sunnanfjalls á Snæfells- nesi: Kolbeinsstaðahreppur, Eyjahreppur og Mikla- holtshreppur voru einu sinni sérstök sýsla, sem hét Hnappadalssýsla. Réttin er í hraunjaðri og hlaðin úr hraungrýti. Umhverfi er fagurt. Á aðra hlið hraunið, en vallgrónar sléttur á hina hlið, sem nefnast Vellir. Utsýn er fögur um sveitina alla út til sjávar. Þaðan blasir Eldborg við sýn, en hún er talin fegursti hraun- gýgur á íslandi. Hún er skógi vaxin gegn suðri og er þar oft ágætt berjaland. Um Eldborg er þessi saga í Landnámu: „Grímur hét maður Inggjaldsson. Hann fór til ís- lands í landaleit og sigldi fyrir norðan landið. Hann var um veturinn í Grímsey á Steingrímsfirði. Bergdís hét kona hans, en Þórir son þeirra. Grímur röri til fiska um haustið með húskarla sína, en sveinninn Þórir lá í stafni og var í selsbelg og dreginn að hálsinum. Grímur dró marmennil (þ. e. hafmann) og er hann kom upp spurði Grímur: „Hvað segir þú oss um forlög vor eða hvar skulum vér byggja á íslandi?“ — Mar- mennill svarar: „Ekki þarf ég að spá yður, en sveinn- inn, sem liggur í selsbelginum, hann skal þar byggja og land nema, er Skálm merr yðr leggst undir klyfjum.“ Ekki fengu þeir fleiri orð af honum. En síðar um veturinn röru þeir Grímur svo, að sveinninn var í landi. Þá týndust þeir allir. Þau Bergdís og Þórir fóru um vorið úr Grímsey og vestur yfir heiði til Breiða- fjarðar. Þá gekk Skálm fyrir og lagðist aldrei. Annan vetur voru þau í Skálmarnesi í Breiðafirði; en um sumarið eftir, snöru þau suður. Þá gekk enn Skálm fyrir, þar til er þau komu af heiðum suður til Borgar- fjarðar*), þar sem sandmelir tveir rauðir stóðu fyrir. Þar lagðist Skálm niður undir klyfjum undir hinum ytra melnum. Þar nam Þórir Iand fyrir sunnan Gnúpár til Kaldár, fyrir neðan Hnappadal, milli fjalls og fjöru. Hann bjó að Rauðamel hinum ytra. Hann var höfðingi mikill.-------Þá var Þórir gamall og blindur, er hann kom út síð um kveld og sá að maður röri utan í Kald- árós á járnnökkva (þ. e. járnskipi) mikill og illilegur, og gekk þar upp til bæjar þess, er í Hripi hét, og gróf þar í stöðul-hliði, en um nóttina kom þar upp jarð- eldur, og brann þá Borgarhraun. Þar var bærinn, sem nú er borgin.“ Þetta er sagan um Eldborg, en hún er eins og fyrr segir einhver fegursti eldgýgur á íslandi. Ég vík þá aftur að Mýrdalsrétt. Þegar ég kom í rétt- ina í þetta sinn, var langt komið að draga, en allmargt fé var þó enn í almenningnum. Ungir menn og gamlir, og drengir á öllum aldri dreifðu sér um almenninginn og leituðu að kindum fyrir sig og sitt heimili. Stund- um náðu litlir strákar í stór hrútlömb, settust klofvega á þau og reyndu að draga lambið í réttan dilk. Gekk þá á ýmsu. Stundum spyrnti lambið við fótum og reið- #)Þarna er örnefnið Borgarfjörður notað í óvenju- legri merkingu, eða í svipaðri merkingu og Faxaflói nú. m * / V Yigii I i r i xRhEBt ■ ■ B / Mf 1 p-f ] 1 ■ .:: IW' ' Y Sy Wphf:f 1 SSl

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.