Heima er bezt - 01.09.1962, Side 20

Heima er bezt - 01.09.1962, Side 20
maðurinn þokaðist fremur aftur á bak en áfram, en stundum tók þá lambið harðan kipp og reyndi að hoppa upp um leið og hentist svo áfram. Matti þa pilt- urinn hafa sig allan við að stjórna ferðinni og gæta þess að stingast ekki á hausinn ofan í forina. Upp við réttarveggina stóðu brosleitar, ungar stúlk- ur og horfðu á leikinn. Sumar þeirra, sem bezt voru búnar í slarkið, óðu um réttina eins og piltarnir og reyndu að ná taki á einhverju lambinu og athuga á því markið, en oft misstu þær takið og lambið slapp, af því að þær höfðu ekki eins mikla æfingu í því að kljást við kindumar. Mýrdalsrétt var fyrsta réttin sem ég kom í, þegar ég var lítill drengur, og eru mér enn í minni þeir miklu gleðidagar, réttardagarnir. Þarna í fjöllun.um fór ég mínar fyrstu fjallgöngur. Bezt man ég eftir einni eftir- leit. Ég mun þá hafa verið 15 eða 16 ára. Ég átti að ganga Hafursstaðafjall og vera á eggjum. Það er að fylgja hæstu brúnum. Með mér í göngunni var frændi minn, jafngamall mér, þaulvanur fjallgöngum, en ég alveg óvanur. Þessi frændi minn hét Guðmundur og átti þá heima í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal. Hregg- skúrir voru á öðra hverju og kalt í veðri, en þó sæmi- lega bjart yfir. Fyrst vorum við samferða fleiri gangna- mönnum inn á svonefnda Fossa, en svo dreifðist hóp- urinn eftir fyrirsögn gangnastjóra, sem víðast eru nefndir fjallkóngar. Við héldum suðaustur háfjallið, upp undir fjallstind, sem nefndur er Geirhnúkur. Eitt- hvað fundum við af kindum fyrst í stað og stökktum niður til þeirra gangnamanna, er neðar gengu í fjall- inu. Loks vorum við komnir hæst upp í Geirhnúk og birti þá í lofti. Var þá hið fegursta útsýni inn um Hvammsfjörð og Dali og vestur um Breiðafjörð, og suður um sveitir allt út á Faxaflóa. Hafði ég aldrei áður séð til Breiðafjarðarbyggða, og þótti mér þetta mikill og sögulegur viðburður. Ekki máttum við lengi dást að útsýninu, og héldum við nú sem leið lá austur brún- irnar og í áttina niður. Lengi sáum við enga kind, en allt í einu rákumst við á fimm kindur í urðarhalla, nokkuð hátt uppi. Höfðu þær ekki orðið okkar varar, fyrr en við vorum komnir alveg að þeim, og við höfð- um heldur ekki komið auga á þær fyrr. Líklega hafa margir lesendur þessa þáttar heyrt tal- að um Surtlu frá Herdísarvík. Hún varð landsfræe ár- ið, sem fjárskiptin fóru fram á Reykjanesskaganum. Hún var ljónstygg og fótfrá og tókst aldrei neinum að handsama hana, en að lokum féll hún fyrir byssu- skoti á víðavangi, eins og villidýr í skógum Afríku Þessar kindur, sem við hittum þarna, voru ekki ó- líkar Surtlu. Strax og þær sáu okkur, blésu þær og fnæstu á okkur, stöppuðu niður framfótunum, þustu svo af stað beint á brekkuna og skutust fram hjá okk- ur. Þetta voru þrjár geldkindur og ein dilkær. Ærin með lambinu var ljónstygg og réð hún ferðinni. — Frændi minn sagði, að þessar kindur myndu vera sunn- an úr Hraunhreppi, og hafði þessi hópur tapazt í fyrstu leitum. — Og nú hófst eltingarleikurinn. Við vorum hundlausir og höfðum því ekkert á að treysta, nema okkar hraustu og fráu, ungu fætur. Við höfðum tapað fyrsta leiknum, og nú reið á að sýna lægni og dug, ef við ættum að vinna næsta leik. Kindurnar höfðu ekki hlaupið mjög langt, en stóðu í hnapp, ekki alllangt frá, Melurinn rauði. Rauðamelskúla ytri. Undir hinum ytra meln- um lagðist Skdlm undir klyfjum sinum. 312 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.