Heima er bezt - 01.09.1962, Side 21

Heima er bezt - 01.09.1962, Side 21
Rauðimelur ytri. Þar bjó Sel-Þórir. uppi í brúnunum, tilbúnar að þjóta af stað, er við nálguðumst þær. Við reyndum að komast upp fyrir hópinn, en rétt þegar við vorum komnir upp á móts við kindurnar, tóku þær aftur sprettinn og stukku enn á brekkuna og stefndu upp á brúnir. Er ekki að orð- lengja það að þarna þreyttum við kapphlaup við þessar ljónstyggu fjallafálur fram og aftur um snarbrattar skriðurnar í tvo til þrjá tíma. Stundum gátum við kró- að hópinn, en misstum hann alltaf aftur. Svitinn bog- aði af okkur, en kindurnar virtust ekkert mæðast. Þær stukku í loftköstum fram hjá oklcur og voru loks komnar efst upp í gfóðurlausan fjallstindinn. Við keif- uðum á eftir þeim og vorum komnir að niðurlotum af mæði. Loks sáum við þess merki, að geldkindumar voru farnar að mæðast, og þá fór dilkærin heldur að stillast, en hún hafði alltaf ráðið ferðinni. Við kom- umst á snið við hópinn upp undir efstu brún, og tókst loks að pína þær ofan í skriðurnar. Þá var leikurinn unninn hjá okkur. Við fylgdum þeim fast eftir undan hallanum og gáfum þeim enga hvíld. Að lokum létu þær undan, er við höfðum látlaust hlaupið á eftir þeim ofan úr efstu brúnum Geirhnúks niður í heima- íand Ilafursstaða. Nú runnu þær rólega á undan okk- ur eftir troðnum fjárgötum heim á tún á Hafursstöð- um, en þangað voru hinir gangnamennirnir löngu komnir með fjallasafnið. Rétt utan við túnið gafst fyrsta ærin upp. Hún var fcit og stór eins og fulivax- inn sauður, — stutthyrnd og homskellt. Hún drattaði á undan okkur og tungan lafði út úr öðru munnvik- inu. Við rákum kindurnar saman við safnið á túninu og fórum svo í bæinn að fá okkur hressingu. Var síðan dregið í sundur og heimafé eftirskilið, en farið með hitt til réttar. Ég var stirður og lerkaður eftir hlaupin og þótti nú gott að setjast á hestbak. — Fjárhópurinn var ekki stór, sem til réttar var rekinn, en vel mannað af rekstrarmönnum, þar sem flest allir gangnamenn af Hafursstaðafjalli ráku til réttar. Skammt var farið á leið til réttar, er ærin feita gafst alveg upp. Var þá eklti um annað að gera en að skilja hana eftir og láta hana bíða skilaréttar, sem þá var líka nefnd þriðja rétt. Var lítil hætta á að hún legði ein á háfjöllin næstu daga. Þegar leiðin að réttinni var nærri hálfnuð, gafst lambið upp. Var það hrútlamb, vænt og föngulegt. Einhver fullorðinn gangnamaður tók það fyrir framan sig á hnakknefið og reiddi lambið til réttar. Geldu ærnar tvær, sem eftir voru, dröttuðust á eftir hópnum, en gáfu ekki alveg frá sér, en ekkert sást á dilkánni, og var ekki trútt um að hún reyndi að stökkva til baka, eftir að lambið var tekið upp, en fljótt lét hún undan, er þeyst var á eftir henni og látið smella í svipuólinni. Við félagar fengum hól hjá hinum leitarmönnun- um fyrir að hafa sigrað þessar fjallafálur, er sloppið höfðu í fyrstu göngum. Nú eru haustdagar fram undan. Hinn 23. september er jafndægri á hausti. Frá þeim degi smástyttist svo dagurinn, en nóttin lengist, allt þar til 21. desember, Kolbeinsstaðir. Fagraskógarjjall lengst til hægri. Kolbeins- staðafjall (Aslaugarhlið) til vinstri. Heima er bezt 313

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.