Heima er bezt - 01.09.1962, Page 22
en þá er skemmstur dagur og daginn fer aftur að
lengja. Rétt á eftir hefst jólahátíð, — hátíð ljóssins og
Ijósanna. Frummerkingin í orðinu jól er gleði, enda eru
jólin oft nefnd gleðihátíð. í Kína eru táknmyndir í
stað orða. Heyrt hef ég, að táknmyndin, sem merkir
jól eða gleðihátíð, sé framrétt hönd full af hrísgrjón-
um. Hrísgrjónin eru aðalfæða Kínverja, og sá sem á
nóg af hrísgrjónum er glaður gæfumaður.
Margir fullorðnir kvíða skammdeginu, en lífsglöð,
heilbrigð börn kvíða engu, en hlakka til allra árstíða.
Hver árstíð á sína gleðihátíð í huga barnsins. í skamm-
deginu eru jólin — hátíð barnanna. Á vorin er fyrsti
sumardagur, sem oft er nefndur bamadagur. Öll börn
fagna þeim degi og tala oft um hann síðla vetrar. Sól-
bjartir sumardagar eru gleðidagar barnanna, og á þeim
dögum safna þau sér þrótti til langra, dimmra vetrar-
daga. En réttirnar eru hátíð haustsins og mörg börn í
sveit hlakka mikið til réttanna, og kauptúna böm, sem
dvelja í sveit á sumrin, neita oft að hverfa heim fyrr
en að liðnum réttum. Réttirnar eiga sér dulmagnað að-
dráttarafl. Ein fegursta minning mín frá æskuárunum
er hin ógleymanlega sýn, er fjallasafnið af Hróbjargar-
staðafjalli var rekið inn grónar hlíðar Kolbeinsstaða-
fjalls, sem áður hét Áslaugarhlíð, sbr. Grettissögu.
Fyrir nokkrum árum fór ég þjóðveginn að norðan
frá Akureyri síðla dags í ágætu veðri um réttirnar.
Höfðu réttir verið þann sama dag í sumum sveitunum,
en í öðrum sveitum daginn áður. Á flestum stórbýl-
um meðfram þjóðveginum dreifði frjálslegur, lagð-
prúður fénaðurinn sér um rennslétt túnin. Það var
fögur sjón.
En rétta-gleðinni með öllum töfrum sínum er ekki
að fullu lýst, þótt lýst sé lagðprúðu fjallasafni. Það er
einhver hugblær yfir þessu „mammnótiu eða hátíð
hautsins, sem erfitt er að lýsa, en ungir og gamlir, sem
réttum hafa kynnzt frá æskuárum, finna með sjálfum
sér. Ég held að þessum töfrum réttagleðinnar sé vel
lýst í sögunni um níræðan öldungirm, sem fór sína síð-
ustu réttaferð. Hann hafði verið mikill hestamaður og
gleðimaður á yngri árum. Þegar ungir vinir gamla öld-
ungsins voru að hjálpa honum á bak, er halda skvldi
heim úr réttinni, þá heyrðu þeir hann mæla eins og við
sjálfan sig: „Nú líður mér vel. í dag hefur verið gam-
an að lifa.“ Svo hækkaði hann róminn: „Heldur vildi
ég deyja tvisvar fyrir jólin, en einu sinni fyrir réttirn-
ar“.
En að loknum réttum og haustönnum eykst vandi
fjármannsins. Margur unglingurinn verður þá að leggja
hart að sér við gæzlu fjárins. Margs þarf að gæta og
miklar eru hætturnar. Áhlaupin snöggu, stórhríðirnar,
geta á einu kvöldi eða nóttu valdið stórtjóni. Ábvrgð
smalans, — fjármannsins, — er mikil, og enginn fjár-
maður getur verið áhyggjulaus á haustdögum. F.n þrátt
fyrir þetta minnast margir smaladaganna með gleði, er
árin færast yfir. Það voru stundum dýrlegir dagar.
Stefán Jónsson.
Enn hafa borizt mörg bréf, þar sem beðið er um
ljóð, sem sungin hafa verið í útvarp síðustu mánuðina.
Ein lítil stúlka, sem biður um Ijóðið Hulda, skrifar eft-
irfarandi:
„Við systkinin höfum verið að reyna að læra þetta
ljóð í útvarpinu, en ég er ekki viss um að við förum
rétt með það. Vill dægurlagaþátturinn birta þetta ljóð
í næsta blaði. Lagið lærðum við strax.“
Jú, það vill dægurlagaþátturinn einmitt gera. Það er
leiðinlegt, þegar fögur Ijóð eru afbökuð og rangfærð,
og jafnvel þótt ljóðin séu léleg og illa kveðin, þá eiga
þau Ijóð líka rétt á því að farið sé með þau eins og
skáldið gekk frá þeim. En eitt langar mig til að taka
fram, að gefnu tilefni: Þótt dægurlagaþátturinn birti
Ijóð, sem mikið hafa verið sungin í útvarp og margir
hafa beðið um, þá er birting þeirra ljóða enginn dómur
um skáldskapargildi þeirra.
Um Ijóðið Hulda hafa beðið meðal annarra: Halla
og Elsa, Sólveig á Mjóabóli og Kristborg í Krossgerði.
Hinn landskunni og vinsæli dægurlagasöngvari Haukur
Morthens hefur sungið þetta ljóð á hljómplötu. Og hér
birtist þá Ijóðið:
Á balli upp í sveit þau höfðu hitzt,
hýr og glöð í vornóttinni kysst,
frá þeirri nóttu greina ég ei kann,
en Hulda spann og hjartað brann.
Hulda spann og hjartað brann,
aldrei fann hún unnustann.
Hún beið hans trú og trygg við rokkinn sinn,
teygðist lopinn, ei kom unnustinn,
í hjarta sínu vonbrigðin samt fann,
en Hulda spann og hjartað brann.
Hulda spann--------
Tíminn leið, hún fékk sér loksins mann,
frjálsleg inn kirkjugólfið leiddi hann,
samt var nú ekki höndluð hamingjan
og Flulda spann og hjartað brann.
Hulda spann--------
Síðan hún vakti vorsins fögru nótt,
verður henni aldrei, aldrei rótt,
því Hulda spann, en frið þó ekki fann,
nei, aldrei fékk hún unnustann.
Hulda spann--------
í verksmiðjum vefa stúlkur nú,
sem víst á sveitaböllum hittir þú,
amor ör á boga bregða kann,
og Hulda spann og hjartað brann.
Hulda spann--------
314 Heima er bezt