Heima er bezt - 01.09.1962, Síða 23
Til samanburðar birti ég hér ljóðið Spinn Spinn. Það
er þýtt eftir Gest (Guðm. Björnsson, landlækni'i.
Hún var svo væn og rjóð,
sat við rokkinn raunamóð,
tímans þráður tognar fljótt,
tárin runnu dag og nótt.
Ótt líður ævitíð,
ein ég sit og bíð og bíð;
tárin falla, fölnar kinn,
fæ ég aldrei piltinn minn?
Spinn, spinn, spinn, Hulda mín!
Bráðum mun hann biðja þín.
Hulda spann, en hjartað brann,
aldrei fann hún unnustann.
Ragnheiður í Hlíð, tvær svarfdælskar stúlkur og ein
verstfirzk o. fl. hafa beðið um Ijóðið: Kvöld í Moskvu.
Ragnar Bjarnason hefur sungið það í útvarp. Lagið
þykir sérstaklega fallegt.
Eitt sinn einn ég gekk
yfir Rauðatorg.
og mér fylgdi undarleg sorg.
Ég var ungur þá,
haldinn ungri þrá.
Það var maíkvöld í Moskvubore.
D
Seinna sat ég einn
grænum garði í.
Fuglar sungu dirrindídí.
Ég var ungur þá
haldinn ungri þrá.
Það var maíkvöld í Moskvubý.
Allt í einu ég
unga stúlku sá,
sem þar stóð og starði mig á
bak við rósarunn
með sinn rósamunn.
Það var maíkvöld í Moskvu þá.
Dísa í Vestur-Húnavatnssýslu, Sigga á Hóli og
Bogga á Brekku biðja um ljóðið Ship-o-hoj. Ljóðið er
eftir Loft Guðmundsson, en lagið eftir Oddgeir Krist-
jánsson. Ragnar Bjarnason hefur sungið ljóðið á hljóm-
plötu.
Sjómannslíf, sjómannslíf,
draumur hins djarfa manns,
blikandi bárufans
býður í trylltan dans.
Sjómannslíf, sjómannslíf
ástir og ævintýr,
fögnuð í faðmi býr,
brimhljóð og veðragnýr.
Ship-o-hoj, ship-o-hoj,
ferðbúið liggur fley,
ship-o-hoj, ship-o-hoj,
boðanna bíð ég ei.
Við stelpurnar segi ég ástarljúf orð,
einn, tveir, þrír kossar,
svo stekk ég um borð.
Ship-o-hoj, ship-o-hoj,
mig seiðir hin svala dröfn.
Ship-o-hoj, ship-o-hoj,
og svo nýja í næstu höfn.
Þeir sem hlusta á danslög í útvarpinu munu hafa
veitt athygli gömlu yndisfögru danslagi Violetta, sem
þekktur, enskur söngvari hefur endurvakið með ágætri
túlkun á nýlegri hljómplötu.
Ég birti hér ljóðið á ensku eins og það er sungið á
hljómplötu Ray Adams.
Hear my song, Violetta,
hear my song beneath the moon.
Come with me
in my gondola
waiting on the old lagoon.
Serenade across the water,
can you hear it soft and low?
The tale of love that lovers sang
long ago.
Hear my song, Violetta,
hear my song beneath the moon.
Come with me
in my gondola
waiting on the old lagoon.
Til gamans birti ég hér íslenzkan texta, sem sunginn
hefur verið undir þessu fagra lagi.
Máninn á himni hlær,
húmið það færist nær,
báturinn vaggast vært,
vindur fær laufið bært.
Heyr mitt ljóð, Violetta,
er ég leik yið gluggann þinn.
Komdu ein út í bátinn minn.
Komdu ein í bátinn minn.
Eina ég þrái þig,
þig, sem að elskar mig.
Lljarta mitt aðeins finnur frið
í faðmi þínum, fagra mey.
Komdu ein út í bátinn minn.
Komdu ein í bátinn minn.
Enn skortir mikið á, að allir hafi fengið óskir sínar
uppfylltar.
Stefán Jónsson.
Skeiðarvogi 135.
Heitna er bezt 315