Heima er bezt - 01.09.1962, Side 25

Heima er bezt - 01.09.1962, Side 25
mikla peninga. Það vissi hún, en hún átti ósnerta pen- ingana frá Sigurði Hansen. Þetta varð þó aldrei meira en hugsunin ein. Innst inni fann hún, að slíkt myndi hún aldrei geta gert. Þetta var líka barnið hans. Kannske yrði það drengur, stór og fallegur eins og faðirinn. Hvað myndi Kalli gera, ef hann vissi þetta? En nú væri hann giftur, og úr þeim viðjum myndi hann aldrei komast. Ingunn var farin að tala um, hvað Ásta væri tekin til augnanna og föl. Hún æti að vita, að maturinn lenti oftast í vaskinum aftur, svo ekki var furða, þótt hún legði af. Loks eftir margar vökunætur tók hún ákvörðun sína. Það var morguninn, sem póstkortið kom frá Sólveigu og Karlsen: „Erum mjög hamingjusöm, hlökkum til að koma heim! Sólveig og Kalli.“ Það var hönd Sólveigar á spjaldinu. „Svo nú er Kalli farinn að láta hana skrifa fyrir sig til mín,“ sagði Ing- unn. „Ég hélt að hann myndi nú gera það sjálfur.“ „Ég verð að vera farin héðan, áður en þau koma,“ hugsaði Ásta. Hún leitaði í „Morgunblaðinu“, hvort hvergi væri auglýst eftir stúlku í sveit, og einn morg- uninn sá hún það, sem hún hafði vonazt eftir. „Stúlku vantar í vetrarvist á fámennt sveitaheimili. Má hafa með sér barn. Upplýsingar í síma....“ Ásta fór og hringdi í símanúmerið. Þetta var vestur á fjörðum, í sama hrepp og Dúlla var úr. Hún tók ákvörðun strax og réð sig til vetrarvistar að Múla í Mjóafirði vestra. Hún ákvað að fara strax daginn eftir með áætlunar- ferðinni vestur. Hún sagði því upp á saumastofunni og fékk kaupið sitt. Ingunn var vön að fara til gamallar konu á fimmtudagskvöldum, og þá yrði hún að ganga frá farangri sínum. Bíllinn átti að fara klukkan 7. Ásta vissi ekki, hvernig hún ætti að komast á stöðina með barnið og farangur- inn, án þes að Ingunn vaknaði. Loks fór hún og talaði við Sv.ein. Hann bað hana blessaða að hætta við þetta. Hún gæti ekki gert Inguni þetta, eins og henni þætti vænt um þær báðar og mætti ekki af nöfnu sinni sjá. Ásta tók engum sönsum. Hún sagði, að einu sinni hefði hann boðizt til að gera sér hvern þann greiða, sem hún bæði sig um. Nú mætti hann ekki bregðast sér. Sveinn lét loks undan. Hann sagðist samt skyldi blása svo hátt, þegar hann kæmi, að Ingunn vaknaði. En þegar hann sá, hve Ásta tók sér nærri þetta spaug hans, ákvað hann að hjálpa henni og þegja. Hálf sjö var hann kominn að húsinu. Ásta opnaði strax, og hann bar töskurnar hennar út í bílinn. Það var kuldaveður, norðanátt og spáð snjókomu seinni partinn. Ingunn litla steinsvaf, vafin innan í sængina sína, og nafna hennar hefði ekki hugmynd um neitt. Hún var svo vön að sofa, þó umgangur væri, enda fór Ásta svo hljóðlega sem hún gat. Sveinn hjálpaði henni inn í áætlunarbílinn og beið, unz lagt var af stað. Mest af öllu langaði hann til að fara beint heim til Ingunnar og vekja hana, en svo hugsaði hann sér, að hann skyldi reyna að fá upplýs- ingar í farmiðasölunni um hvert Ásta hefði ætlað. Stúlkan þar vissi ekki neitt. Ásta hafði ekki látið skrá nafn sitt, Sveinn var því jafnnær eftir sem áður. Ingunn fann bréfið frá Ástu, þegar hún gekk fram í eldhúsið utn morguninn. Hún trúði ekki sínum eigin augum. Þeta gat Ásta ekki gert henni. Og þótt bréfið væri fullt af fyrirgefningarbænum, var Ingunn reið. Því gerði hún þetta? Og það einmitt nú, þegar Kalli var farinn frá henni. Hún hlaut að hafa einhverja sér- staka ástæðu til þess að fara. „Ég skal skrifa fljótt, elsku Ingunn mín,“ hafði Ásta skrifað. „Ég veit að í svona litlu landi er ekki hægt að fela sig, sé manns á annað borð leitað. En Ingunn mín, lofaðu mér að hverfa í friði. Ég hef mínar ástæður til þess.“ „Hverjar eru þær ástæður?“ hugsaði Ingunn. Hún gekk um húsið eins og í leiðslu allan daginn og vissi ekki, hvað hún ætti af sér að gera. Þarna stóð stóri bangsinn hennar Ingu litlu fyrir aftan rúmið hennar, og lítill sokkur lá á rúminu. Ingunn settist niður og grét. Þetta var eitthvað það þungbærasta, sem hún hafði orðið að reyna á ævinni. Tveim dögum síðar kom bréf frá Karlsen. Hann var á heimleið. Ekki minntist hann einu orði á Sólveigu, en sagðist telja dagana, þar til hann fengi að sjá þær allar þrjár. Um leið og Karlsen hafði farið um borð 1 utanlands- förina, stakk ung stúlka bréfi í hönd hans. „Lestu það strax!“ sagði hún og var um leið horfin í mannþröngina. Karlsen fannst hann kannast við stúlkuna, en kom henni ekki fyrir sig. Bréfinu stakk hann í vasa sinn. Það var fyrst, er hann klæddi sig um morguninn, að hann mundi eftir bréfinu. Það var hripað með blýanti á umbúðapappír, svohljóðandi: „Allt svindl, ekkert slys eða bam, láttu hana svna þér örin, en gifztu henni ekki!“ — Engin undirskrift. Fyrst í stað skildi Karlsen ekkert í þessu bréfi. Þetta gat átt við Sólveigu, en hún var nú í margra mílna fjarlægð, svo að engin hætta var á, að hann giftist henni fyrst um sinn, að minnsta kosti. Hann gekk hugsi fram í borðsalinn, og hvað sá hann þar! Sólveig sat þar á stól með plásturinn á enn- inu, handlegginn í fatla og heilmiklar umbúðir um fótinn. Karlsen starði á hana, eins og hann hefði séð draug. „Halló, vinur!“ kallaði Sólveig, þegar hún sá hann í dyrunum. Hann gekk til hennar, og það var hvorki undirgefni né iðrun í svip hans að sjá. Hann stóð kyrr við borðið, en settist ekki. Heima er bezt 317

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.