Heima er bezt - 01.09.1962, Side 26

Heima er bezt - 01.09.1962, Side 26
„Ég þarf að skrifta ofurlítið fyrir þér, elskan mín,“ malaði Sólveig. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein heima allan þennan tíma og hafa ekkert að gera nema sakna þín, svo ég kom bara með. Læknirinn sagði líka, að sjávarloftið myndi bara hressa mig. — Seztu nú nið- ur hjá mér og fáðu þér kaffi með mér og vertu nú ekki svona súr á svipinn “ „Ég þarf líka að tala við þig, en drekktu samt kaffið fyrst, við getum talazt við í klefanum þínum á eftir.“ Sólveig brosti og rétti honum heilbrigðu höndina. „Þú verður að styðja mig, vinur, enn má ég ekki reyna mikið á fótinn.“ Nauðugur viljugur varð hann að hjálpa henni inn í klefann. Þar sleppti hann henni, lokaði hurðinni og gekk til hennar. Aður en hún hafði áttað sig, hafði hann kippt burt plástrinum á enni hennar, og sást þar ekki neitt, nema hvað húðin var hvítari, enda ósmurð og ólituð. Sólveig rak upp óp og hratt honum frá sér. „Er handleggurinn máske í lagi líka, ég ætla að at- huga það.“ Hann var fölur í andliti af vonzku. „Ég skal arga “ æpti hún. „Gerðu það bara, ég skal annars fara með þig fram í sal og lofa fólkinu að sjá, hvernig ég lækna þig.“ Sólveig brauzt um, meðan hann náði umbúðunum utan af handlegg hennar, sem virtist jafn heilbrigður og hinn. „Þú mátt sjálf hafa fyrir því að koma löppinni úr reyfunum, ég er búinn að sjá nóg,“ sagði hann og gekk út. Sólveig stóð með kreppta hnefa og tautaði öll þau ljótustu orð á öllum þeim tungum, sem hún kunni. Hvernig hann hefði komizt að þessu, það var henni hulið. Um kvöldið ginnti hún Ponna fornvin sinn inn til sín, og fyrir smávegis þókknun lofaði hann að koma skeyti í land í Færeyjum og einu póstkorti. Ponni fór sjálfur á símstöðina með skeytið og sendi það, og fyrir þóknunina keypti hann sér heljarmikla og glæsilega reykjarpípu. Sólveig hló hlakkandi. Þetta var þó það minnsta, sem hún vildi gera þeim til bölvunar, en hér eftir gat hún ekki mikið. Fyrst um sinn yrði líklega bezt fyrir hana að halda sig utan íslenzkrar landhelgi. Hún kom sér fljótt í kynni við skipstjórann, sem kunni vel að meta fegurð kvenna og yndisþokka. Og fría ferð fékk Sólveig til ákvörðunarstaðar síns. í fyrsta sinn í langan tíma stóð nú enginn á hafn- arbakkanum og tók á móti Karlsen, þegar hann kom heim úr ferð. Hann skimaði í kringum sig, en sá engan. Hann fékk sér bíl heim og hringdi dyrabjöllunni. Móðir hans kom til dyra. Hún var döpur á svip og ólík sjálfri sér. „Hvar er Ásta?“ spurði hann þegar þau komu upp, „og litla frænka?“ Ég keypti gjöf handa henni í hverri höfn, svo nú er þetta orðið í meir en fulla tösku.“ „Þú þarft ekki að kaupa handa henni lengur, dreng- ur minn,“ sagði Ingunn og vöknaði um augu. „Mamma, hvað hefur komið fyrir?“ Karlsen greip í handlegg hennar. „Er hún.... “ „Hún er farin, þær eru báðar farnar,“ svaraði hún. Karlsen létti. Það voru þó betri fréttir. „Ég hélt þú ætlaðir að segja, að hún væri dáin,“ sagði hann lágt. „Þær eru okkur dánar,“ svaraði hún. „Nei, mamma mín, því trúi ég ekki, hvers vegna fór Ásta?“ „Ég veit það ekki, hún bara fór, í guðs bænum spurðu mig ekki meir, hún er farin og kemur ekki aftur.“ Karlsen var agndofa. Þetta var ofvaxið hans skiln- ingi. Hann var viku heirna. Það varð að þegjandi sam- komulagi að nefna ekki Ástu á nafn. Einn daginn kom hann með leikfangatöskuna heim, setti hana inn í her- bergi Ástu og læsti því síðan. Ingunn ákvað nú að fara með næstu ferð skipsins til Danmerkur. Það myndi hressa hana, hélt hún. Karl- sen var henni eins góður og hann gat. Hún var svo utan við sig, að hún gleymdi alveg að minnast á sím- skeytið um giftingu þeirra Sólveigar, og Karlsen nefndi ekki Sólveigu á nafn. Hann hafði áhyggjur af móður sinni og var áfjáður, að hún færi með honum út í þessari ferð. Hún hefði áreiðanlega gott af að hitta gömlu kunningjana. Daginn eftir að þau fóru, kom bréf frá Ástu. Póst- sendillinn stakk því inn í bréfarifuna, og þar lá það næstu sjö mánuði ásamt fleiri bréfum sem komu frá Ástu og öðrum pósti til þeirra mæðginanna. Skipið hreppti vont verður á leiðinni út, svo Ingunn ákvað að fara ekki heim aftur, fyrr en alla vetrarsjóa lægði. Karlsen notaði tækifærið og lét gamlan óska- draum rætast. Hann réð sig á skip, sem sigldi til Asíu og Austur-Afríku, en þangað hafði hann alltaf langað að koma. Þegar vora tók, greip Ingunni svo mikil heimþrá, að hún fór, áður en Karlsen hafði lokið siglingum sínum. Hún tók sér far heim með flugvél. Hún sendi móður Sveins skeyti, og Sveinn ásamt foreldrum sínum tók á móti henni á flugvellinum. Þegar heim kom, gat Ingunn varla opnað hurðina fyrir pósti. Það yrði margra daga og vikna verk hjá henni að lesa öll þessi blöð. Bréfin öll fór hún með upp í herbergi sitt. Mörg voru með sömu skriftinni. Hún reif upp eitt þeirra. Það var frá Ástu. Ingunn las öll bréfin. Það seinasta var skrifað á að- fangadagskvöld. Þar bað hún enn um fyrirgefningu og bað hana að skrifa sér. „Blessað barnið, og aldrei skrifaði ég!“ Ingunn horfði gegnum tárin á litla mynd, sem var innan í bréfinu. Það var Ingunn litla, sem sat á bakinu á stór- um, svörtum hundi. „Til ömmu“ stóð aftan á mynd- inni. 318 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.