Heima er bezt - 01.09.1962, Side 30

Heima er bezt - 01.09.1962, Side 30
í keraldi. Sólin var að síga í sæinn. Hún var rauð og alveg ótrúlega stór, en ekki bjartari en svo, að maður gat horft í hana. Nú var helmingurinn kominn ofan í. Þeir þögðu. Þeir voru að kingja síðasta bitanum. Svo átti að rjúka á stað, ekki til setunnar boðið. Bezt að nota dagsbirtuna og reyna að komast sem lengst á leið heim fyrir dagssetur. Um leið og þeir stóðu upp, varð Steina litið austur að fjörumarkinu, sem var skammt frá þeim. Þar endaði Bakkafjara, en við tók hin gamla Glúfurnesjafjara, en hana hélt Jón ríki. Höfðu þeir félagar ekki farið nær marld en þetta, með því að þeir höfðu ekki komið auga á neitt markvert þangað austur eftir. Nú sagði Steini: „Við ættum kannske annar hvor að hlaupa þessa faðma austur að marki, þó þess þurfi reyndar ekki.“ „Ég get skroppið,“ svaraði Gvendur. „Þú getur tek- ið pokana af jálkunum á meðan. Það gæti kannske leynzt þar eitthvað matarkyns, það fer ekki alltaf mik- ið fyrir því.“ „Matarkyns!" át Steini eftir, „og ekki kominn þorri, ekki þykir mér það líklegt.“ En fisk rak þarna aldrei fyrr en komið var fram á útmánuði, eins og fyrr er sagt. Það hefur Steini haft í huga. En Gvendur hugsaði um fleira. „Það er fleira matur en fiskur,“ sagði hann, „það kann að vera selur eða hnýsa.“ Steini anzaði þessu ekki. Hljóp nú Gvendur austur að marki, en Steini fór að eiga við hestana og kvað. Veit hann ekki fyrr til en hann heyrir Gvend hrópa hástöfum: „Steini! Steini! Komdu fljótt!“ Steini leit upp og sá, hvar Gvendur stóð austan við markið yfir einhverju, sem hann virtist hafa togað eða grafið upp úr hrönninni. Steina rann í skap. „Hvern sjálfan er hann að asnast austur fyrir mark, alltaf er hann jafn gáfaður,11 tautaði hann við sjálfan sig og kallaði á móti: „Hvað ertu að gaufa, Gvendur, komdu strax, okkur veitir ekki af að fara að leggja af stað.“ „Komdu hingað, Steini, alveg undir eins,“ hrópaði Gvendur með miklum ákafa, „ég þarf að sýna þér það, sem ég fann.“ „Okkur kemur það ekkert við. Sérðu ekki, að þú ert kominn austur fyrir mark?“ „Komdu, segi ég, undir ein,“ öskraði Gvendur og var auðheyrt á hreimnum, að hann var í mikilli geðs- hræringu. Hljóp nú Steini austur til hans og vissi ekki, hver ósköpin hefðu komið fyrir. Þegar hann kom til Gvendar, gafst honum á að líta. Það, sem lá fyrir framan Gvend, var ekkert annað æn dauður maður. Vantaði á hann annan fótinn og höf- uðið. Lá hann á grúfu, freðinn og stirður og fatadrusl- urnar í tætlum utan á honum, svo víða skein í hann beran. Þeir Gvendur og Steini litu hvor á annan, vandræða- legir, skelkaðir. Þeim datt báðum það sama í hug, það sama, sem þeir höfðu alltaf heyrt og öllum var sagt að gera, þegar menn fyndu dauðan mann, en það var að veita honum nábjargirnar. Þegar því var lokið, þá var allt gott. En hvað átti nú að gera? Nú var ekki hægt að veita neinar nábjargir. Ósjálfrátt færði Steini sig nær líkinu og signdi yfir það. Slíkt hið sama gerði Gvendur. Litu þeir svo aftur hvor á annan og virtust nú heldur rólegri. „Eg sá stígvélið út undan hrönninni á berum sand- inum. Ég hljóp til og ætlaði að taka það upp, en það var þá fast. Eg hélt það væri gaddað niður og athug- aði ekki neitt, en rykkti I það eins og ég gat. Þá kom þetta.“ Steini horfði á hann. „Og athugaðirðu ekki, að stíg- vélið var á fætinum?“ „Nei, ég sá það ekki, og var ekkert að athuga það, ég var búinn að rífa í það áður en ég vissi.“ „Ég held við ættum að athuga, hvort við finnum ekki það, sem vantar,“ sagði Steini „Heldurðu, að það sé til nokkurs?“ spurði Gvendur nokkuð seint. „Ekki er það ómögulegt,“ sagði Steini. „Líkið er stokkfreðið og stökkt.“ „Þó aldrei nema,“ sagði Gvendur, „það nær ekki nokkurri átt, ég tók ekki svo fast í það.“ Engu að síður rótuðu þeir dálítið til í hrönninni, þar sem líkið hafði legið, en árangurslaust. Svo réttu þeir sig upp og horfðu á þennan dapra fund. „Við verðum að fara með það heim,“ sagði Steini. „Er það nauðsynlegt?“ sagði Gvendur. „Það held ég,“ sagði Steini. „Við skulum koma með hestana austur á kampinn hér fyrir ofan.“ Og það gerðu þeir. Báru svo líkið á milli sín upp á annan sleðann og bundu það þar ofan á fjalir, en höfðu hauspokana yfir því. Höfðu þeir tafizt allmikið við þetta, enda var nú töluvert farið að bregða birtu. Það er með hafið eins og lífið sjálft, það færir manni ýmist gleði eða sorg. Það kemur manni á óvart. Aðra stundina er það eins og töfraspegill, þar sem blessuð sólin speglar sig. Hina stundina rótast það um eins og naut í flagi. Ýmist feykir það upp á fjöruna dýrindis viði og heilum torfum af fiski, eða það molar í sundur fögur skip með hraustum drengjum innanborðs, ung- um sjómönnum, sem eru að bjarga sér og sínum frá hungri og klæðleysi. Og til þess að kóróna allt saman, fleygir það leyfum þeirra upp á fjöru í fjarlægu landi, rétt eins og öðru braki. En ástvinirnir heima vita ekki meir. Þeir bíða og bíða, vona og óttast, örvænta og huggast. Enginn veit meir. Þegar þeir finnast á fjör- unni í fjarlægu landi, heilir eða hálfir eftir atvilcum, þá vekja þeir hjá manni hrylling, dularfullan hrylling. Það er ekkert eins ömurlegt eins og að finna á fjöru sjórekið lík. Lík af einhverjum útlendingi. Kannske af einhverjum glæpamanni, dánum í illum hug, með blóts- yrði á vör. Guð hjálpi mér. Það fer ekki hjá því, að manni detti ýmislegt í hug, þegar maður flytur það heim ofan á sleðanum sínum. Og þegar farið er að .322 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.