Heima er bezt - 01.09.1962, Side 33

Heima er bezt - 01.09.1962, Side 33
Urslit í bamagetraun „Heima er bezt" ÞÁ ER þessari skemmtilegu barnagetraun lokið, og nú eruð þið auðvitað spennt að vita, hver ykkar var svo heppinn að fá hin glæsilegu verðlaun, BAUER-reiðhjólið. Þátttaka í getrauninni var geysilega mikil, og það er ekki komið að tómum kofunum hjá ykkur, þegar um einkennis- stafi bifreiða er að ræða. Fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri dró nafn sigurvegarans úr allri hrúgunni, og reyndist það vera: LILJA JÓNASDÓTTIR, Bollastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A.-Hún. Við óskum Lilju til hamingju með þessi glæsilegu verð- laun, sem hún mun fá send innan skamms, og þökkum ykkur öllum íyrir þátttökuna, um leið og við vonum að þið hafið haft gaman af að glíma við þessa getraun. Rétt ráðning í getrauninni er sem hér segir: 1. Þ Þingeyjarsýsla. 2. R Reykjavík. 3. A Akureyri. 4. H Austur- og Vestur-Húnavatnssýsla. 5. T Strandasýsla. 6. G Gullbringu- og Kjósarsýsla. 7. S Norður-Múlasýsla og Seyðisfjörður. 8. ö Keflavík. 9. N Neskaupstaður. Rábning á 2. „Heima er bezt“-krossgát- unni -l~x -RITA-A | J ’***'■''á -JAÐAH—EdÐÁ-TÁARG -AKAK-HÖAÐ-R' -RA-á-ES-AL- -JAPANSKA-LÆKJAGIL -ÓÐAL-AUMALT-u-A-A - rvA rIÁit-RE? - TA Er'UR - -N-H-ÓP-SIT-MLSCG -G—Aii . —U—RAK&ARA-G R- -GftKIL -LAUGA-SM Orslitin í verálauna- getrauninni um Sjafnar málningavörurnar ÞÁ ER lokið verðlaunagetrauninni, sem fjöldamargir af les- endum „Heima er bezt“ hafa fylgzt með að undanförnu, og eins og ykkur er kunnugt, eru verðlaunin sem hér segir: 1. verðlaun: Málningarvörur frá SJÖFN fyrir kr. 3.500.00. 2. verðlaun: Málningarvörur frá SJÖFN fyrir kr. 1.500.00. 3. verðlaun: Málningarvörur frá SJÖFN fyrir kr. 500.00. Margar réttar ráðningar á getrauninni bárust blaðinu, og dró fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri út nöfn sigurvegaranna. Þessir hlutu verðlaunin: 1. verðlaun: ÞORGILS JÓNSSON, Daðastöðum, Reykjadal, S.-Þing. 2. verðlaun: SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Sviðugörðum, Gaulverjabæjarhr., Árnessýslu. 3. verðlaun: SIGURPÁLL HELGASON, Ráðhústorgi 1, Akureyri. Við óskum sigurvegurunum til hamingju með þessi ágætu verðlaun og biðjum þá vel að njóta. Mun þeim verða sendur listi yfir allar málningarvörur, sem verksmiðjan SJÖFN á Akureyri framleiðir, svo að þeir geti sjálfir ráðið hvernig þeir vilja fá verðlaunin. Rétt ráðning í getrauninni er sem hér segir. Forsíðumynd- irnar eru: Nr. 1. Páll ísólfsson tónskáld. — 2. Guðrún Kristinsdóttir, píanóleikari. —- 3. Dr. Halldór Halldórsson, prófessor. — 4. Hannes Jónsson á Núpsstað. —- 5. Dr. Richard Beck, prófessor. — 6. Björgvin Guðmundsson, tónskáld. — 7. Eysteinn Þórðarson, skiðakappi. — 8. Bryndís Pétursdóttir, leikkona. — 9. Hilmar Stefánsson, bankastjóri. LEIÐRÉTTING í greininni um Hjalta Jónsson bónda í Hólum eru tvær villur, sem óskast leiðréttar. 1. Sigríður, kona Guðmundar Eiríkssonar bónda í Hof- felli, var Jónsdóttir, systir Eiríks Jónssonar hreppstjóra í Hlíð í Skaftártungu. 2. Þegar sýslubúar minntust 50 ára búskapar Guðmundar í Hoffelli haustið 1889, var Sigríður kona hans látin. Hún andaðist 1878. Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.