Heima er bezt - 01.09.1962, Page 35

Heima er bezt - 01.09.1962, Page 35
100. Ég er þegar ákveðinn. Ég ætla að reyna að finna fjársjóðinn. Ég fæ ekki frið fyrir lönguninni til að skila gamla Borg peningunum. Er ég er orðinn einn, rissa ég á blað afrit af hluta landabréfs- ins og sting í vasa minn. 101. í bítið morguninn eftir leggjum við Mikki af stað í glaðasólskini. Þetta er löng leið, og leitin getur orðið tíma- frek, og þess vegna hef ég bakpoka á herðum með ríkulegu nesti handa okk- ur Mikka báðum. 102. Þegar ég nálgast gamla bæinn, tek ég upp hjá mér rissið af landabréfinu og áttavitann minn og fer að glöggva mig á umhverfinu og átta mig. Og nú kemur sér vel að hafa verið skáti og hafa lært að beita miðunartækjum á víðavangi. 104. Ég geng með vatninu, unz ég finn það, er ég leita að: Brú út í hólmann! Brúin er furutré, er stormurinn hefur rifið upp með rótum og velt út í vatnið, svo að nú er greiðfært þarna yfir. 103. Ekki líður á löngu, þar til ég finn leitarstaðinn „Steina". Það var ofurlítil hæð og vatn umhverfis hana úr læk, er kemur úr vatni skammt frá. Hvernig á ég nú að komast út í hólmann? 105. Líklega er felustaðurinn í steina- hrúgunni á hólnum, hugsa ég.Ég geng upp bratta brekkuna, sem er grýtt og ó- greiðfær. Ég hef ákafan hjartslátt af eftirvæntingunni. 106. Án nokkurs undirbúnings fer ég að leita á milli steinanna á hólnum. Það er enginn barnaleikur. Þetta eru stærðar- steinar og erfiðir viðureignar. En ég spara ekki kraftana og keppist við. 107. Ég bisa við þetta um hríð, en felu- stað finn ég þarna engan. Loks sezt ég niður til að hvíla mig, enda mál til kom- ið. Ég er dauðuppgefinn og orðinn dauf- ur í dálkinn og vonsvikinn. 108. Ég kalla á Mikka, sem er horfinn eitthvað út í buskann. Ég stend upp og litast um eftir honum. Og þarna er hann spölkorn neðar í brekkunni og hamast þar við að krafsa í stórri steinahrúgu.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.