Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 5
Fyrri kona Kristjáns, Jóhanna Steinunn. fyrir kola. Venjulega mun einhver aðkomumaður hafa verið með í hverri ferð og fært búi sínu gott búsílag að kvöldi. — Kristján er nú orðinn áttræður. Hann er enn kvikur í spori, enda á yngri árum sérstakur léttleikamaður að hverju sem hann gekk. — Kristján hefur aldrei notið neinnar skólamenntunar, en hann hefur menntað sig á margan hátt — leyst úr læðingi þá miklu hæfileika, sem honum voru gefnir í vöggugjöf. Hans létta lund er frábær. Alltaf síkátur, með spaugsyrði á vörum, en fer þó aldrei út fyrir þann völl, sem hann hefur haslað sér. Hann hefur jafna sett svip á mannfundi, bæði heima og heiman, með sinni rökföstu hugsun og bráðfyndnu gamansemi. Það munu sjálfsagt allir vera sammála um það, að skemmtilegri ferðafélagi væri vandfundinn. — Meðan Austur-Skaftfellingar voru í Búnaðarsambandi Austurlands var Kristján ávallt fulltrúi Mýrahrepps á aðalfundi Búnaðarsambandsins, sem haldinn var árlega að Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Á þessum ferðum mun Kristján oft og tíðum hafa verið hrókur alls fagnaðar. Félagsmálamaðurinn, Kristján í Einholti. Árið 1909, tveimur árum eftir að Ungmennafélag ís- lands var stofnað, var haldinn stofnfundur Ungmenna- félagsins á Mýrum. Hlaut félagið nafnið „Valur“, og var Kristján strax kosinn í stjórn þess. Hann var kos- inn formaður árið 1913 og gegndi því starfi yfir 30 ár. Árið 1907 var hann kosinn formaður skólanefndar, Sigriður og Kristján. Garðar, f. 1910, búsettur í Reykjavík. Álfheiður, f. 1913, d. 1932. Ósk, f. 1914, búsett í Reykjavík. Hrefna, f. 1915, búsett í Reykjavík. Hannes, f. 1917, bóndi Hólabrekku, Mýrum. Guðrún, f. 1919, húsfr. Kyljuholti, Mýrum. Sigurlaug, f. 1921, húsfr. Króki, Suðursveit. Unnur, f. 1923, húsfr. Lambleiksstöðum, Mýrum. Kristín, f. 1925, búsett í Reykjavík. Steinunn, f. 1927, búsett í Reykjavík. Konu sína, Jóhönnu, missti Kristján 1935. Hélt hann áfram búskap með ráðskonu — Rannveigu Sigurðar- dóttur, systur Jóhönnu, sem um 20 ára skeið hafði verið í heimili þeirra hjóna og stutt þau með ráðum og dáð. Rannveig dó árið 1955. Árið 1956 gekk Kristján að eiga síðari konu sína, Sigríði Halldórsdóttur frá Stóra-Bóli. Upp úr 1930 fór Kristján að hefjast handa með að rækta kartöflur. Garðlönd voru góð í holtinu norðan við bæinn og víðar. Kom þá í ljós félagshyggja Krist- jáns eins og oftar. Hann bauð sveitungum sínum að rækta þar kartöflur, sem svo margir gerðu. Ekki er of- sagt að Kristján, ásamt fleiri framsýnum mönnum, hafi lagt grundvöllinn að þeirri miklu kartöflurækt, sem nú er stunduð á Mýrunum. — Fyrr á árum var mikil kolaveiði í Einholti. Mér skilst að þeir hafi eigi verið margir dagarnir að vorinu, sem Enholtsbátnum var ekki ýtt frá landi til þess að draga Heima er bezt 333

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.