Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 7
Benedikt. Garðar. Ósk. Sigurlaug. Sigriður.
Síðustu tvo áratugi hefur hann verið fulltrúi á bænda-
fundum Austur-Skaftfellinga, þar sem fjallað hefur ver-
ið um aðkallandi vandamál sýslunnar, svo sem samgöng-
ur og fleira.
Þá er Kaupfélagið var stofnað 1919 var Kristján kos-
inn fulltrúi á aðalfund þess, og á fyrsta aðalfundi
K.A.S.K. kosinn varastjómarmaður. Þessum störfum
gegndi Kristján til ársins 1930, en þá var hann kosinn
í stjórn K.A.S.K. og gegnir þar störfum enn.
Sveitin Mýrar liggur á milli tveggja stórvatna,
Hornafjarðarfljót að austan og Heinabergsvötn að
vestan. Vestan við aðalbyggðina fellur Hólmsá úr
Fláajökli. Hólmsá var hinn alvarlegasti vágestur. Hún
bylti sér annað veifið austur yfir sveitina, svo að land-
auðn hefði orðið, ef eigi hefði að verið gert. Kristján
í Einholti mun snemma hafa gert sér grein fyrir því,
að takast mætti að bægja Hólmsá af nytjalandi með
fyrirhleðslum í einn farveg, þar sem hún óáreitt og
engum að meini hjalaði við framburð sinn öld fram
af öld.
Árið 1936 komst skriður á málið. Þá héldu fund á
Kristin. Unnur.
Mýranum Jónas Jónsson, fyrrv. ráðherra, og Þórberg-
ur Þorleifsson, alþingismaður. Kristján hreyfði þessum
vatnamálum á fundi þessum. Að loknum umræðum var
kosin þriggja manna nefnd til þess að undirbúa fram-
kvæmdir. Formaður þeirrar nefndar var Kristján í Ein-
holti. Árið eftir var hafizt handa með framkvæmdir.
Það náðist að vísu ekki fullnaðarsigur þá, en nú er
þessi hugsjón Kristjáns orðin að algerum veruleika.
Þetta er eitt dæmi af mörgum, er taka má, sem sýna
glöggt hve létt Kristján átti með að sameina sveitunga
og sýslunga sína til stórra átaka. Það er eigi ósenni-
legt að innan fárra ára verði tugir ha. tún og akrar,
þar sem áður Hólmsá byltist yfir sanda. Þá er og sagt
að Kristján hafi fyrstur manna minnzt á brú yfir
Hornaf j arðarflj ót.
Hér hefur verið minnzt á nokkuð af þeim störfum,
sem Kristján hefur gegnt. Þeir eiga honum mikið að
þakka sveitungar hans. Samsæti það, sem þeim hjónum
var haldið á áttræðisafmæli hans, 11. september síðast-
liðinn, bar þess Ijósan vott. Og Kristján má líka þakka
Alfheiður. Hrefna.
Heima er bezt 335