Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 9
TORBEN K. WITH DR. MED.:
V
inöurinn viö skrifboröié
« »
ll vísindaleg rannsókn hvílir á gagnkvæmu
samstarfi, annars vegar því að safna stað-
reyndum, en hins vegar að vinna úr stað-
reyndunum, og skapa fræðisetningar og
kenningar á grundvelli þeirra. Sagnfræðingurinn
Toynbee kemst svo að orði um þetta samstarf: „í leit
mannsandans að staðreyndum rekur fyrr eða síðar að
því, að heillaríkum árangri verði tálmað af þeim ókjör-
um af fróðleik, sem safnast saman. Vísindamaðurinn
finnur smám saman til þess, að staðreyndagrúinn, sem
fyrir hendi er, leggur hömlur á starf hans, og það er
nær ókleift að halda söfnuninni áfram fyrr en skipan
er komin á hina fengnu þekkingu, og hún bundin í
einhvers konar kerfi. Þegar slík skipan er fengin, byrj-
ar leitin að staðreyndum á ný, og menn leitast í lengstu
lög við að fella hinn nýja fróðleik inn í hið fundna
fræðikerfi. Þessu heldur áfram, unz nýjar staðreyndir
verða dregnar fram í dagsljósið, sem ekki samrímast
hinu viðurkennda kerfi. Þá taka fræðin að hrúgast upp
á ný sem óskapnaður, en fyrr eða seinna taka menn að
sníða til nýjar kennisetningar og ný kerfi. Þannig held-
ur þróun vísindanna áfram án takmarkana, því að
möguleikinn á nýjum uppgötvunum er endalaus.“
Svo segir Toynbee, en minnumst þess að hann er
sagnfræðingur og fornmenntamaður. Hins vegar er líf-
fræðin viðfangsefni vort, en hún er sem kunnugt er
raunvtsindi, náttúrufræði. Það er því réttmætt að
spyrja, hvort hugleiðingar Toynbees eigi heima, þegar
rætt er um líffræðivísindi. Og vér hljótum að svara
því játandi.
Eftirfarandi ummæli eru hermd eftir Hollendingn-
um H. C. Rúmke: „Hinn frumlegi náttúrufræðingur,
sem afhjúpar áður ókunnar staðreyndir stendur miklu
nær skapandi listamanni en almennt hefur verið talið,“
og hann bætir við: „í náttúruvísindum er hin listræna
gáfa höfuðatriði, en þó því aðeins, að maðurinn hafi
vald á henni. Sköpunarverk náttúrufræðingsins er
fólgið í því að opinbera hluti, sem duldir eru, en hafa
ætíð verið til, hann gerir það með því að spyrja á rétt-
an hátt og draga síðan réttar ályktanir af svörunum.“
Þannig virðast forystumenn líffræðivísindanna hafa
öðlazt þá sannfæringu að náinn skyldleiki sé milli list-
sköpunar og náttúrufræðilegra uppgötvana.
Þetta mun hljóma nýstárlega i eyrum þeirra, sem
gert hafa líffræðirannsóknir að ævistarfi sínu og at-
vinnu. Þeim mun og þykja það furðu djarft, ef ein-
hver fræðimaður kveður sér hljóðs af myndugleika um
viðfangsefni, sem hann sjálfur hefur ekki rannsakað
með tilraunum. Þetta hefur þó gerzt nýlega, með riti
Julian Huxleys um krabbamein. í formála þess viður-
kennir hann hreinskilnislega, að sig skorti algerlega til-
raunagrundvöll að ritinu, en allt um það hefur það
hlotið lofsamlega dóma krabbameinssérfræðinga.
Æfðum tilraunamanni mun þykja þetta ótrúlegt, en
satt er það engu síður. En þá hljótum vér að spyrja:
Er þetta aðeins einangrað tilfelli, þar sem í hlut á
óvenjusnjall og reyndur vísindamaður, eða sýnir þetta
oss, að tími sé kominn til að leggja nýtt mat á skrif-
borðsvinnu líffræðinganna? Því að rit Huxleys verður
naumast kallað annað en skrifborðsvinna. Ef þetta
skyldi nú reynast annað og meira en hendingin ein,
hlýtur að leiða af því, að gengi skrifborðsvinnunnar
hækki verulega frá því, sem nú er meðal háskólamennt-
aðra líffræðinga. En eins og nú standa sakir í lækna-
vísindum og skyldum greinum innan líffræðinnar, er
megináherzlan lögð á færni manna á tilraunasviðinu,
þegar dæmt er um hæfni þeirra sem háskólakennara.
Við nánari umhugsun hljótum vér að komast að
þeirri niðurstöðu, að þetta hágengi tilraunastarfseminn-
ar fái naumast staðið til lengdar. Staðreyndirnar hrúg-
ast upp með svo ótrúlegum hraða, að hinir örþreyttu
tilraunamenn hljóta að leita ráða og leiðbeininga hjá
hugsuðunum við skrifborðið. Því hvað gagna oss all-
ar staðreyndirnar, ef ekki vinnst tóm til að skapa af
þeim skýrar heildarmyndir? Afleiðingin af þessu er,
að sífellt verður meiri þörf þeirra vísindamanna, sem
gefa sér tóm til að fylgjast með öllum þeim kynstrum,
sem skrifað er um tiltekin efni, og hafa í senn löngun
og hæfileika, til að semja um þau yfirlitsritgerðir, út-
drætti eða heildarrit. Hlutverk þessara fræðimanna
verður að leiðbeina tilraunamönnunum, og sýna þeim
hvernig erfiði þeirra fái borið ríkulegastan ávöxt.
Krafa tímans er aukin tækniþjálfun tilraunamanns-
ins, en að sama skapi fækkar þeim stundum, sem hann
fær varið til lestrar vísindarita. Af þessu leiðir, að
vinnslan úr tilraunaefninu verður oft losaraleg og
ófullkomin. Hver sá sem fengizt hefur við að semja
fullkomið heildarrit um tiltekin líffræðileg efni, hefur
ekki komizt hjá að reka sig á furðumiklar evður í þekk-
inguna á viðfangsefninu, og hann kemst að raun um,
Heima er bezt 337