Heima er bezt - 01.10.1962, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.10.1962, Qupperneq 10
að tilraunamennina skortir oft og einatt tilfinnanlega yfirsýn, þótt þeir séu tæknisnillingar. Úr heimi eðlis- fræðinnar þekkjum vér, hversu samstarf og verka- skipting hefur borið ríkulegan ávöxt. Annars vegar eru hreinir stærðfræðingar hins vegar tilraunamenn. Þessir starfsbræður hafa unnið hlið við hlið jafnt í ómæli himingeimsins og að hinum smæstu eindum atómanna. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að á þessum sviðum hafa hugsuðirnir oftsinnis sagt fyrir um ýmis fyrirbæri, sem tilraunamennirnir hafa síðan fundið að forsögn hinna fyrrnefndu. En á sviði líffræðinnar hafa önnur vinnubrögð verið viðhöfð. Þar hefur megináherzlan verið lögð á tilraun- ir og enn tilraunir. Heimspekilegar hugleiðingar mann- anna við skrifborðið hafa ekki verið hátt metnar, hafi þeir ekki um leið getað skreytt sig með tilraunafjöðr- urn. Að vísu hafa hvað eftir annað heyrzt aðvörunar- raddir gegn hinni einhliða tilraunaiðkun, á næstum öll- um sviðum líffræðinnar. Toynbee getur þess t. d. neð- anmáls við ummælin, er fyrr voru hermd, að árið 1931 hafi Hutchinson nokkur látið miklar áhyggjur í Ijós á fundi læknafélagsins í London yfir þeirri stefnu, sem líffræðin hafi tekið á síðari árum, þ. e. hinni síauknu sérgreiningu og söfnun staðreynda annars vegar, en hversu heimspekileg hugsun væri fyrir borð borin á hinn bóginn. Hann bar kvíðboga fyrir því, hversu ímyndunarafl vísindamanna færi þverrandi, og kvartaði um fátækt læknavísindanna á frumlegum hugsunum. Þessi dr. Hutchinson hefur verið framsýnn maður. En hafi hann lifað það að líta áðurnefnda bók Julian Huxleys um krabbameinslíffræðina, hefur honum vafa- laust vaknað ný von í brjósti. En bók Huxleys hefur vakið líkar hugsanir hjá fleir- um en höfundi þessarar greinar. Kunnur amerískur líf- fræðingur Ernst Mayr frá Harwardháskólanum hefur nýlega lýst því í fyrirlestri, að sú hætta vofi yfir líf- fræðingunum, að þeir drukkni í staðreyndamergðinni, og slíti sér upp til agna í hvíldarlausu tilraunakappi, þar sem þeir gefi sér aldrei tóm til að staldra við og hugsa urn hlutina til fullrar hlítar. Mayr spyr meðal annars, hversu margir þeir líffræðingar séu, sem hafi gert sér þess grein, hvað líffræðin sé í raun og veru, og hver takmörk beri að setja starfssviði hennar. Flest- ir þeirra muni sennilega leiða slíkar spurningar hjá sér og svara því einu til, að þetta séu heimspekileg við- fangsefni, sem þeim komi ekki við. Þeirra starf sé á hagnýtu sviði, á takmörkuðu tilraunasvæði, þar sem unnið sé eftir reglubundnum aðferðum. Hér gætum vér tekið dæmi um skilgreiningu hug- taksins geðveiki. Læknadeild Kaupmannahafnarháskóla hafði það eitt sinn að viðfangsefni í verðlaunaritgerð. Niðurstaðan varð að lokum á þessa leið: Geðveiki eru sjúkdómar, sem sálsýkifræðingarnir á hverjum tíma telja sem slíka. Það mætti draga hliðstætt dæmi úr líf- fræðinni, og segja að hún væri sú grein náttúruvísind- anna, sem líffræðingarnir viðurkenndu sem slíka hverju sinni. En þar sem líffræðingarnir eru miklu sundurleit- ari hópur en sálsýkifræðingarnir mundi slíkri skilgrein- ingu verða hrundið þegar í stað, enda væri hún full- komin uppgjöf fræðilega séð. Samkvæmt skilgreiningu Mayrs, sem fyrr var vitnað til, eru tilraunir aðalrannsóknaraðferð þeirrar greinar líffræðinnar, sem hann kallar „starfræna líffræði“, og fæst við að skýra störf lífveranna. Spurning hennar er: „hvernig“? Gagnstætt þessari fræðigrein setur hann „þróunarlíffræðina“, en hún fæst við svaranir og störf lífveranna í samhengi hverrar við aðra, en meginspum- ingar hennar eru: „hvers vegna? hvernig hefur þetta orðið, og til hvers?“ í þróunarlíffræðinni gegna beinar athugasemdir í náttúrunni sjálfri öllu mikilvægara hlutverki en tilraun- irnar, og Mayr kvartar undan þeim almenna misskiln- ingi, að tilraunir séu eina raunhæfa rannsóknaraðferðin á sviði náttúruvísindanna. Hann segir meðal annars: „Ég get fullvissað yður um, að athuganir gerðar af ná- kvæmni og með fullkomnu vísindalegu aðhaldi era al- ger jafnoki tilraunanna“. Læknavísindi nútímans ættu ekki hvað sízt að leggja sér þetta á minni, því að þar hefur sú tilhneiging orðið drottnandi að meta meira niðurstöður tilrauna og tæknilega menntun en hinar beinu athuganir við sjúkrabeðinn. Mælt er að Viggo Christiansen, prófessor í taugasjúkdómum, hafi sagt, að læknisfræðileg viðfangsefni hefjist við sóttarsængina, flytjist þaðan inn í rannsóknarstofuna, og hverfi síðan aftur inn í sjúkraherbergið. Þessi ummæli standa óhögguð eins og þegar þau fyrst voru sögð. Og þau eiga ekki aðeins við um taugasjúkdóma, heldur við verkefni flestra greina líffræðinnar, að minnsta kosti ef Mayr hefur rétt fyrir sér. Þessu næst hljótum vér að spyrja, hvort rétt sé að skipa líffræðingunum í tvo starfsflokka líkt og eðlis- fræðingunum, þ. e. hugsuði og tilraunamenn. En þess er að gæta að eðlisfræði og líffræði eru ekki fullkom- lega samhliða, þar sem hreinni stærðfræði verður ekki við komið, nema við lítinn hlut líffræðilegra verkefna. Skörp verkaskipting milli tilraunamanna og líffræði- legra heimspeldnga er naumast æskileg, en því nauðsyn- legra er að gera ráðstafanir, til að efla heimspekilegan áhuga, skilning og menntun meðal allra þeirra, sem við líffræði fást. Fram að þessu hefur allt kapp verið lagt á að lyfta tilraunarannsóknum og þróa hæfileika manna á því sviði jafnframt auldnni tækni. Aðeins fáir menn hafa með áhuga og hæfileikum til heimspekilegra hug- leiðinga á sviði líffræðinnar unnið merkileg störf einir og óstuddir, t. d. með fullkomnum yfirlitsritum um ýmsar greinar líffræðinnar. En þeir hafa fengið tak- markaðar þakkir fyrir störf sín, að minnsta kosti þegar dæmt hefur verið um verðleika þeirra til háskóla- kennslu og líkra embætta. Vafalaust er fjöldi líffræði- legra staðreynda fyrir hendi, sem safnað hefur verið af þeim mönnum, sem allt kapp leggja á tilraunastarf- ið. En þessar staðreyndir koma ekki að fullum notum 388 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.