Heima er bezt - 01.10.1962, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.10.1962, Qupperneq 11
vegna þess, að of lítið er að því gert, að lyfta undir hæfileika manna til heimspeldlegrar úrvinnslu á þess- um staðreyndum. Það er skoðun Mayrs að nútíma ein- staklingurinn og þjóðfélagið í heild hafi mikið að sækja til þróunarlíffræðinnar. Og í vexti hennar og við- gangi eygir hann von um lausnina á ýmsum mestu vandamálum samtíðarinnar. Hann kemst svo að orði m. a.: „Það verður stöðugt ljósara, að líffræðin hefur meginhlutverki að gegna, til að brúa gjána milli vís- indanna og hinna almennu andlegu hugðarefna og þarfa mannsins". Hin almenna gagnrýni á náttúruvísindun- um, að þau séu einhvers konar sálarlaus ófreskja og ógnun gegn alheimi, nær ekki til þróunarlíffræðinnar. Hér eru mikilvægir hlutir í húfi. Þung er sú ábyrgð, sem hvílir á líffræðingunum. Enginn líffræðingur, sem gerir sér ábyrgð sína ljósa, fær skotið sér undan að hugsa um þessi mál. Þar skiptir engu hver staða hans er, hvort hann fæst einvörðungu við rannsóknir, er háskólaprófessor eða almennur skólakennari, sama á einnig við um alla lækna og þann hóp manna sem fæst við líffræðiiðkanir sem tómstundaiðju. Þegar skipaðir eru kennarar í líffræði, við háskóla eða aðrar mennta- stofnanir, þarf að meta heimspekileg viðhorf þeirra og gáfur meira en verið hefur. Það er sjálfsagður hlutur, að til kennara í líffræði þarf að gera miklar kröfur um kunnáttu í tilraunatækni. En hinu má ekki gleyma, að líffræðingur með heimspekilega þjálfun að bakhjarli ásamt sæmilegri tæknimenntun, er betur fallinn til þess að ala upp unga líffræðinga en snillingur á tilrauna- sviðinu, ef hann skortir hina heimspekilegu undirstöðu. Þegar meta skal hæfni manna til kennslu í líffræði við hinar æðri menntastofnanir, ber því að Hta meira en verið hefur á þekkingu manna og hæfileika til að leggja heimspekilegt mat á viðfangsefni líffræðinnar. Þá má og minna á, að þekking eins og prófvitnisburð- ir er ekki nóg til að meta hæfileika mannsins, heldur hljóta almennar gáfur hans og persónuleiki að vera þung lóð á vogarskálinni. En þótt hugarfarsbreyting kennaranna sé nauðsyn- leg, er engu síður nauðsyn á breyttum viðhorfum nem- endanna. Vísindunum og iðkendum þeirra er alvarleg hætta búin af hinu þindarlausa kapphlaupi eftir þekk- ingu og þurrum staðreyndum, sem nú er drottnandi meðal námsmanna allt frá upphafi námsferils þeirra. En í hinum hörðu kröfum um hagnýtan árangur, hef- ur oss hingað til sézt yfir þessa hættu. En þetta kapp- hlaup er hinn lakasti jarðvegur, sem hugsazt getur fyr- ir viðgang heimspekilegra lífsviðhorfa, sem er sterkasta driffjöðrin í öllum sönnum vísindum. Kapphlaupið um þennan lærdóm dregur taum þeirra unglinga, sem fljót- ir eru að tileinka sér hlutina, þótt þeir séu gjörsneidd- ir frumlegri hugsun, á kostnað hinna, sem seinni eru í viðbrögðum, og sökkva sér niður í hugsun um hlutina og eðli þeirra, mætti þar nefna menn eins og Charles Darwin og Niels Finsen, sem hvorugur naut sín á skóla- bekk. Vér gætum að lokum orðað þetta svo: Hin hærri stig skólakerfisins hafa fram að þessu alið upp og ýtt undir lærdómshroka á kostnað þess lítillætis, sem er göfugasta kennitákn allra sannra vísinda. St. Std. þýddi. Bréfaskipti Kolbrún S. Hilmarsdóttir, Digranesvegi 12a, Kópavogi, ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Ingibjörg V. Auðunsdóttir, Hlíðarvegi 23, Kópavogi, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Ingibjör Einarsdóttir, Arnhólsstöðum, Skriðdal, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15— 16 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Guðrún Einarsdpttir, Arnhólsstöðum, Skriðdal, S.Múl. ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 20 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Sigurlaug Jóhannesdóttir, Ægissíðu, Vatnsnesi, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13— 15 ára. Hulda Hjörleifsdóttir, Kleppsveg 4, Reykjavík, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—15 ára (helzt í sveit). Ragnheiður Skjaldardóttir, Skjöldólfsstöðum, Jökuldal, N.- Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13-14 ára. Birna Guðmundsdóttir, Baldurshaga, Egilsstaðakauptúni, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrin- um 10—12 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Guðrún Hjaltadóttir, Snotrunesi, Borgarfirði (eystra), ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 11—12 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Sóley Jónsdóttir, Kleifum, Kaldbaksvík, Strand., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. Æski- legt að mynd fylgi. Elsa Jónsdóttir, Kleifum, Kaldbaksvík, Strand, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—18 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Anna Jóhannesdóttir, Syðra-Hvarfi, Svarfaðardal, pr. Dal- vík, óskar eftir bréfaskiptum við drengi og stúlkur á aldrinum 13---14 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Sólveig Pétursdóttir, Eyri, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára. Æskilegt að rnynd fylgi. Elísa Jónsdóttir, Eyri, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfaskipt- um við pilta á aldrinum 16—18 ára. Ingigerður Jónsdóttir, Eyri, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 18—20 ára. Ragnheiður S. Steinbjörnsdóttir, Asi. Ragnheiður mín. A bréfinu þínu var ekkert heimilisfang, nema As. Nú þarftu að skrifa okkur aftur og setja á bréfið þitt póststöð og sýslu. Guðrún Helga Guðmundsdóttir, Austurhól, Hornafirði, A.- Skaft., óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 18—21 árs. Æskilegt að mynd fylgi. Anna Jónsdóttir, Munaðarnesi, Ingólfsfirði, Strand. óskar eftir bréfaskiptum við krakka á aldrinum 11—12 ára. Æski- legt að mynd fylgi. Heima er bezt 339

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.