Heima er bezt - 01.10.1962, Side 13
sem Anna gamla sat og spann. Anna gamla hafði verið
vinnukona á Bakka yfir 40 ár og öllum þótti vænt um
hana. Þorkell sjálfur bar virðingu fyrir henni, því að
hún hafði gætt hans, þegar hann var lítið barn og Sig-
ríður unni henni eins og hún væri amma hennar. Siggi
kom sér vel við Onnu, sem sagði honum býsn af sög-
um og ævintýrum.
„Heyrðu, Siggi,“ sagði hún vingjarnlega, þegar
drengurinn kom inn, „ég hef hérna dálítið handa þér,“
hún rétti honum stóran kandísmola og nokkrar klein-
ur. „Þú ert góður drengur, sem hjálpar Hannesi og
Sigríði og segir engum frá því.“
Siggi hoppaði upp af kæti. Hún vissi þá leyndar-
málið, svo nú átti hann það með öðrum. Upp frá þeirn
degi var eins konar félagsskapur með þeim Önnu og
Sigga, þau töluðu aftur og fram um þetta mál.
„Það hlýtur að vera undarlegt að vera trúlofaður,“
sagði Siggi einn dag, „ég hef margsinnis tekið eftir því
að Sigríður þvær sér um hendurnar áður en hún les
bréfin frá honum, þó hún sé ekkert óhrein.“
Anna gamla brosti lítið eitt, en svaraði engu.
„Þegar ég verð stór,“ hélt Siggi áfram, „og fæ bréf
frá kærustunni minni, ætla ég alltaf að þvo mér um
hendurnar áður en ég les þau.“
„Gerðu það bara,“ smáhló Anna gamla, „það verður
kannske ekki vanþörf á því.“
Næstu tvö árin gekk lífið sinn vanagang, þar á
Bakka. Það var unnið úti og inni eftir venju. En samt
var orðin breyting þar, tryggðin og samheldnin sem
skapar hamingju á heimilinu og gerir það að traustri
borg var horfin. Framkoma Þorkels hafði jafnan verið
þurr og fyrirmannleg, en fólk tók sér það ekki nærri,
því það vissi að „Þorkell hafði hjarta úr gulli“, eins og
Anna gamla fullyrti. En þessi síðustu tvö ár var orðin
undarleg breyting á honum, hann var orðinn viðkvæm-
ur og uppstökkur og eins og hann væri sífellt á verði
með það að menn bæru virðingu fyrir honum og orð-
um hans. Það kom fyrir að hann sleppti sér í stjórn-
lausan ofsa, ef hann mætti nokkurri mótspyrnu. í
hreppsnefndinni hafði þetta hvað eftir annað komið
honum í óhæga afstöðu. Á heimilinu varð þetta til
þess að Gunnhildur og Sigríður fjarlægðust hann.
Gunnhildur reyndi að mýkja skap hans, en þreyttist
á því með tímanum, sambúðin varð kveljandi þögul.
Þorkell hafði reynt að koma því í kring að Sigríður
giftist elzta syni Þormóðs, en mætti þá svo sterkri
mótspyrnu, bæði hjá Sigríði og Gunnhildi að hann
neyddist til að vísa þeim giftingarmálum frá sér fyrir
fullt og allt og var ákaflega óánægður með þau mála-
lok. Enn þá verra var þó, þegar Sigríður, sem hafði
fengið leyfi til að heimsækja móðursystur sína í Reykja-
vík, skrifaði með næsta pósti að hún og Hannes hefðu
gift sig í dagstofunni hjá dómkirkjuprestinum, viku
eftir að hún kom til bæjarins. Hannes hafði haft góða
stöðu tvö síðastliðin ár, sem skrifari hjá sýslumanni suð-
ur á landi. Hann hafði séð sér fært að taka jörð á leigu.
Sýslumaðurinn hafði útvegað leyfisbréf, svo Hannes
og Sigríður þurftu ekki að láta lýsa með sér og verið
þeim hjálplegur með eitt og annað. Kvöldið sem Þor-
kell og Gunnhildur fengu þessar fréttir, sat hann lengi
við borðið í svefnherberginu, án þess að segja eitt orð.
Gunnhildur sat gegnt honum, las í biblíunni og bað
fyrir sér í hljóði.
„Þorkell,“ sagði hún um síðir, „vertu ekki svona
hryggur. Það hefur vissulega verið vilji Guðs að Sig-
ríður og Hannes yrðu hjón, og þá þýðir ekkert fyrir
mennina að setja sig upp á móti því.“
Þokell svaraði ekki.
„Mér finnst að við ættum að skrifa þeim,“ hélt hún
áfram, „og gefa þeim blessun okkar. Mér finnst líka
að okkur standi nær en sýslumanninum, að hjálpa þeim
til að koma fótum fyrir sig.“
„Ég vil ekki heyra eitt orð um þessa dóttur, sem svo
skammarlega hefur svikið föður sinn, og þennan slána,
sem hefur leitt sorg og skömm yfir heimili okkar.“
„Þorkell,“ sagði Gunnhildur alvarleg, „ég er hrædd
um að þú kallir óhamingju yfir okkur með þverlyndi
þínu. ,Hver sem heyrir orð mín og breytir ekki eftir
þeim, hann byggir hús sitt á sandi,1 stendur í ritning-
unni.“
Það varð löng þögn.
„Þessi síðustu tvö ár höfum við ekki verið ham-
ingjusöm, Þorkell.“
„Er það allt mér að kenna,“ þrumaði hann. „Hafið
ekki bæði þú og Sigríður orðið mér afhuga, af því
þessi náungi hefur narrað ykkur. Jafnvel Anna gamla
er mér mótsnúin. Ég vil ekki heyra eitt orð um hann
framar. Svo lengi sem ég lifi, kemur hann ekki inn
fyrir dyr á Bakka. Ef þau lenda á sveitinni, þá læt ég
þau sjálf um það.“
Gunnhildur sá að bezt væri að segja ekki fleira og
fór fram í eldhús, Þegar hún kom inn aftur var Þor-
kell háttaður. Hvorugt talaði fleira það kvöld.
Það hðu 4 ár. Þorkell spurði aldrei eftir Sigríði, hann
vissi þó að Gunnhildur frétti frá henni oft og einatt.
Einn dag sagði hún honum að Sigríður væri búin að
eignast son.
„Gott er að það er farsællega afstaðið,“ svaraði Þor-
kell í svo köldum róm að Gunnhildur fór að gráta.
Veður var kyrrt og frosthart, dag einn snemma í
desember. Maður með tvo til reiðar fór eftir Lauga-
veginum í Reykjavík áleiðis út úr bænum. Það var
Þorkell á Bakka. Hann hafði verið kallaður af yfir-
völdunum, til þess að bera vitni í erfðamáli og nú var
hann að fara heim. Hann naut hins fagra útsýnis vfir
höfnina og hrímhvít fjöllin. Það var gott að vera kom-
inn út úr bænum og geta látið hestana spretta úr spori.
Eftir nokkurra stunda ferð tók að þykkna í lofti. Það
var alveg kyrrt og þó heyrðust undarleg hljóð frá
Heima er bezt 341