Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 15

Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 15
PALL GISLASON: / C^Jarl Bender hét maður danskur. Hann var verzlunarstjóri á ýmsum stöðum austanlands, . en á Borgarfirði þegar þessi saga gerðist. Eitt sinn um vetur þurfti hann einhverra erinda til Seyðisfjarðar og hugðist koma þeirri ferð bezt fram með því að fara gangandi um fjöll til Hér- aðs og upp eftir því á móts við Seyðisfjörð. En til fylgdar við sig yfir Seyðisfjarðarheiði fékk Bender ungan mann, Guðmund Guðmundsson, Ekkjufellsseli í Fellum. Þetta var á Góu. Gekk sú ferð að óskum því veður og færi var gott. Þegar í kaupstaðinn kom hitti Guðmundur Héraðs- menn nokkra, sem þá voru búnir áð ljúka erindum sín- um, og samdist svo með þeim, að þeir yrðu allir sam- ferða upp fyrir næsta dag. Morguninn eftir var brostin á norðan stórhríð með miklu frosti. Vildi Guðmundur þá hvergi fara, því hon- um mun ekki hafa verið á móti skapi að hafa einhverja skemmtan af för þessari. Elinir kváðust fara hvað sem veðri liði og vildi hann þá ekki á orð sín ganga og bjóst til ferðar með þeim. Upp úr Seyðisfirði lá leið þeirra um margar brekkur brattar og háar og sóttist þeim seint ferðin gegn veðrinu og færð spilltist óðum. Eoks er þeir náðu brúninni, þar sem Efri-Stafur heitir, töldu samferðamenn Guðmundar veðrið óstætt og órat- andi og sögðust nú snúa við. En þá fór sem fyrr, að Guðmundur var ekki á sama máli, kvaðst hann ekki vilja hafa erfiði án erindis — bað þá vera blessaða og stefndi einn til heiðarinnar. . Símalína lá þá yfir heiðina og náði Guðmundur Guðm. Guðmundsson, bóndi á Hauksstöðum, Jökuldal. henni, og enda þótt varla sæist af fótum fram hvað þá milli staura, gat hann fylgt henni yfir heiðina. Af vest- urbrún lá síminn á ská niður brekkurnar um skóglendi og fjarri bæjum. Vildi Guðmundur alls ekki þann kost iengur að fylgja símanum. Fór hann þá norður yfir ár- gil það sem þar er í brúninni og tók stefnu þaðan á bæinn Evvindará, sem stendur í Héraði miðlínis á milli fjalls og fljóts. Fór Guðmundur nú sem beinast niður allar brekkur, en sem hann kenndist við að vera kom- inn á undirlendi er hann ekki eins viss með stefnuna; veðurstaða ekki eins örugg þar þegar slær fyrir fell og ása, dagur þrotinn og náttmyrkur komið til viðbót- ar hríðinni, grunar, að hann fari nú villur vegar. Um síðir kemur hann á hól einn og grillir í þúst nokkra sem reyndist fjárhús vera. Þótti Guðmundi nú að vísu gott ef hann gæti gert hlé á glímu þessari sem svo lengi og sleitulaust hafði staðið, sá þó fram á að dauf mundi vistin verða þegar til lengdar léti. Gerðist hann nú líka hressingarþurfi, því ekki hafði hann haft ann- að til viðurværis um daginn en morgunkaffið á Seyðis- firði. Ekki bar Guðmundur kennsl á þennan stað, og datt í hug að hann væri staddur á beitárhúsum fjarri bæjum eða í túnfæti. Til að prófa þetta gekk hann í allar áttir út frá húsinu en fór þó ekki svo langt að hann væri ekki viss með að ná því aftur, og í einni þeirri tilraun rakst hann á Eyvindarárbæinn, og kvaddi dyra sterklega. Var fljótt til dyra gengið og Guðmundi tekið með kærleikum. Þótti mönnum á Eyvindará gest- koma þessi með ólíkindum, því ekki var talið fært að fara til beitarhúsa þar um daginn. Þá bjó á Eyvindará Sveinn Árnason og var á vist með honum tengdafaðir hans aldraður er Einar hét. Hafði hann áður búið lengi á Eyvindará og veitt mörg- um ferðamanni skjól og beina án endurgjalds. Og enn, eftir 50 ár, er Guðmundi það ríkt í minni hvað hinn aldni bóndi lét sér annt um, að hann fengi sem bezta aðhlynningu. Lét hann mjólka kýr og Guðmund nærast fyrst á spenvolgri mjólk, eldur var upp kveiktur og kjöt soð- ið svo ekki gekk hann svangur til sængur. Ekki varð Guðmundi meint af för þessari, nema hvað hann kól dálítið á andliti. Guðmundur Guðmundsson á nú langan búskap að baki á Jökuldal og telja menn hann lítt eða ekki hafa hvikað frá stefnu, hvað sem um var að gera — ganga fjöll einn saman eða sitja að sumbli. Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.