Heima er bezt - 01.10.1962, Page 17

Heima er bezt - 01.10.1962, Page 17
Sigurjón Friðriksson, Ytrihlið. trukkum frá Kaupfélagi Héraðsbúa sem voru á leið til Akureyrar. Var þá komin allmikil snjókoma og stinnings kaldi, og er kom austur á Lönguhlíð var slóð trukkanna orðin nærri full með köflum, og tafsamt að aka vegna dimmviðris. Þó gekk greiðara er verulega fór að halla undan og varð færð ekki til tafar ofan á Jökuldalinn en allmikil snjókoma var. Léttum við ekki fyrr en kom að Hvanná, en þar voru kassar af Jökul- dal, var klukkan þá um 8.30. Þar á hlaðinu mættum við Benedikt bónda í Hjarðarhaga, sem var að koma á vörubíl sínum neðan af fjörðum. Taldi hann að nú væri öskubylur á Fjarðarheiði. Ekki vorum við trúaðir á að verra veður væri þar en norður á fjallgörðum. Þáðum við kvöldmat hjá Einari hreppstjóra og konu hans, og fengum leyfi til að vekja hann upp um nótt- ina á vesturleið til að fá benzín, áður en lagt væri á heiðina. Meðan við stönzuðum þar hringdi Erlendur sýslumaður og bað okkur að fara ekki frá Egilsstöðum fyrr en jeppi sem væri á leið frá Reyðarfirði væri kom- inn og hefðum við samflot yfir Fjarðarheiði, en hann var með kassa úr fjörðunum svo og einn yfirkjör- stjórnarmann Sigfús Jóelsson. Héldum við síðan af stað áleiðis til Egilsstaða með viðkomu á Hrafnabjörg- um en þar var kassinn úr Jökulsárhlíðinni. Þegar utarlega á Dalinn kom fór að hvessa en ekki var mikil snjókoma. Þegar kom austur í Lágheiði var veður svo vont að skyggni var ekki nema rétt fram fyrir bílinn, en var þó strax mildara er kom ofan í Fellin og niður við Lagarfljót var vegurinn auður að mestu. Staðnæmzt var við pósthúsið á F.gilsstöðum og afhenti póstmeistarinn, Sigríður Jónsdóttir, okkur alla kassa af Héraðinu norðan Breiðdalsheiðar, og vorum við þá orðnir með alls 16 kassa. Fórum við nú að svip- ast um eftir Reyðarfjarðarbílnum, ókum við um þorp- ið en urðum einskis vísari og vorum því að halda af stað er rússajeppi kom allt í einu aðvífandi, og reynd- ist það sá rétti, hafði honum gengið seint yfir Fagra- dal vegna dimmviðris. Á Egilsstöðum gekk á með dimmum éljum. Héldum við nú á heiðina. Ég hafði aldrei yfir Fjarðarheiði farið, en annar ferðafélagi minn, Örn, hafði farið nokkrum sinnum yfir hana fyr- ir 12—15 árum, er hann bjó upp í Fljótsdal. Vissi ég því ekkert um heiðina annað en það sem stóð á veg- vlsi við heiðina: „22 km á Seyðisfjörð“. Þegar upp í heiðina kom fór veður mjög versnandi, og er upp í brúnirnar kom var öskubylur. Þegar að heiðinni kom hafði bilað hjá mér keðja, og meðan hún var löguð hafði hinn bíllinn farið nokkuð fram úr og sást ekki meir. Á heiðinni var hríðin svo koldimm að rétt hjó öðru hverju ofan í auðan veginn framan við „húddið“ á bílnum og sigum við áfram í fyrsta gír yfir háheið- ina og urðum þó oft að stanza alveg því ekki sást glóra, og hefði verið nokkur snjór á veginum var úti- lokað að aka hann, en hann er vel uppbyggður og hvassviðrið mikið, svo að ekki festi á honum. Þótti mér þetta óralöng leið, en ég hafði búizt við aðeins stundar akstri. Þegar ofan í Stafina kom, en svo heita tvö bröttustu klifin austan í heiðinni, fór veður heldur skánandi, og þar ókum við fram á hinn bílinn, sem beið okkar þar. Gekk nú greiðar síðasta spölinn á áfangastaðinn. Á Seyðisfirði var norðaustan hvassviðri og slydda. Enginn okkar var nú svo fróður að vita gjörla hvar sýslumann væri að finna, og vorum við að snúast, þar sem við töldum líklegast að finna hann. Enginn maður var sjáanlegur enda klukkan nokkuð gengin eitt um nóttina. Eftir stutta stund kom þó Erlendur akandi í bíl sínum á eftir okkur, hafði séð ljósin. Afhentum við nú farangur okkar, og að því loknu bauð sýslumaður okkur upp á hressingu, sem við þáðum með þökkum. Sátum við góða stund inni hjá honum, hlustuðum á kosningafréttir og þáðum góðan beina. Gleymdum við nú alveg um stund veðri, færð og þessari 220 km leið sem nú var ófarin heim aftur. Eftir svo sem klukkustundar viðdvöl kvöddum við gestgjafa okkar og héldum aftur af stað á heiðina, báð- ir bílarnir, og ætluðum að verða samferða til Egils- staða, var þá ldukkan nærri tvö eftir miðnætti. Útsýn af Fjarðarheiði yfir Fljótsdalshérað hefur löngu verið annáluð fyrir fegurð, en nú hamast höfuð- skepnurnar ásamt náttmyrkrinu við að gera hana sem minnsta, og áttum við ferðafélagar ekki að fá að líta þá fegurð í þetta sinn. Þegar upp á heiðina kom var veðrið svipað og áður um kvöldið, nema hvað enn torsóttara reyndist að aka sökum þess að nú var veðr- ið nærri því í fangið, og hlóð svo á rúðurnar að þurrk- urnar höfðu ekki við, og þurftum við alltaf að vera að fara út til að verka af þeim og stóð mjög stutt þar til þær voru fullar aftur. Þar kom líka að minn bíll fór að hiksta, gekk fjúkið svo inn á vélina sökum hvass- veðursins að kerti blotnuðu og gekk hann ekki nema á þremur, varð nú að setja í lága drifið og öðru hvoru að snúa honum undan veðrinu, en þá ruddi hann sig furðu fljótt. Loks fór að halla undan og fór þá bíll- inn að ganga eðlilega og sóttist nú ferðin vel ofan heiðina, enda skánaði veðrið þegar ofan í brekkurnar kom. Þegar kom að Egilsstöðum kvöddum við ferðafélaga okkar af Reyðarfirði og héldum norður yfir Lagar- fljót. Var nú nærri stöðug hríð með allmiklum stormi, en þó ekki það dimmt að allgott var að aka eftir lág- Heima er bezt 345

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.