Heima er bezt - 01.10.1962, Side 24

Heima er bezt - 01.10.1962, Side 24
mér að birta hér eitt vinsælasta ljóðið. Lagið þekkja margir og kunna. Og hér kemur ljóðið: Aður oft ég hef arkað þennan veg, gerast gamalkunnir götusteinarnir og ég. Loks mér ljós er nú Ijúfust staðreynd sú: þetta er gatan mín því hér býrð þú. Eitthvað leiddi mig, eitthvað seiddi mig. Eru tré og fuglasöngur hvergi nema hér? Er hér einhver dýrð ei sem verður skýrð? Hún er sú ein að hérna þú býrð. f æðum ástarþrá brennur. Ókunn sælukennd gagntekur mig. Mitt hjartablóð hraðar rennur við hugsun þá að brátt ég muni líta þig. Allir stara á mig, engu skiptir það af því ég vil hvergi vera nema á þessum stað. Ég er nær þér nú, nóg er gleðin sú. Hér er gatan mín, hérna býrð þú. Ása á Sólbakka og margir fleiri biðja um ljóðið, „Mamma mírí1. Höfundur Ijóðsins er Jenni Jónsson, en Alfreð Clausen hefur sungið það á hljómplötu. Ég man það elsku mamma mín hve mild var höndin þín. Að koma upp í kjöltu þér var kærust óskin mín, þá söngst þú við mig lítið lag þín ljúf var rödd og vær. Ó, elsku góða mamma mín þín minning er svo kær. Ég sofnaði við sönginn þinn í sælli aftanró og varir kysstu vanga minn það var mín hjartans fró. Er vaknaði ég af værum blund var þá nóttin fjær. Ó, elsku góða mamma mín þín minning er svo kær. Og enn þá ómar röddin þín svo rík í hjarta mér er nóttin kemur dagur dvín í draumi ég er hjá þér. Þá syngur þú mitt litla lag þín ljúf er rödd og vær. Ó, elsku hjartans mamma mín þín minning er svo kær. Fleiri verða ljóðin ekki í þetta sinn. Stefán Jónsson. Þorkell á Bakka Framhald a£ bls. 342. „Kallaðu á manninn þinn,“ sagði Þorkell næsta morgun, „ég þarf að tala við ykkur bæði.“ Þegar Hannes kom inn horfðust þeir í augu nokkrar sekúndur án þess að segja nokkurt orð. Svo rétti Þor- kell fram hönd sína. „Geturðu fyrirgefið mér, Hannes?“ spurði hann stillilega. „Það er ég sem á að biðja þig um fyrirgefningu, tengdafaðir. Ég tók Sigríði frá þér.“ „Ég sé svo vel nú, að það er æðri stjórn sem hefur stýrt þessu öllu í höfn,“ sagði Þorkell. „Hann hefur sýnt mér hver ég er, hégómlegur og drambsamur mað- ur — reglulegur heimskingi. Hann hefur dæmt í máli okkar.“ Það varð þögn. Sigríður tók hönd föður síns og strauk henni um kinn sína. „Hvernig stóð á að þið fóruð að láta drenginn heita ÞorkeI?“ spurði hann. „Sigríði hefur alltaf þótt svo vænt um þig,“ svaraði Hannes. „Ég stakk upp á því að láta drenginn heita í höfuðið á þér, til þess að gleðja hana.“ Það varð aftur löng þögn. Þorkell var auðsjáanlega í mikilli geðshræringu, en reyndi að hafa stjórn á sér. „Nú skil ég Gunnhildi,“ mælti hann lágri röddu. „Hvernig færi fyrir okkur vesælum og syndugum manneskjum, ef við ættum ekki frelsarann,“ það hef ég svo oft heyrt hana segja — já ég var vissulega for- tapaður, það sé ég nú.“ Sigríður og Hannes sátu lengi við rúm Þorkels. Öll voru þau fátöluð, þau voru of hamingjusöm og hrærð til þess að tala. Svo var komið inn með börnin, svo afi fengi að sjá litlu systur, sem ekki var nema tveggja mánaða gömul. Næsta dag sagði læknirinn að Þorkell yrði að vera um kyrrt þar á bænum 2—3 mánuði, fyrr væri hann ekki ferðafær. Þá var ákveðið að senda mann norður að sækja Gunnhildi, þeim taldist til að hún gæti verið komin til þeirra viku fyrir jól. „Hvað Gunnhildur verður hamingjusöm, þegar hún veit hvernig Guð hefur heyrt bænir hennar og snúið öllu til góðs,“ sagði Þorkell. „Það er slæmt að Anna gamla og Siggi geta ekki komið líka.“ En það var ekki hægt, Anna gamla var orðin svo hrum og Siggi sá um heimilið í fjarveru húsbóndans. „Hannes,“ sagði Sigríður, „ég er svo glöð að ég á ekki orð til að lýsa því. Eigum við ekki að syngja sálminn: „Lofið vorn Drottinn?“ Þegar búið var að syngja sálminn, mælti Þorkell hrærðri röddu: „Ég get tekið undir með sálmaskáldinu sem segir: ,Til auðmýktar mitt hjarta hrær... .‘ Guði sé lof og þökk, hann sýndi mér synd mína og leysti mig úr viðjum hennar.“ Una Þ. Árnadóttir, Kálfsstöðum, Skagafirði, þýddi. '352 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.