Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 26

Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 26
„Nú fer að fjölga hér á Múla,“ sagði hann broshýr við Ástríði. „Og gæti fjölgað hér enn meir, ef þú giftir þig,“ svaraði hún. Þá tók Bjössi minn stærsta skrefið, sem hann hafði stigið á ævinni: „Meinarðu mig og þig? “ spurði hann og var nú kominn alveg til hennar. „Hvað ég meini....“ byrjaði hún, en Bjössi minn skellti þá hrömmunum utan um hana, og þar með var sigurinn unninn. Seinna meir sagði hann Ástu frá, hvernig þetta hefði gengið til: „Eg tók utan um hana, og þá var bara eins og hún yrði máttlaus, svo kyssti hún mig, og ég kyssti hana, og þar með vorum við trúlofuð. Hefði ég vitað að þetta væri svona auðvelt, hefði ég verið löngu búinn að taka utan um einhverja.“ „En þá hefðirðu ekki fengið Ástríði,“ sagði Ásta. „Nei, það er satt,“ sagði Bjössi minn. „Þetta hafa verið forlög.“ Hann skellti kossi á kinnina á Ástu. „Kyssi ég ekki bara vel núorðið? Ég er búinn að læra mikið. Ástríður segir, að ég sé að verðá ágætur.“ „Ég get ekki dæmt um það, Bjössi minn, hve mikið þér hefur farið fram, þú hefur aldrei kysst mig fyrr,“ svaraði Ásta brosandi. „Að hugsa sér, þú ert búin að vera hér heilan vetur, og ég hef aldrei kysst þig fyrr, annar eins kvennamað- ur og ég er þó orðinn!“ sagði Bjössi minn og réð sér varla fyrir kæti. Hann gaf Ingu litlu og Litlakút sína ána hvoru. Ásta fékk tvær, sína frá hvoru þeirra hjóna- efnanna, sagði hann. Ástríður var Ástu mjög góð og vildi endilega, að hún léti skíra litla drenginn, um leið og þau giftu sig, en það átti nú ekki að draga lengi. „Næsta vor verður aftur skírt hér í Múla,“ hvíslaði Bjössi minn að Ástu. „í það minnsta vona ég það.“ Ásta vonaði það líka. — Ástríður sagði einu sinni við Ástu, eftir að hafa virt drenginn fyrir sér: „Ekki á Friðgeir hann.“ „Nei,“ svaraði Ásta hljóðlega. „Ert þú ekkert hneyksluð á mér?“ „Nei,“ svaraði Ástríður. „Þakkaðu bara guði fyrir, hve þau eru frísk og efnileg. Þú átt þá einhvern til að halla þér að í ellinni, ef þú giftir þig ekki, og svo er það óbeinlínis þessum karlmanni að þakka, að ég get nú bráðum talizt húsfreyja hér. Ekki sæti það á mér að hneykslast á tilveru hans.“-------- Ásta gladdist við að sjá, hve drengurinn líktist föð- ur sínum. Hún kallaði hann Kalla allt frá fæðingu. — Bara að hún hefði mátt senda Ingunni skeyti, en það þorði hún ekki. Það var bezt hún ætti drenginn ein. XIII. Örlagagátan leyst. Dúlla var nýbúin að fá bréf frá systur sinni, sem átti heima í sömu sveit og Múli var, þó langt væri á milli bæjanna. Hún færði systur sinni þær fréttir, að Bjössi minn í Múla ætlaði að fara að gifta sig þessari Ástu, eða hvað hún hét, ráðskonunni, sem hann hefði feng- ið, hún væri einhvers staðar austan af fjörðum. Einnig lét hún þess getið, að fjölgað hefði í Múla, því nú væri nýfætt bam þar, og annað ársgamalt, og líklega yrði Bjössi minn að stækka bæinn, ef eitt barn bættist við á ári, eins og búast mætti við, þegar Bjössi minn loks færi á kreik. Hún gleymdi að geta þess, að það væri ekki konuefni Bjössa, sem börnin ætti. Hlæjandi sagði Dúlla þeim í bílnum frá Bjössa mín- um, meðan þau óku heim til Ingunnar. Sveinn varð, hugsi. Gat þetta ekki átt við Ástu? Hún hafði einmitt haldið í vesturátt, og lengi var hann búinn að gruna ástæðuna fyrir brottför hennar. Þau fóru öll inn til Ingunnar, sem var föl og óróleg. Sveinn bað Dúllu að lofa Ingunni að lesa bréfið. „Hún, hún, það er hún, ég er alveg viss um það,“ sagði Ingunn æst. „Eitthvað verður að gera.“ Þau töluðu öll hvert í kapp við annað. Bjössi minn og Ásta að verða hjón! Dúlla var stórhneyksluð. En Ingunn sagði, að ekki væri nema von, að blessað barnið gripi til einhverra örþrifaráða. Hún væri varla annað en barn sjálf og ætti nú tvö ungbörn og vissi auðvitað ekki annað, en að Kalli væri giftur. Hún vissi ekkert um lygasögur Sólveigar. „Karlsen?“ át Dúlla upp eftir henni. „Já, hver heldurðu að eigi barnið.“ Ingunn var gröm yfir skilningsleysi stúlkunnar. „Við verðum að ná sambandi við Kalla strax,“ sagði Sveinn, „og senda Ástu skeyti um, að hún megi ekki gifta sig,“ sagði Ingunn. Nú voru send skeyti í allar áttir. Sveinn átti að senda Ástu skeyti að hún mætti ekki gifta sig, hann var svo æstur, að hann setti sitt nafn undir, en ekki Ingunnar, eins og hann hafði þó ætlað að gera. Ásta skildi hvorki upp né niður. Var Sveinn að verða eitthvað skrítinn? Loks hafðist upp á Karlsen og hann boðaður heim strax. Loks kom svar frá honum, þar sem sagði, að hann kæmi með flugvél seint um kvöldið eða nóttina. Hann hélt að eitthvað hefði komið fyrir, því Sveinn orðaði skeytið og setti sitt nafn undir. Honum létti því mjög, er hann sá móður sína á vell- inum, þegar flugvélin lenti laust eftir klukkan 5 sunnu- dagsmorguninn. „Þú segir honum ekki neitt, Sveinn,“ sagði Ingunn. „Láttu mig tala við hann.“ í örfáum orðum sagði hún honum frá bréfinu, sem Dúlla hefði fengið, og nú væri komið fram undir morg- unn giftingardagsins. Ekki minntist hún á barnið. Nasavængir Karlsens titruðu, og kjálkavöðvarnir urðu harðir. Hann horfði í vestur hálfluktum augum. Svo snaraðist hann inn í bílinn. _354 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.