Heima er bezt - 01.10.1962, Blaðsíða 27
„Þú ratar,“ sagði hann við Svein.
„Nei, en Dúlla hlýtur að gera það,“ svaraði Sveinn.
Karlsen ók heim til Dúllu.
„Vertu kominn með hana út eftir tvær mínútur,
annars fer ég!“ sagði hann.
Dúlla flaug nærri niður tröppurnar, hún var í nátt-
kjólnum innundir kápunni og berfætt í skónum, en
Sveinn kom hlaupandi með fötin hennar í fanginu, hún
gæti klætt sig í bílnum!
Langa lengi var ekki mælt orð af munni í bílnum.
Svipur Karlsens var harður og ákveðinn. Hann ók svo
brjálæðislega hratt, að jafnvel Sveini þótti nóg um, og
var hann þó vanur að láta gamminn geysa úti á veg-
unum. Ingunn hélt sér í framsætið með báðum hönd-
um og starði fram á veginn, en Dúlla reyndi að klæða
sig og laga hárið á sér.
Nálin á hraðamælinum hélt sig lengi við 100, en
skreið svo upp í 120. Karlsen beit á jaxlinn og hugsaði
um það eitt að halda veginum. Á blindhæð mætti hann
bíl, þeir æddu áfram, og mátti ekki muna hársbreidd,
að þeir skyllu saman.
„Bölvaður afglapi er þetta,“ tautaði norðan-maður-
inn skelkaður. „Þarna munaði þó mjóu!“
Nú tók vegurinn að versna, svo Karlsen mátti draga
úr hraðanum. Hver klukkustundin leið á fætur ann-
arri. Sólin skein brennheit í heiði, og bóndabæirnir
þutu fram hjá, hver á fætur öðrum. Á hádegi voru
þau komin að bænum, þar sem systir Dúllu bjó. Þar
nam Karlsen loks staðar og lofaði þeim að rétta úr sér.
En þarna var enginn heima, svo þau héldu strax af stað,
en nú kom babb í bátinn. Farið var að styttast á kirkju-
staðinn, er þeim mætti ófæra, sem enginn komst yfir
nema fuglinn fljúgandi. Breið og vatnsmikil á beljaði
þarna fram milli tveggja brúarstólpa, en brúin sjálf var
horfin, henni hafði auðsjáanlega skolað burt í vorleys-
ingunum.
Dúllu lá við gráti, en Karlsen sneri hið bráðasta við
og ók sömu leið til baka. Dúlla hafði sagt að önnur
brú væri rétt fyrir ofan kaupstaðinn, og þangað urðu
þau nú að fara. Vegurinn var holottur og illa viðhald-
ið. Bíllinn hentist til, slampaðist fram a milli drullu-
polla og skvetti leir og for upp a ruðurnar. Klukkan
var orðin hálf þrjú, þegar þau loks komu á kirkjustað-
inn. Það gat verið búið að gifta.
Karlsen æddi af stað á skyrtunni, en Sveinn náði
honum aftur við kirkjudyrnar, og hann færði sig í
jakkann.
Þau opnuðu hurðina varlega og gengu inn. Með-
hjálparinn kom þegar hann sá þau, og lét fólkið rýma
til, svo þau fengju sæti í aftasta bekknum.
„Er búið að gifta?“ spurði Ingunn í lágum hljóðum
konu, sem sat framan við hana. Konan kinkaði kolli
brosandi.
„Já, en nú á að skíra.“
Karlsen fannst hann ætla að kafna, þegar hann heyrði
orð konunnar. Hann losaði hálsbindið og hneppti upp
efstu tölunni í skyrtunni. Héðan af var of seint að
gera nokkuð.
Ásta stóð nú upp og gekk upp að altarinu með ofur-
lítinn anga í reifum. Presturinn las hinn venjulega
skírnar-formála og spurði síðan, hvað barnið ætti að
heita.
„Karl,“ svaraði Ásta hátt og skýrt.
Karlsen hafði horft niður fyrir fætur sér. Hann þoldi
ekki að horfa á þessa stúlku standa þarna haldandi ann-
ars manns barni undir skírn. Hann hrökk við, þegar
hann heyrði nafnið.
„Karl,“ sagði presturinn, „ég skíri þig til nafns föð-
urins, sonarins og hins heilaga anda.“
Karlsen starði á Ástu. Hví lét hún drenginn heita
hans nafni?
Milt angurvært bros lék um andlit Ástu, er hún sneri
sér við og gekk til sætis síns.
„Mamma,“ kallaði barnsrödd. Inga litla brá sér nið-
ur úr fangi Ástríðar, sem setið hafði með hana, og
trítlaði á móti móður sinni. —
Svo var þessu lokið. Fólkið gekk út úr kirkjunni og
hópaðist utan um brúðhjónin með blessunar- og ham-
ingjusókir sínar. Ásta beið þangað til flestir voru farn-
ir. Þá gekk hún fram gólfið með drenginn sinn, vaf-
in í sæng, í fanginu, en lét Ingu litlu ganga á undan sér.
Þær gengu hægt fram gólfið. Inga litla starði upp í
loftið undrandi á svip og ofurlítið smeyk við allt þetta
stóra fólk og þetta undarlega hús.
Ásta horfði niður fyrir fætur sér og tók því ekki
eftir háa manninum, sem hraðaði sér á móti henni með
framréttar hendur. Karlsen hafði nú loks skilizt, að
Ásta var alls ekki brúðurin, heldur þessi fullorðna kona,
sem gengin var út.
„Ásta!“
Hún nam staðar og leit upp, og það varð engu minni
undrun í svip hennar en litlu dótturinnar. Áður en
hún fengi áttað sig, var hún í örmum hans.
Karlsen tautaði í hálfum hljóðum:
„Ég var svo hræddur, Ásta, svo hræddur um, að þú
værir gift. Þá fann ég fyrst, hve innilega heitt ég unni
þér, ástin mín. Ég hef reynt að gleyma þér. Fyrst þú
straukst frá okkur, reyndi ég að telja mér trú um, að
þú værir ekki þess verð að muna þig. Hvers vegna
fórstu, Ásta?“
Hún tók sængina utan af litla drengnum og lagði
hann þegjandi í arma hans.
Karlsen horfði á þessa smækkuðu útgáfu af sjálfum
sér. Svo sagði hann innilega: „Sonur minn, litli sonur-
inn minn! En því sagðirðu mér ekki frá þessu, Ásta,
heldur en að strjúka burt?“
„Kalli, þú sendir mömmu þinni símskeyti um að þú
værir giftur, er það þá ekki satt?“
__ „Nei, Ásta! Ég er ekki giftur og hef aldrei verið það!
Ég skal segja þér alla þá sögu seinna!“
Nú kom Ingunn, sem tekið hafði litlu nöfnu sína á
handlegg sér. Hún faðmaði Ástu að sér og sagði:
Framhald.
Heima er bezt 3 55