Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 28

Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 28
EIRÍKUR SIGURBERGSSON: Eftir EU ÁTTUNDI HLUTI En áður en Sveinki fékk tíma til að færa sönnur á mál sitt, komu sannanirnar út í dyrnar, því þar birtist sem sé Brynjólfur og séra Ingimundur í eigin persónu. Það má segja þar við, að á dauða sínum áttu þeir von, Gvendur og Steini, en ekki á þessu. Sá maður var ekki til undir sólinni, sem Steini bar meiri virðingu fyrir en einmitt séra Ingimundur. í bernsku hafði hon- um fundizt presturinn allt að því æðri vera. Áttu þeir heima langt hvor frá öðrum, og hafði Steini aldrei séð prest öðru vísi en í kirkju, í fullum skrúða fyrir altari eða í hempu gnæfandi í stólnum, nema árlega, er hann kom að húsvitja. En þá settu þau pabbi Steina og mamma upp svo mikinn hátíðasvip, að annað eins sást aldrei þar á heimilinu, nema þegar verið var að lesa húslestur. Auðvitað urðu þá öll börnin að sitja eins og brúður, enda datt engum þeirra í hug að æmta né skræmta, varla að hreyfa sig. Og svo þegar að því kom, að Steini fór að læra kverið og ganga til spurninga, stóð hann frammi fyrir séra Ingimundi með óttabland- inni lotningu, svo að nærri lá, að það háði honum við spurningarnar. Engu að síður hafði honum gengið all- sæmilega með Ponta, þótt hann væri ekki talinn neinn skemmtilestur. Hafði prestur farið lofsamlegum orðum um Steina litla við foreldra hans og raðað honum við altarið á mjög svo viðunanlegum stað, er hann fermd- ist, að minnsta kosti, þegar tekið er tillit til þess, að foreldrar hans römbuðu svona á sveitarbarminum, svo engu mátti skeika með þau, að heimilið færi yfir um og börnin boðin upp. En upp frá þessu fannst Steina, að hann stæði alltaf í þakkarskuld við séra Ingimund, enda alltaf kostað kapps um að koma prúðmannlega fram í návist hans. Þess skal og getið, að Steina hafði veitzt það auðvelt, með því að hann var hæglátur og 356 Heima er bezt dagfarsgóður piltur. Engu að síður átti hann til að reiðast illa, ef hann reiddist á annað borð. Gvendur aftur á móti hafði haft nánari kynni af séra Ingimundi, með því að hann hafði verið vinnu- maður hjá honum fyrir nokkrum árum. Hafði Gvendi líkað vel á Laugum og vafalaust orðið þar lengur en raun varð á, ef annað hefði ekki valdið því, að hann ákvað að flytja þaðan. Það var sem sé um þær mundir, að Gvendur gekk á biðilsbuxum, sem aldrei skyldi ver- ið hafa. Hafði skollinn skotið honum þeirri fyrru í brjóst, að vinnukona, sem þar var á staðnum, myndi henta honum prýðilega fyrir konu. Var hann svo sann- færður um þetta, að hann sá þau í anda gefin saman í kirkjunni á Laugum af sjálfum séra Ingimundi. Vinnu- kona þessi var kölluð Manga. Var hún þá á sínum sokkabandsárum, ung og kát og þótti lagleg. Var þetta til að örfa Gvend í ákvörðun sinni. Sýndist honum ekki betur, en að Manga væri honum ekki fráhverf. Þó undraði Gvend það nokkuð, að Manga var þá helzt uppveðruð við hann, er aðrir voru nálægt, en vildi ekkert við hann tala og forðaði sér á burt, ef svo vildi til, að þau urðu tvö ein. Um þetta hugsað Gvendur löngum fram og aftur og fannst, að þessa hegðun Möngu mætti skilja á tvo vegu. Og því miður varð honum á að túlka hana sér í vil. í þessu stappi hafði staðið í heilt ár, er nýr vinnu- maður kom á prófastssetrið um krossmessuna. En þannig stóð á því, að maður, sem lengi hafði verið sauðamaður hjá prófasti, gifti sig og fór að búa eins og gerist og gengur. Að sjálfsögðu hafði hann tilkynnt presti þessa ætlun sína með venjulegum fyrirvara. Stóð þá svo á þar í sókninni, að engin maður var á lausum kili, svo að prófastur gerði sér lítið fyrir og skrifaði

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.