Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 31

Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 31
Þótti mönnum, sem nóg væri fyrir af svo góðu. Liðu svo tímar fram. Tæpu ári síðar kom svo Manga sjálf, auðvitað með annan króga í eftirdragi, annan Pál. Hafði hún verið send á sína sveit, með því að menn töldu sig geta kom- izt af án hennar í Reykjavík. Palli aftur á móti var týndur. Var ekki nema um tvennt að ræða, annað hvort hafði hann orðið bergnuminn, eða flúið land á einhverri duggunni, og þó hvort tveggja jafn ósenni- legt. Hann hafði týnzt eitt haustið, er hann var að koma úr kaupavinnu norðan úr landi. Hafði síðast spurzt til hans fyrir vestan, á æskustöðvum hans. Svo fór um sjóferð þá. Manga komin aftur. Gvend- ur minntist orða prófasts í kirkjugarðinum forðum. Það var önnur Manga, sem kom en sú, sem fór. Allar þessar minningar höfðu skotið upp kollinum í huga Gvendar um leið og prófastur kom út í bæjar- dyrnar á Bökkunum. Þeim varð því báðum félögum fremur óhægt um mál. Þó gátu þeir stunið upp: „Gott kvöld.“ „Hvaða ansvítans hávaði er í ukkur?“ sagði Bryn- jólfur. „Hvað gengur á? Af hverju farið þið ekki af baki?“ Og enn vafðist þeim tunga um tönn. Sveinki stóð beint fyrir framan stofugluggann og skein ljósið úr stofunni framan í hann. En er þeir Gvendur og Steini svöruðu ekki strax, gaut Sveinki augunum ýmist á þá eða Brynjólf og sagði: „Ég held þeir séu ekki almennilega komnir enn þá.“ Nú var Steini búinn að ná sér það, að hann gat bros- að. Varð hann að viðurkenna, að nokkuð var til í því, sem strákur sagði. „Sleðarnir eru hérna skammt fyrir sunnan,“ sagði hann. „Gvendi fannst víst ég vera kominn of langt á undan og hleypti Rauð til þess að ná í mig. En við það fældist Stjarni, svo ég réð ekkert við hann og hljóp hann með mig hingað heim.“ „Hvar er Bleikur og Brúnn?“ spurði húsbóndinn. „Fyrir sleðunum,“ svaraði Steini. „Þið verðið að fara strax og ná í þá. F.r ekki Stjarni orðinn stilltur aftur?“ „Það held ég,“ sagði Steini og sneri Stjarna við og lagði af stað út í myrkrið í hægðum sínum. Gvendur fylgdi fast á eftir. En um leið og þeir riðu úr hlaði, sagði Brynjólfur: „Funduð þið nokkuð rekið?“ „Ýmislegt,“ sagði Steini og hélt áfram. „Hvað til dæmis?“ kallaði Brynjólfur. „Dauðan mann,“ kallaði Gvendur. „Hvað segirðu?“ Nú nam Steini staðar og sneri sér við í hnakknum. „Já,“ sagði hann. „Við fundum sjórekið lík. Við erum með það á öðrum sleðanum. Hvar ættum við að láta það til morguns?“ Brynjólfur þagði andartak, en sagði svo: „Sækið sleðana snöggvast, við athugum það, þegar þið komið aftur.“ Þær voru komnar út í dyrnar líka, systurnar. Höfðu þær komið á hælum bænda sinna. „Eru þeir með lík?“ hvíslaði Kristín að manni sín- um, er þau gengu inn í bæjardyrnar. „Svo segja þeir,“ svaraði Brynjólfur. Þau fóru inn í hjónahúsið aftur. Þegar þangað kom, sá Brynjólfur, að Kristín var náföl. Honum varð bylt við og sagði: „Er þér illt, Kristín?“ Kristín hristi höfuðið. „Jú, það er ósköp að sjá þig, systir mín,“ sagði Ragnhildur, „þér hlýtur að vera illt.“ „Bara svolítið flökurt,“ sagði Kristín, og hallaði sér upp að systur sinni. „Ég ætla að biðja hana Guðrúnu að koma með vatn,“ sagði Brynjólfur og hraðaði sér fram og kallaði á Guð- rúnu. Guðrún hafði verið inni í eldhúsi að steikja kleinur og var allt annað en hrifin af að hlaupa frá pottinum hálffullum af sjóðandi feiti. Kom hún fram í eldhús- dyrnar og spurði hvatskeytlega, hvað um væri að vera. Brynjólfur sagði sem var, að Kristínu væri illt, hún þyrfti að fá vatn. Þreif nú Guðrún kleinupottinn of- an, því satt að segja trúði hún ekki Gunnu fyrir hon- um. Var Guðrún fljót í ferðum. Gaf hún Kristínu að dreypa á vatninu og neri hana síðan um enni og hvirfil með rennvotri hendinni. Hresstist Kristín brátt við þessa læknisaðgerð. Sneri hún sér að manni sínum og sagði í lágum hljóðum: „Hvar ætlarðu að láta það?“ „Hvar ætlar hann að láta hvað?“ spurði Guðrún. „Líkið, sem þeir eru með,“ hvíslaði Kristín. „Hvað? Eru þeir með lík?“ „Já,“ sagði Brynjólfur. „Það verður látið inn fyrir skemmudymar í nótt.“ „Svo verður bezt að fara með það strax í fyrramál- ið upp í kirkju,“ sagði séra Ingimundur. Og það var gert. Steini fór með það í bíti um morg- uninn á sleða og hafði Sveinka með sér. Átti hann því næst að koma við hjá Jóni ríka á Skarði. Þótti rétt að láta hann vita, að lík hefði fundizt austan við fjöru- markið og ekki ólíklegt, að fleira því líkt kynni að leynast á Gljúfurnesfjöru. Þótti prófasti satt að segja hin mesta nauðsyn, að farið yrði á næstu fjömr og gengið úr skugga um, hvort þar væri nokkuð úr skipi því, er augljóst þótti að farizt hefði þarna út af sönd- unurn. Var það einkum með tilliti til skipshafnarinnar, því ekki var ólíklegt, að fleirum hefði skolað á land en þessum eina.... Þegar þeir Steini og Sveinki komu að Skarði, var Jón sjálfur úti staddur. Mættu þeir honum á hlaðinu, þar sem hann kom kjagandi á leið í smiðju. Hafði hann setið þar við smíðar, en orðið að bregða sér frá. Ætl- aði hann nú að halda smíðunum áfram og var asi á honum því hann óttaðist, að tekið væri að kulna í glóð- unum. Leit hann sem snöggvast til komumanna og tók lítt kveðju þeirra. Hraðaði hann sér áfram. Steini sneri Heima er bezt 359

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.