Heima er bezt - 01.10.1962, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.10.1962, Qupperneq 32
við á eftir honum og fylgdi honum að smiðjunni. Fór þar af baki og bað Sveinka að halda í hestana. Þegar Steini kom að smiðjudyrunum, var Jón far- inn að blása í glæðurnar og reyna að lífga eldinn. Virt- ist það ekki ætla að ganga vel. Var auðséð, að Jón var ekki í sólskinsskapi. Stóð nú Steini stundarkorn í smiðjudyrum. Mælti enginn orð frá munni. Sá Steini, að við svo búið mátti ekki standa, langaði hann lítið til að híma þama lengi, en hafði allan hugann á að nota birtuna til þess að komast heim. „Erindið var nú til yðar, Jón,“ sagði hann og sté öðrum fæti inn fyrir þröskuldinn. „Jæja,“ svaraði Jón og púaði í eldinn. „Við fórum á fjöru í gær, við Gvendur,“ hélt Steini áfram. Nú rétti Jón úr sér og sagði: „Þið farið nokkuð oft á fjöru. Það er auðvitað, að það er ekki langt fyrir ukkur að fara, miðað við okk- ur hér. Þið getið farið tvær ferðir meðan við förum eina. Enda er það furðulegt, hvað þið eruð búnir að viða að ukkur síðan í haust.“ „Við fundum dauðan mann á Gljúfurnesfjöru,“ hélt Steini áfram. „Á Gljúfurnesfjöru?“ át Jón eftir. „Fóruð þið aust- ur á Gljúfurnesfjöru? Flver bað ukkur um það?“ „Enginn,“ sagði Steini og var ekki laust við að kæmi á hann. „Gvendur hljóp rétt austur fyrir markið af því að hann sá stígvélið frá markinu.“ „Svo Gvendur hljóp rétt austur fyrir markið af því að hann sá stígvélið frá markinu,“ át Jón eftir og hermdi eftir Steina. „Hann hefur kannske ætlað að hirða stígvélið — og færa mér það hingað upp eftir,“ bætti hann við og hló. Nú var Steina farið að renna í skap. Hann stillti sig þó og sagði: „Prófasturinn telur rétt, að riðið sé á næstu fjörur, því líklegt er, að skip hafi farizt þarna í veðrinu um áramótin og eitthvað kunni að hafa rekið af skipshöfn- inni fleira en þessi eini maður.“ „Svo prófastur vill að riðið sé á fjörur til þess að smala líkum? Langar kannske til að fá þau til þess að jarða? Gæti hann ekki fengið mág sinn til að taka að sér að ríða á fjörurnar? Hann fengist kannske til þess.“ Steini anzaði þessu ekki, en fór á bak og sagði: „Ég hef skilað erindinu, Jón. Ég bið yður að minn- ast þess.“ „Ég skal minnast þess,“ svaraði Jón. „Já, ég skal minnast þess.“ Um leið og þeir riðu úr hlaði leit Sveinki um öxl og sagði: „Stígvélið er komið upp í kirkju, Jón. Þér getið víst sótt það þangað fyrir honum Gvendi.“ X. Snemma morguns daginn eftir var Einar hreppstjóri á Melum að dunda fram í stofu. Það var meira en lítið embætti í þá daga að vera hreppstjóri. Hreppstjórinn átti yfirleitt að vasast í öllu og vera með nefið ofan í hvers manns kirnu í hreppnum, eða helzt var það sjá á instruxinu. Einar var sem oftar að blaða í því. Það var merkileg reglugerð og hin mesta nauðsyn hverj- um hreppstjóra að kunna það utanbókar. Leið varla sá dagur, að Einar blaðaði ekki í handbók þessari, og var honum orðið efni hennar allljóst. Allt í einu var hreppstjóri rifinn upp úr lestrinum við það, að hundarnir tóku að gelta og maður reið í hlað. Var komumaður með hund og bar allt við í senn, að maðurinn fór af baki og hundarnir ruku saman með urri og óhljóðum. Þurftu þeir endilega að velja sér fyrir vettvang hlaðið fyrir framan stofuna og sá hrepp- stjóri hausunum á þeim bregða fyrir út um gluggann. En hvort heldur það var nú af því, að í instruxinu er óbeint að því vikið, að hreppstjóri eigi að skerast í leikinn, ef hundar rífast úr hófi fram, til dæmis við kirkju, eða að ástæðan var önnur, þá er svo mikið víst, að Einar reis á fætur og hraðaði sér út eins fljótt og virðuleiki hans frekast leyfði. En er út á hlaðið kom, voru menn í óða önn að skilja hundana, enda höfðu þá hreppstjóra-hundarnir rifið annað eyrað af aðkomu- hundinum. Ýlfraði hann ámátlega og bar sig illa, en það varð til þess, að hinir urðu hálfu æstari og ákafari að ganga af honum dauðum. Mátti segja, að úr þessu yrði almenn hervæðing á hreppstjórasetrinu. Hlupu menn fram með bareflum og stóryrðum, og varð end- irinn sá, að hundskarninu varð bjargað frá bráðum bana. Gafst nú fyrst tími til að fagna gestinum. Var hann enginn annar en signor Jón Bárðarson hinn ríki á Skarði. „Þeir gætu verið betur vandir, hundarnir hjá hrepp- stjóranum,“ sagði Jón. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa hund í eftirdragi, þótt riðið sé milli bæja,“ sagði hreppstjóri og bauð gestinum í stofu. Lét hann Jón setjast á kistuna hinum megin við borðið, en gekk sjálfur að hornskápnum, náði í tvö staup og brennivínsflösku og settist fyrir framan gestinn. Síðan hellti hreppstjórinn á staupin og bauð þeim ríka að smakka á. Að því loknu hófust sam- ræður. Framhald. Bréfaskipti Ingunn Sóley Jónsdóttir, Asbrún, Stöðvarfirði, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12— 14 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Erla Jónsdótir, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavogi, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Elisabet Guðrún Guðmundsdóttir, Melum, Árneshreppi, Strand., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldr- inum la—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi. 360 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.