Heima er bezt - 01.10.1962, Side 35

Heima er bezt - 01.10.1962, Side 35
109. Ég geng ofan eftir til Mikka. Eftir hverju skyldi hann vera að leita þarna? Varla gæti felustaðurinn verið þarna. Ekki er það sennilegt. Ég ætla nú samt að athuga þetta nánara, fyrst hann er að þessu krafsi. 110. En með hverju á ég að grafa? Ég hef hvorki haka né skóflu. En ég hef á- gætan slíðruhníf, og nú smíða ég mér traustan haka úr brotinni trjágrein og ætla svo að grafa og pæla með honum þarna inn á milli steinanna. 111. Von mín glæðist nú á ný. Kannske ég finni nú fjársjóðinn hér! Og nú fer ég að grafa af kappi. Þetta gengur nú fremur seint, en sæmilega þó. Og allt í einu rekst ég þarna á dálítinn tréhlera, sem. ... 112. Ég keppist við gröftinn, og innan skamms hef ég sópað frá rnold og möl, svo allur hlerinn og umbúnaður hans kemur í ljós. Og nú brýt ég upp hlerann skjálfandi af eftirvæntingu. 113. Hann er traustur og opnast stirð- lega á ryðguðum hjörunum. Fyrir innan er dimmur skúti. Ég kveiki á vasaljósinu mínu og sé þá þarna fyrir innan lítinn trékassa eða skrín. 114. Ég hef hjartslátt. Hér er ekkert vafamál! Hér eru peningarnir í skrín- inu! Ég næ í kassann. Fyrir utan heldur Mikki áfram krafsi sínu! Ég ætla að gá að því, hverju það sætir. 115. Ég má ekki vera að velta þessu fyrir mér, því allt í einu sperrir Mikki eyrun og stekkur upp með miklu gelti og hleypur síðan gjammandi upp á hól- inn. — Eru einhverjir að koma? 116. Ég verð að reyna að fela mig! Að minnsta kosti verð ég að fela kassann. Ég sé nú tvo menn koma gangandi upp hólinn hinum megin, og ég flýti mér á bak við steinahrúgu skammt undan. 117. Mennirnir hafa auðvitað orðið mín varir. En það gerir ekkert til. Aðal- atriðið er það, að þeir finni ekki kass- ann! Ég hleyp eins hratt og ég get. Og nú kalla mennirnir á eftir mér....

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.