Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 4
LAUGA GEIR: ann Gunnar Kartöflu-kóngur Garðar-byggðar í Norður-Dakóta egar minnst er á nafnið Hall í íslenzku byggð- inni í Norður-Dakóta, detta manni óðar ósjálf- rátt í hug hrúgur og haugar af kartöflum og hrannir af kartöflupokum, svo að myndað gæti öflugan varnargarð, ef styrjöld bæri að höndum. Feðgarnir Jóhann G. Hall og synir hans fimm eru stundum nefndir kartöflu-kóngar. Réttara væri þó að kalla synina prinsa, en kóngurinn í þessu kartöfluveldi væri þá Ijúfa gamalmennið, Jóhann Gunnar Hall. Jóhann fæddist nálægt Gimli í Nýja íslandi í Kan- ada 12. marz 1879. Þangað komu foreldrar hans, Jónas Hallgrímsson Hall og kona hans, Sigríður Kristjáns- dóttir, frá Mvllulæk (Millbrook) í Ontaríó-fylki. Til Vesturheims komu þau úr Suður-Þingeyjarsýslu árið 1874. Eins árs gamall fluttist Jóhann með foreldrum sínum og þrem árum eldri bróður, Steingrími — sem nú er vist- maður á elliheimilinu Betel á Gimli — til Garðar í Norð- ur-Dakóta, þar sem faðir þeirra nam heimilisréttar- land. Auk þessara tveggja drengja eignuðust þau hjón- in fjóra aðra drengi: Frímann, Walhalla í Norður- Dakóta, Ásvald í Wynyard, Sask., Jakob og Franklín, báðir í Garðar-byggð. Árið 1904 kvæntist Jóhann Hósíönnu Jósefsdóttur Walter, hinni ágætustu konu. Varð þeim hjónum 11 barna auðið. Eru synirnir þessir: Jósef, Björn, Vilhjálm- ur, Eðvarð og Jón. Dæturnar eru: María, Ingibjörg, Karólína, Rósalind, Pálína og Lilja. Heimili þessarar stóru fjölskyldu var jafnan annálað fyrir gestrisni og myndarskap. Hjónin Jóhann Gunnar Hall og Hósianna Jósefsdóttir Walter ásamt börnum sínum. 228 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.