Heima er bezt - 01.07.1963, Side 5

Heima er bezt - 01.07.1963, Side 5
Bugarður Jóhanns Gunnars Hall. Móðixin, Hósíanna, andaðist 2. sept. 1956. Þótt börn- in séu nú öll komin úr föðurhúsum, hefur Jóhann til þessa dags getað dvalið að mestu á reisulegu heimili sínu, en í seinni tíð hefur hann oft verið til heimilis svo mánuðum sldpti hjá börnum sínum. Þrátt fyrir 83 ára aldur hefur hann enn, þegar hann er heima, yndi af að skreppa í smiðju sína, og þar segist hann eiga sínar sæl- ustu stundir. Þar fær meðfædd verklagni hans að njóta sín. Margt fleira gerir þó ellina friðsæla og ánægjulega fyrir þennan geðprúða öldung. Hann getur litið um öxl á einstakan starfsferil. Hann má telja frumkvöðul og brautryðjanda að ræktunariðnaði, sem nú er annál- aður, ekki aðeins í Dakóta-fylki, heldur einnig í mörg- um öðrum fylkjum, þar sem kartöflurækt er mikið stunduð. Þetta mikla starf hóf Jóhann árið 1928, þegar krepp- an mikla skall á og kreppti að flestum bændum. Til þess að reyna eitthvað til búbóta og eflingar erfiðum efnahag réðst Jóhann í að sá ágætum úrvals-kartöflum í eina ekru lands (ekra er 4—5 tíundu úr hektara). Þetta heppnaðist svo vel, að kartöflu-ekrunum fjölgaði ört ár frá ári, og 1959 voru þær orðnar 2000, og nú í ár (1962) var sáð í 2400 ekrur. Þessar landspildur eru á víð og dreif, og taka feðgarnir jarðarafnotin á leigu fyrir 15 dali hverja ekru. Ein spilda, sem þeir sáðu í, er t. d. 930 ekrur. Sökum þessarar geysimildu og síauknu rælctunar hafa feðgarnir orðið að byggja risastórar geymsluskemmur. Flin stærsta þeirra rúmar um 120.000 bushel (1 bushel er um 2 skeppur). Og alls rúma kartöflu-skemmur þeirra 500.000 bushel, og nemur það þessa árs uppskeru, því allar voru skemmurnar fullar nú í haust (1962). Vinnan hefst á vorin, þegar farið er að undirbúa jörðina til sáningar. Síðan er að skera kartöflurnar í hæfilega smábita og koma þeim í jörðina. Við þetta fær heill herskari karla og kvenna atvinnu um hríð. Síðan fer sumarið í það að halda illgresinu í skefjum og hirða akrana, svo að uppskeran verði sem mest og bezt. Einnig þarf að biðjast fyrir um regn eða þurrk, eftir þörfum, — þurrk meðan verið er að setja niður, en regn síðar á sumri, svo að kartöflurnar spretti vel. Áraskipti eru að bænheyrslu slíkra bæna, þótt byggða- fólkið sé jafn gott ár eftir ár. Að hausti, venjulega í september, hefst uppskera þess, sem sáð var. Og nú er öldin önnur á þeim vett- vangi. Gömlu frumherjarnir fóru í garðinn með skóflu, poka og hjólbörur. Konur og krakkar fylgdust með, til að tína upp kartöflurnar, sem karlinn gróf upp með skóflunni, og koma þeim í poka, sem karlinn ók síðan i hjólbörunum heim í kjallara. Ekki sjást slík vinnubrögð hjá þeim Halls-feðgum! Vél sem nefnist eða nefna mætti „uppskeruplóg“, er tengd við stóran dráttarbíl (trukk), fer yfir tvær raðir í einu, byltir upp kartöflunum og dembir þeim upp í bíhnn. Átta slíkar uppskeruvélar renna í halarófu. Þeg- Heima er hezt 229

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.