Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 7
slíkar stöðvar, fyrst i Edinborg og síðar í Hoople í N.- Dakóta. Þessar stöðvar eru hvítmálaðar innan. Þar hittir mað- ur fyrir fjölda fólks, bæði karla og konur í hvítum bún- ingum, svo að helzt minnir á sjúltrahús. Þar hafa allir sitt vissa verk að vinna. Kartöflurnar eru fluttar hing- að beint úr moldinni og dembt í gríðarstóran geymi (stamp), og þar skolast þær í hringiðu vatnsins, sem hreinþvær þær og knýr þær síðan í rennu, og fleytir þeim fram á borð, þar sem þær eru flokkaðar og síð- an látnar í pokana. A haustin vinna um 80 manns hjá þeim feðgum, en aðra tíma árs er vinnuliðið 25—30 manns. Er auðséð hvílík blessun það er fyrir sveitina, að svo margt fólk hefur fengið atvinnu þarna árum saman. Auðvitað þarf að ríkja ströng reglusemi og stjórn- skipulag í svona víðtækum atvinnurekstri. Verður því ábyrgðin á vissum starfsgreinum að skiptast á fleiri að- ila og falla í skaut ákveðinna manna. Hails-bræður hafa því skipt með sér verkum: t. d. eiga þeir Vilhjálmur og Jón að sjá um kaup á verkfærum og öllum útbúnaði. Þeir ráða líka alla verkamenn, greiða laun þeirra og annast sölu á marltaði. Jósef og Björn sjá um byggingu vöruskemmanna og allar smíðar og endurbætur bygg- inganna. Eðvarð er einn síns liðs og sér um og stjórnar viðgerð á öllum vélum og verkfærum. Er það mildl vinna og ábyrgð, þar sem vélafjöldi er geysimikill. Konur þeirra bræðra starfa líka og aðstoða menn sína. Kona Vilhjálms er bókari og hefur allt reikningshald- ið. Kona Jóns greiðir verkalaunin. Aðeins einn bræðr- anna er kvæntur alíslenzkri konu. Það er Jósef, sem er kvæntur Kristínu Geir, bróðurdóttur minni.----------- Allt það sem ég hér hefi sagt frá, hefur sprottið upp af þeim vísi, er Jóhann Gunnar Hall sáði úrvals-kart- öflum í eina ekru lands vorið 1928! Gleðilegt er það, hve bjart er yfir ævikveldi þessa mæta manns. Auk ástríkra bama hans gleðja hann tengdasynir og dætur og fjöldi barnabarna. Friður og ró ríkir í sálu hans, því þar speglast fagrar endurminn- ingar, sem lýsa áþekkt og þegar aftansólin varpar dýrð- legri birtu yfir land og sjóa! Ég get ekki stillt mig um að bæta hér við örfáum orðum, enda þótt það mætti virðast þarfleysa. Sumarið 1958 kom ég snöggvast á heimili Jóhanns G. Halls og sú heimsókn er mér minnisstæð. Engum, sem þar kemur dylst, að þar er um stórbýli að ræða, í fáorðum athugasemdum í vasabók minni hefi ég skrif- að, að tvö bændabýli skari fram úr þar í Dakóta-byggðum ís- lendinga, og er heimili J. G. Hall annað þeirra. Skal þess þó getið, að í byggðarlaginu öllu er óvenjulega vel og myndar- Lauga Geir, höjundur greinarinnar. lega búið. Byggingar eru þar miklar, dálítið gamlar, gefur það þeim meiri virðuleikablæ en, þar sem allt er nýtt af nál- inni, vélakostur mikill, og ræktun allt um kring svo langt sem augað eygir. Þeir munu ekki vera margir íslenzku sveita- bæirnir vestan hafs og austan, sem meiri reisn sé yfir, og sá er grunur minn, að lengi megi einnig leita meðal amerískra bænda af öðrum þjóðstofnum, sem myndarlegar búa. Það er þó ekki stærðin, sem mest vekur athygli gestsins, heldur miklu fremur snyrtimennskan og hagsýnin, sem einkennir þar allt stórt og smátt. En þó veitir gesturinn húsbóndanum mesta athygli. Jóhann ber aldurinn vel, og ekki hefði hvarflað að mér, að ég ætti þar tal við nær áttræðan mann, ef hann hefði ekki sagt mér það sjálfur. Hlýtt handtak hans, hressilegar og alúðlegar viðræður og innileg gestrisni verða gestinum ógleymanleg. Þótt Jóhann hafi dvalizt allan aldur sinn meðal enskumæl- andi þjóða mælir hann á íslenzku, likt og forfeður hans heima í Þingeyjarsýslu. Hann er léttur i máli og skýrir yfir- lætislaust frá störfum sínum og framkvæmdum, og leggur áherzlu á, að svo vel hafi tekizt, sem raun ber vitni um, sé hvað mest að þakka því, að þeir feðgar hafi unnið saman og skipt með sér störfum á þann hátt, sem hverjum hentaði bezt. Og tíðrætt verður honum um föður sinn, Jónas Hall, sem um langt skeið var einn af helztu forystumönnunum í islenzku nýlendunni í NorðurDakóta. Ég tafði einungis stutta stund á heimili Jóhanns Hall, en ég fór þaðan þeirri reynslunni ríkari, að hafa hitt þar ís- lenzkan bændahöfðingja og iðjuhöld í senn, sem sameinaði á hinn ágætasta hátt ættararf íslendingsins og viðhorf hins ameríska borgara. En svo hafa þeir margir gert frændur vorir þar vestra. St. Std. Heima er bezt 231

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.