Heima er bezt - 01.07.1963, Page 9

Heima er bezt - 01.07.1963, Page 9
HALLGRÍMUR FRÁ LJÁRSKÓGUM: Svipleiftur af söguspjöldum (Framhald) FÖGUR ER HLÍÐIN i. Njála geymir máttkar myndir manna og kvenna, — dyggðir, syndir, ferska drenglund, feril Marðar, feikn í raunum, ástir harðar, læging, heiður, ljós og skugga, ljóra byrgðan, opinn glugga. — Þandir strengir, beinir bogar, bjartir eldar, kaldir logar bresta og leiftra, fuðra og falla. — Forlög ráða, örlög kalla. Lifir setning, heillar hending, hetjur birtast, tvísýn lending, sveipast Ijóma sveinninn hraustur, sigurmætti armur traustur. Glæsimennska og afrek aflsins eiga leik að vinning taflsins. íturmenni íslands-sagna aldrei munu að fullu þagna. II. Gegnum aldir geymdi saga Gunnars trú á hetjudaga. Afreksmannsins orkuljómi, óskabarnsins stolt og sómi, mynd hins glæsta, mynd hins sterka markar leið til frægðarverka. — Blandast óður ættarbandsins ástarsýn til föðurlandsins. Gegnum aldir geymdi saga Gunnars tryggð við ættlands haga: Gleymast heit og gerðar sættir, gleymast mögn og örlögvættir, forsjá Njáls og feigðarspáin fyrnast, þegar innsta þráin hyllir kæran hlíðarvanga. Heimþrá vaknar. Blómin anga, áin niðar, fossar falla, frjóir, bleikir akrar kalla. Hvítir, ferskir sumarvindar krefja í tign og hvísla í hljóði, Opinn faðmur æskusveitar innst að hjartarótum leitar. — Utanferð og sýkna af sökum sölna fyrir þessum rökum. III. Gunnarshólma, Hlíð og landið, heimanferð og tryggðabandið, gullnar minjar mæddrar þjóðar, munarheima dýrsta óðar Jónas batt í Braga-veldi, — bjart er yfir skáldsins eldi, bergmál þess er þjóðin unni þekkti hann að dýpsta grunni. Nú er komin önnur öldin, aðrir túlka söguspjöldin, vega og meta fornu fræðin, fólksins eigu — sagnir, kvæðin, fornar geymdir dýrra daga dæmast — einföld lygasaga. En — kjarni þjóðar krefur yður: Kveðið fyrst hann Jónas niður. — Heima er bezt 233

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.