Heima er bezt - 01.07.1963, Side 10
BJORN R. ARNASON:
/
JóK
ann
Jónsson frá
U
ÆTT OG UPPHAF.
óhann fæddist 30. okt. 1876 að Hofi í Svarfaðar-
dal, sonur þeirra hjóna og ábúenda þar, Jóns Hall-
dórssonar og síðari konu hans, Sigurlaugar Sig-
fúsdóttur bónda í Gljúfurárkoti í Skíðadal. Fyrri
kona Jóns Halldórssonar var Filippía Þor\'aldsdóttir frá
Krossum á Árskógsströnd. Sonur Jóns af því hjóna-
bandi var Þorvaldur Jónsson smiður í Hrísey. Hann
átti Kristínu Einarsdóttur. Voru börn þeirra mörg og
mannvæn öll. Faðir Jóns Halldórssonar var Halldór
Bjarnason — á stundum nefndur Halldór ríki — Guð-
mundssonar. Kona Bjarna og móðir Halldórs var Ást-
ríður Játgeirs- eða Járngeirsdóttir Jónssonar í Vík í
Héðinsfirði. Má rekja þá ætt til Þorsteins Játgeirssonar
bónda að Kálfsá í Olafsfirði, er virðist hafa lifað á 17.
öld og fram yfir 1660. Eru og afkomendur hans nefnd-
ir Kálfsármenn eða Kálfsárætt. Margir hafa þeir Kálfs-
ármenn verið drjúgir í skiptum, fjáraflamenn og úr-
ræðagóðir, viljasterkir og tryggir hugsjónum sínum,
þolnir í mannraunum, um flest hinir mestu garpar, enda
skapgerðin heilsteypt og brestalaus, svo og gæddir
mannviti meira en gáfum. Kona Halldórs Bjamasonar
og móðir Jóns Halldórssonar var Sigríður Þorvalds-
dóttir, í móðurkyn af Hólsmönnum á Ufsaströnd. Auk
Jóns Halldórssonar vom tvö börn þeirra Halldórs og
Sigríðar, er upp komust: Halldór og Sigurbjörg. Hall-
dór Halldórsson drukknaði ofan um ís skammt frá landi
við Böggvisstaðasand og þá heitbundinn eða nýkvænt-
ur Soffíu Jónsdóttur, er þá er slysið varð, fór eigi ein.
Barn þeirra Halldórs og Soffíu var Halldóra, er síðar
átti Vigfús á Hellu á Arskógsströnd Vigfússon. Sigur-
björg Halldórsdóttir giftist ung Halldóri hreppstjóra í
Brekku í Svarfaðardal Rögnvaldssyni. Var hans seinni
kona. Áður hafði Halldór hreppstjóri átt Guðrúnu
Björnsdóttur frá Ytra-Garðshomi og með henni þá
Sveinbjörn smið og bónda í Brekku og Zóphónías pró-
fast í Viðvík. Öll voru börn þeirra Halldórs Bjarnason-
ar og Sigríðar Þorvaldsdóttur fríð sýnum, gjörvileg og
vel látin, átm og til þess ætt og erfðir.
Halldór Bjarnason bjó á ýmsum stöðum um neðan-
verðan Svarfaðardal og á Úfsaströnd. Lengst bjó hann
á Brimnesi (1849—1874), hefur og oftast verið við
Brimnes kenndur. Eftir Sigríði Þorvaldsdóttur hús-
freyju látna, bjó Halldór lengi með ráðskonu, er Ingi-
björg hét Benediktsdóttir prests í Hítarnesi Jónasson-
ar prests að Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Kona séra
Benedikts og móðir Ingibjargar var Ingibjörg Bjöms-
dóttir prests að Bólstaðarhlíð. Hún hafði áður átt Sig-
urð sýslumann Snorrason, að Stóru-Giljá í Húnavatns-
sýslu. Ingibjörg Benediktsdóttir var ekkja, þá er hún
réðist ráðskona til Halldórs Bjarnasonar. Hafði fyr átt
Jón Jónsson bókbindara í Leirárgörðum. Ingibjörg
Benediktsdóttir mun hafa verið stórlát kona nokkuð
svo og viljað halda uppi reisn ættar sinnar í orðum og
athöfnum. En Halldór Bjarnason hvort tveggja mein-
yrtur og kaldhæðinn og ekki talið sér skylt að lúta um-
komulítilli ættarhefð. Hafa gengið í Svarfaðardal frá-
sagnir um orðaskipti þeirra Halldórs og Ingibjargar, þó
niður falli um sinn. Er einnig þess að geta, að samvinna
þeirra eða samstarf við heimilis- og búsumsjá varð báð-
•um þessum ólíku persónum tii gagns og hamingju.
Munu bæði hafa kunnað hvort annað að meta, þegar
allt kom til alls.
ÆSKA OG UPPVÖXTUR.
Jón Halldórsson og Sigurlaug Sigfúsdóttir kona hans
fluttu frá Flofi 1886 og þá að Sauðanesi á Ufsaströnd.
Þar lézt Jón eftir smtta dvöl. En Sigurlaug hélt fram
búi á nokkrum hluta jarðarinnar til 1888. Brá þá búi,
en Jóhann sonur hennar fór að Hofi til Jóns Stefáns-
sonar og Júlíönu hálfsysmr sinnar, og er stutt frá að
segja, að með þeim var Jóhann á vist til fmmvaxta ald-
urs. Því næst gerðist hann vinnumaður og brátt við
hinn bezta orðstír. Jóhann Jónsson átti einn albróður,
er Halldór hét. Þegar Sigurlaug Sigfúsdóttir lét af bú-
skap á Sauðanesi árið 1888, fór hún í vinnumennsku og
þjónaði í þeirri stétt um nokkur ár og vann þannig fyr-
ir framfæri sínu og Halldórs sonar síns af miklum dugn-
aði. Halldór Jónsson lærði trésmíði, þá er hann hafði
aldur til, kvæntist og var búsettur á Akureyri til ævi-
loka. Sigurlaug Sigfúsdóttir bjó um ofanverða ævi sína
og allt til dánardægurs á Böggvisstaðasandi. Hafðist þar
við í ofurlitlutn portbyggðum torfbæ. Gerðist þar góð-
kunn meðal sveitarmanna, er til aðdrátta fóm á Böggv-
isstaðasand. En eigi síður hlynnti hún að sjómönnum,
þeim er þar höfðu uppsátur og byggistöð um vertíðir
234 Heima er bezt