Heima er bezt - 01.07.1963, Page 13
JÓN SIGURÐSSON, YZTAFELLI:
Frá Noréurnjara
(Framhald.)
NÁTTF ARA VlKUR.
ágöng blasa við handan við flóann frá Húsavík
að sjá, himinhá með hvítan skallann fram á
haust. Yggldar eru brúnir fjallsins með boga-
dregnum hrukkum, en standbjörg síðan til
sjávar og engin fjara, ófær leið alla daga. Sunnan við
Hágöng eru Náttfaravíkur. Þar er ekki undirlendi, en
ströndin brattalítil og gróin á um 10 km svæði.
Fjallhryggurinn milli Víknanna og Flateyjardalsheið-
ar er með tindum á arrnað þúsund metra háum á milli
gilja og skarða, sem geyma fyrningafannir. Víða eru
örmjóir kambar milli gilja beggja vegna, svo næstum
má sitja á þeim klofvega. Bratt er og hömrótt vestur
af til heiðardalsins, en ávali austur af niður til sjávar að
hamrahleinum við víkur og bása. Þama er leitótt og
giljótt og vel gróið hátt í hlíðar, margbreytt gróður-
sæld og kjarngresi.
Syðst á þessari grónu strönd fellur Purká til sjávar.
Nafnið er í fornum skjölum Svíná. En gamlar hégilju-
bæltur segja, að ekki megi nefna svín á sjó, heldur purk-,
það var af ótta við svínhvalinn, sem átti að vera hin
versta ófreskja í hafinu og mátti ekki heyra nafn sitt
nefnt, og nú er áin aldrei nefnd gamla nafninu. Hún
kemur af Kotadal, sem skerst í suðvestur og klofnar
innanvert. Dalbotni hallar mjög tál sjávar, og er áin því
mjög straumhörð. Meginvatnið kemur úr Vesturdal.
Suður af dalnum er jökulhetta á fjallinu, og gengur
lítill skriðjöltull í dalbotninn. Purká kemur þar úr jök-
ulporti. Áin er hið mesta forað, vatnsmikil löngum og
veltir grjóti. Austur úr Kotadal innarlega gengur skarð
í háfjallið austur til byggðar í Köldukinn, botn þess er
um 300—400 m yfir sjó. Það nefnist Kotaskarð eða Níp-
árskarð og er eina hestfæra leiðin í Náttfaravíkur, og
þó erfið og ógreið.
Norðan við skarðið er mikill fjallstöpull. Snarbrött
skriðuhlíð veit að Kotadal, og þaðan er mikið grjóthmn
í Purká. Fjallið heitir Brakandi að vestan. Frá norðri að
sjá rís það eins og heystabbi, og nefna sjómenn það
Galta. Austur að flóanum og flatlendu héraðinu em
ógengir hamrar, sums staðar að fjallsbrún, en annars
staðar eru skriður yfir klettunum. Þaðan að sjá nefn-
ist það Ógöngufjall.
Áðalleiðin í Náttfaravíkur er um fjömr undir hömr-
um fjallsins, aðeins fær gangandi mönnum um fjöru og
í brimlausum sjó, og gat þó verið háskaleið. Á 19. öld
dauðrotaðist þar maður af steinhruni. Snemma á þess-
ari öld fóru fjórir ungir menn norður fjörur á leið til
fjallskila. Fjara var nokkur, en mikið brim. Þeir ætluðu
að bíða lags á stóram steini í svonefndum Forvaða. Þá
kom mikið ólag og tók þá alla. Tveir þeirra voru nokk-
uð syndir og vatnsvanir. Þeim skilaði sjórinn til fjöru,
sínum hvorum megin Forvaðans, en hinum tveim hef-
ur hann aldrei skilað.
Oftar hafa menn bjargazt undan brimi við illan leik.
Innarlega í fjömnum er hellir. Þar var fræg trölla-
byggð, og átti Amór galdramaður á Sandi vinsamleg
skipti við hellisbúann. Þar varð Baldvin bóndi Sigurðs-
son í Naustavík einu sinni að dveljast heila jólanótt, en
hann flúði þangað undan ólagi, en brimið lokaði hellis-
munnanum alla nóttina og bvrgði hann inni.
Landslag og gróður er um flest ólíkt í Náttfaravík-
um því sem gerist í austursveitum Þingeyinga. Yfir
gnæfa tindamir, fjallaskörðin og fannaskálarnar. Margt
er þar lækja, stórra og smárra, er allir fossa niður bratt-
ann, um dældir og hvamma með töðugresi og blóm-
stóði, en lyng og kjörr af víði á hæðunum. Þama er
mjög ilmað úr grasi, og mikill ómur lækja og fugla á
vorin. Við sjóinn era víðast hvar klettar, skomir mörg-
um básum og víkum. Sums staðar eru þar einstigi í bás-
ana.
Heimafjara i Vík — lending. (Sjá 5. hefti.)
Heima er bezt 237