Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 14
Petrína Jóhannesdóttir og Sigurbjörn Sigurjónsson, síðustu ábúendur i Vargsnesi. Ekki hverfur hér sól vikum saman á sumrin og er þá glæsilegt miðnætursókkinið, og sjást þá ótrúlega fögur litbrigði í logni og ládauðum sjó, þegar sólin gyllir hamrasyllur og klettadrangarnir varpa skuggum í kynjamyndum, en hafið speglar himininn og hamra- ströndina. En ömurlegt er hér í vetrarbrimum og stór- hríðum; geta þá dögum og vikum saman lokazt allar leiðir til mannabyggða. Sólina sér ekki 10 vikur í skammdeginu. Hér eru úrkomur meiri en inni til sveita, bæði regn og snjóar, og veðurhæð mikil og brimasamt í hafátt. Vargsnes. Byggðin var kölluð í daglegu tali Víkmn- ar. Naustavík hefur jafnan verið aðaljörðin og löngum ein í bvggð. Svo var 1703, en 1712 var engin byggð í Víkum. Þá segir í Jarðabók Árna Magnússonar: „Vass- nes heitir eyðibúð skammt inn frá verstöðunni Rauðu- vík, sem byggðist um fáein ár, og fylgdi þessari búð lítil eður engin grasnyt, nema hafi hér verið nokkur ær.-------Skip átti búðarmaðurinn, sem hann fleytti, og lifði mestan part á þeim afla, sem hann fékk á bát- inn.“ Ekki vita menn um fasta byggð á Vargsnesi fyrr en 1843. En áður en við segjum frá ábúendum, munum við lýsa staðháttum. Rauðavík er norðust allra víknanna og básanna. Þar er rekasælt og festifjara bezt í Víkum, og þar sást móta fyrir 18 verbúðatóttum fornum. Fjallið yfir víkinni er mjög vel gróið og með skógarkjarri, en norðar vex bratti fjallsins, og gróður minnkar, unz kemur að hömrum undir Hágöngum. Bærinn á Vargsnesi stóð á nesi rétt sunnan við Rauðu- vík, og hallaði túni niður að sjávarhömrum, en einstigi varð að fara að lendingunni í Vargsnesbási. Leiðin inn til Naustavíkur var um bása marga og víkur inn með sjónum, og varð stundum að krækja hátt í fjallið á vetrum fyrir hálku eða harðfenni. Landgæði voru annáluð á Vargsnesi bæði til málnytu og vetrarbeitar. Lítið var þar gefið jafnan. Bæði var fjaran góð, ef til náðist, og hagsælt á brúnum hamra- bása. Meira var þó um björg úr sjó. Vargsnesbóndi reri löngum einn á báti eða með unglingum og léttingum. Skammt var að sækja í hvers konar afla og löngum fengsælt á haukalóð, meðan heilagfisld var að fá. Oft hafði bóndi með sér skotvopn og veiddi bæði fugl og sel. Ef að brimaði, meðan hann var í róðri, varð hann löngum að leita lendingar í Naustavík. Jón Magnússon hét landneminn 1843. Hann var af Víkingavatnsætt, en ekki er mér kunnugt um niðja hans. Naustavíkurland var þá eign Staðarkirkju, og var afgjaldið af Vargsnesi vætt af harðfiski (50 kíló). Jón byggði húsin á eiginn kostnað, og hélzt svo jafnan, að þar voru engin jarðarhús, en einn ábúandi keypti húsin af öðrum. Þau voru seld á 200 krónur árið 1875. Land- neminn Jón Magnússon bjó þar í 10 ár. Eftir Jón komu tveir ábúendur mjög skammæir. Árið 1859 flytur að Vargsnesi Sigurður Kristjánsson frá Ulugastöðum og Baldvin sonur hans, og bjuggu þeir 5 ár á Vargsnesi. Þeirra verður getið í Naustavík. Sigmundur Jónatansson frá Hofi á Flateyjardal var næsti Vargsnesbóndi. Frá 1870—1875 bjó á Vargsnesi Klemens Jónsson, Húnvetningur að ætt. Hann var greindur maður og röskur til máls. Hann var kjörinn í hina fyrstu hreppsnefnd, þótt hann byggi á nyrzta bæ í hinum 100 lon langa hreppi. Hann undi ekki svo miklu langræði til miðsveitar og fékk því Sören Áma- son á Geirbjarnarstöðum til þess að hafa við sig jarða- kaup. Haft var eftir Klemens, að á Vargsnesi „væri gull í hverri gjótu, og drypi smjör af hverju strái!“ Hann bjó á Geirbjarnarstöðum til elli og síðan lengi niðjar hans, sem nú era margir orðnir og víða dreifðir um landið. Sören Ámason, og síðar Hólmfríður Sigurðardóttir ekkja hans, bjuggu á Vargsnesi í tíu ár, frá 1875—1885. Þar var með þeim Helga dóttir þeirra, sem nú er ný- lega dáin meir en hundrað ára. Saga hennar hefur ver- ið sögð á prenti. Vænst þótti Helgu um Vargsnes af öllum þeim nær tuttugu jörðum, sem hún átti heim- ili á. Á árunum 1886—1887 kemur nýtt fólk í Vargsnes og Naustavík, sem heldur þar byggð, unz yfir lýkur. Benedikt Oddsson fluttist að Vargsnesi 1886. Hann var upprunninn sunnan af Fljótsheiði. Þar bjuggu þeir faðir hans og Benedikt föðurfaðir, sem var landnemi í Heiðarseli. Móðir hans var af Buchs-ætt, sem fjölmenn er í Þingeyjarsýslu. Hún er runnin frá Nikulási Buch, dönskum beyki, sem staðnæmdist hérlendis, og konu hans íslenzkri, sem var af kunnum ættum, sem rekja má til forneskju. Buchs-ætt hefur enn í dag glöggt sér- kenni. Þeir frændur eru flestir dökkhærðir og brún- eygðir, annáluð karlmenni margir hverjir, ekki sérlega hávaxnir, en því þreknari. Benedikt Oddsson var samanrekinn, skeggjaður mjög (Framhald á bls. 258.) 238 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.