Heima er bezt - 01.07.1963, Side 15

Heima er bezt - 01.07.1963, Side 15
BÖÐVAR MAGNÚSSON, LAUGARVATNI: Draumar FYRIRBOÐI DAUÐA SÉRA GÍSLA JÓNSSONAR Á MOSFELLI. Eins og svo oft áður gisti ég nálægt sumarmálum 1918 á Mosfelli hjá séra Gísla Jónssyni og konu hans, frú Sigrúnu Kjartansdóttur, í góðu yfirlæti sem endra- nær. Eftir að við höfðum rabbað saman alllengi fram eftir kvöldinu, háttuðum við séra Gísli saman í rúmi, sem var í herbergi innar af stofunni. Rúmið var stórt og dregið sundur og saman um miðju. Eitthvað vorum við að tala saman, eftir að við vorum háttaðir, þar á meðal um, hvað okkur myndi nú dreyma í nótt og svo framvegis. Skamma stund höfðum við sofið, en órólega, þegar ég og við báðir vöknuðum við það, að við vorum bún- ir að spyma rúminu sundur í tvennt. Lá ég í höfða- gaflinum, en prestur hafði fylgt fótagaflinum og var niður á gólfi. Sem að líkindum lætur, glaðvöknuðum við báðir, lög- uðum rúmið og fómm svo að spyrja hvor annan, hvað okkur hefði dreymt þessa stund, sem við höfðum sof- ið. Báðum hafði okkur liðið illa í svefninum, og mér fannst ég hafa martröð og vera feginn að geta rifið mig upp. Hef ég þá sennilega spymt rúminu sundur. Én nú voru það draumarnir okkar. Séra Gísli segir mér fyrst sinn draum, og var hann þannig, að hann þóttist koma einhvers staðar að og sá þá, að öll fram- þilin á bænum, — sem öll snem í suður, — vora horfin og einnig gaflhlöðin öll. Þótti honum draumurinn slæm- ur. — Ég varð lílta hálfhvumsa við, og því fremur, sem mig hafði líka dreymt illa. Spurði nú séra Gísli mig, hvað mig hefði dreymt, en ég taldi það hafa verið markleysu eina og myndi það heldur ekki. Ég kom mér einhvern veginn ekki að því að segja honum drauminn, þareð honum féll sinn draumur illa. En draumur minn var eitthvað á þá leið, að ég þóttist vera staddur á Mosfelli og komst hvergi ferða minna fyrir moldarhaugum á hlaðinu. Draumur minn var óglöggur, en mér þó erfiður. -------Ekki veit ég hvort þessir draumar okkar vora fyrir því, að þetta sama vor drukknaði séra Gísli í Þverá á Rangárvöllum og var fluttur andaður heim að Mosfelli. Þetta var í síðasta sinn sem ég gisti á Mosfelli að séra Gísla lifandi, og því er mér það svo minnisstætt. TVÍFARI. Það er alkunna, að talið hefur verið, að menn fari tví- fara, sem kallað er, það er að segja geri vart við sig eða sæjust á öðrum stað, en þeir væru staddir þá stundina. Þetta hefur oft komið fyrir, svo að ekki verður ve- fengt, en af hverju þetta stafar, er flestum óljóst, og skal engum getgátum að því leitt hér. Hins vegar vil ég segja frá einu atviki, sem fyrir mig kom einu sinni fyrir allmörgum árum. Haustið og sumarið 1913 var afar vont. Heyskapur var bæði illur og lítill, og auk annars gerði hér á Laug- arvatni aftaka norðanveður í byrjun september, og missti ég þá 350 hesta heys í því veðri. Var það slæm- ur undirbúningur undir næsta vetur, er var hinn versti, sem komið hefur á Suðurlandi á þessari öld. Hér í uppsveitum Árnessýslu mátti heita, að vetur legðist að upp úr réttum. Ég var því afar illa undir þenn- an vetur búinn. Kom ég þá mörgum hrossum fyrir um haustið, þar sem ég taldi þau tryggari með að lifa en hér. En það er nú önnur saga. Þetta haust um jólin tóku þrír frændur mínir í Rang- árvallasýslu af mér sinn hestinn hver. Það vom þeir Ól- afur Jónsson í Austvaðsholti, Einar Jónsson, alþingis- maður á Geldingalæk og Tómas Böðvarsson á Revðar- vatni. Veturinn lagðist þar miklu seinna að en hér, jafn- vel ekki fyrr en undir jól. Þeir töldu sig því allir birga af heyjum og hvöttu mig til að senda sér hestana, sem mér væri annast um og þyrftu mest fóður. Var ég þeim mjög þakklátur fyrir þetta sem og fleira. Ber nú ekkert til tíðinda fvrr en um sumarmál 1914, að ég fer austur að sækja hestana. Taldi ég mig þá Svo sloppinn, að ég gæti sótt þá. Segir ekki af ferðum mín- um, fyrr en ég kem að Köldukinn í Holtum, sem er næsti bær við Austvaðsholt, þar sem Ólafur föðurbróð- ir minn bjó. í Köldukinn bjó þá Þorsteinn Runólfsson. Var hann gamall kunningi minn. Þegar ég kem þar, er klukkan 10 að kvöldi. Hafði ég farið að heiman um morguninn og var einhesta, en þetta er löng leið. Þó ætlaði ég ekki að stanza þar, heldur keppast við að komast að Austvaðsholti, áður en allir yrðu sofnaðir. En þegar Þorsteinn bóndi kom með hvanngræna töðuna handa Grána mínum, og aðrar á- móta góðgerðir handa mér, sem við í rauninni þurft- um báðir, gat ég ekki annað en Iátið undan og þakkað fyrir. Þó hafði ég viðdvölina sem stytzta og var alltaf með hugann í Austvaðsholti. Milli Köldukinnar og Austvaðsholts er um seinfarið mýrarsund að fara. Varð allt þetta til þess, að þegar ég kom að Austvaðsholti, var ldukkan langt gengin 12. Voru því allir háttaðir, er ég kom. Ég barði að dyrum þrjú stærðar högg. Eftir dálitla stund kemur til dyra Guðný frænka mín, dóttir Ólafs. Hjálpuðumst við að með að láta inn hestinn og gefa honum, og síðan bar hún mér mat á borð og vísaði mér síðan til svefns í gestaherberginu niðri í húsinu. Var ég þreyttur og sofnaði fljótt og svaf eins og steinn til morguns. (Framhald á bls. 258.) Heima er bezt 239

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.