Heima er bezt - 01.07.1963, Page 17
Þvílík og önnureins andleg nekt
ætti að varða Brimarhólmssekt.
Jafnvel bavían suður í Zoologisk-Havi
yfir svoddan nokkru félli á stafi.
En prestarnir kunna þá kúnst
að uppskera almúgans gúnst.
Þeir samvizkubikarinn bóna og faegja.
Hann blikar að utan. Hvort má það ei nægja?
— Annað er einkamál!
Þeir fylla á sálirnar sætligum miði
svefnværðarlíkjör — þótt heimurinn riði.
Svo ber að verða lýðum að liði,
— með loðmolludýrkun á andlausum friði.
Skál, vinur minn, skál!
Aldrei má neinum hita í hamsi.
Hugfró er bezt í guðfræðigramsi.
Stj ómmálasöngvarar,
sefjið vor heilabú!
Guðspakir meistarar,
gefið oss auðvelda trú!
Skemmtanaj öfrar,
skapið glysfegra tál!
— Sof lengi, ó, sál.
STEINDÓR STEINDÓRSSON
FRÁ HLÖÐUM:
1 ímarit um
íslenzka grasalxæði
Eins og getið er í leiðara þessa heftis, höfum við þrír
grasafræðingar hugsað okkur að minnast aldarafmælis
Stefáns Stefánssonar með því að hefja útgáfu tímarits,
sem eingöngu yrði helgað íslenzkri grasafræði, og yrði
í senn vísindalegt og alþýðlegt. Höfum við í því skyni
sent út boðsbréf til ýmissa áhugamanna um náttúru-
fræði, og birtist hér meginkafli þess:
Á þessu ári eru hundrað ár liðin frá fæðingu Stefáns
Stefánssonar, meistarans mikla, sem kalla má höfund
íslenzkrar grasafræði. Það sæmir því vel að minnast
þessa merka afmælis með því að hefja útgáfu slíks rits.
Ætlað er, að ritið komi út árlega, minnst 6 arkir.
Verður fyrsta heftið helgað minningu Stefáns og flyt-
ur m. a. ýtarlegt æviágrip hans, samið af Steindóri Stein-
dórssyni. Megintilgangur ritsins er að koma á fram-
færi vísindalegum ritgerðum um íslenzka flóru, gróð-
ur landsins og gróðursögu og sérhvað annað, er ís-
lenzka grasafræði varðar. Einnig mun það flytja ýmiss
konar almennt og alþýðlegt efni um grös og gróður,
grasnytjar og grasanöfn. Það mun birta stuttar yfir-
litsgreinir um rit, er varða grasafræði landsins. Það mun
og beita sér fyrir hvers konar endurbótum á sviði
grasafræðinnar og annarrar náttúrufræði í landinu. í
stuttu máli sagt: ritið er ætlað íslenzkum grasafræðing-
um og þeim, er íslenzkri grasafræði unna. í samræmi
við það verður ritið aðallega skrifað á íslenzku. Öllum
greinum um frumrannsóknir mun þó fylgja stutt yfir-
lit á einhverju heimsmáli.
Eins og að líkum lætur, er útgáfa tímarits sem þessa
miklum örðugleikum bundin. Er þó bót í máli, að ýms-
ar stofnanir hér í bænum hafa heitið oss stuðningi. Til
að tryggja útgáfu ritsins framvegis er þó óhjákvæmi-
legt að afla því áskrifenda. Er það von okkar, sem að
þessu riti stöndum, að margir muni reynast því holl-
vinir og styrkja það með áskrift sinni. Viljum vér biðja
alla þá að senda oss nöfn sín og heimilisföng hið allra
fyrsta. Utanáskrift til ritsins er Pósthólf 66, Akureyri.
Askriftargjaldið, kr. 100.00—120.00, verður innheimt
um leið og ritið sendist áskrifendum.
Hörður Kristinsson. Helgi Haílgrímsson.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Ofanritaður kafli skýrir fyrirkomulag ritsins og til-
gang. En ókleift er að þetta geti orðið varanlegt, nema
að ritið fái þær undirtektir almennings, að fjárhagur
þess sé nokkurn veginn tryggður.
Ýmsir munu segja, að nóg sé af tímaritum í voru
landi, og er það að vissu leyti rétt. En hér horfir sér-
staklega við. Hér er ætlunin að vinna að einni sérgrein,
og ef svo mætti segja tengja saman alla áhugamenn um
það efni, bæði lærða og ólærða. Og það hefur oft sýnt
sig að óskólagengnir áhugamenn hafa lagt furðudrjúg-
an skerf til ýmiss konar náttúrurannsókna, ef þeim hef-
ur verið skapaður vettvangur fyrir athuganir sínar.
Að þessu sinni sný ég mér til lesenda Heima er bezt,
sem ég tel mig hafa haft nokkur kynni af, þótt óbein
séu nú um skeið. Ég efast ekki um, að í hópi þeirra eru
margir, sem áhuga hafa á gróðri landsins, og myndu
því fúslega leggja hinu nýja riti liðsinni sitt, þegar þeim
er á það bent.
Heima er bezt 241