Heima er bezt - 01.07.1963, Side 20

Heima er bezt - 01.07.1963, Side 20
kjör hans í byrjun þessarar aldar, en alltaf hlýtur þó starf sxnalans að vera erilsamt og því fylgir mikil ábyrgð, því að starfið er trúnaðarstarf, sem reynir á trúmennsku og sjálfstæða hugsun. Og kjarklaus smali hlýt- ur að vera lélegur smali. Ég gat þess hér að framan, að við Helgi Hjörvar værum báðir uppaldir á Snæfells- nesi. Hann átti heima um nokkur ár í Mikla- holtshreppi, en ég er uppalinn í Kolbeins- staðahreppi. Nú á tímum má segja, að ekki sé nema steinsnar á milli bæjanna, sem voru heimili okkar, eða um hálftíma akstur á bif- reið, en um aldamótin var þetta langur veg- ur. Ungt fólk á þeim árum sást varla nema við sérstök tækifæri, ef þrjátíu til fjörutíu km voru milli heimilanna.------- A lognkyrru, hlýju vorkvöldi, þegar ég var 13 ára gamall, bar góðan gest að garði á Snorrastöðum. Það var ungur og knálegur maður, sem kom gangandi frá skólavist á Hvítárbakka og var á leið heim til sín vestur í Mikla- holtshrepp, þar sem faðir hans var þá búsettur. Dagur var að kveldi kominn og var þessum unga manni vel fagnað og boðin gisting. Það er ætíð nokkur tilbreyting fyrir unglinga á af- skekktum sveitaheimilum, þegar næturgest ber að garði, og ekki var það sízt á þeim tímum, er ferðamenn voru fágætir, og samgöngur allar ólíkar því, sem þær eru nú. Ég sagði, að þegar næturgest bæri að garði, væri það ætíð nokkur tíðindi og tilbreyting fyrir ungling- ana á bænum, og ekki verður tilbreytingin minni, þeg- ar gesturinn er fjölfróður og glæsimenni, eins og Helgi Hjörvar var þá og er enn. Líklega er Helgi Hjörvar einn af þeim núlifandi íslendingum, sem flestir bera kennsl á, og hvert barn á Islandi og hver unglingur kannast við rödd hans í útvarpi, og minnist þess, hve upplestur hans og framsögn /öll er skýr og glæsileg.--- Þótt gesturinn hefði haft langa dagleið og farið alla þá leið fótgangandi um vorlangan daginn, sáust engin þreytumörk á honum. Allt heimafólk safnaðist saman inni í baðstofunni, og hófust nú viðræður við gestinn. Það þótti ekki háttprýði á þeim árum, að unglingar á aldur við mig tækju mikinn þátt í viðræðum við ókunn- uga gesti, og ekki datt mér í hug að brjóta það lög- mál háttprýðinnar. Ég tók því lítinn þátt í þessum viðræðum um kvöldið, en ég hlustaði því betur. Ég var nýlega 13 ára er þetta gerðist, en gesturinn var fimm árum eldri, eða 18 ára, fjölfróður, snargáfað- ur skólagenginn piltur. Ég hafði aldrei neitt i skóla verið fyrir fermingu, en ég hafði lesið íslendingasög- urnar flestar, Njólu Björns Gunnlaugssonar, blaðað í nokkrum ljóðabókum og lesið vikublöðin, sem út komu og þar á meðal Lögberg og Heimskringlu. Ég hafði því lítið til brunns að bera, samanborið við þennan gáfaða, skólagengna pilt. Ég leit því mjög upp til hans. Allir, sem kynnzt hafa Helga Hjörvar þekkja það, að skemmtilegri mann í viðræðum er varla hægt að hitta. Tilsvör hans eru fáguð og hnitmiðuð og hitta í mark, eins og kúluskot vir riffli hjá æfðum skotmanni. En þótt Helgi Hjörvar væri aðeins 18 ára þetta um- rædda vor, þá átti hann þá þegar þessa glæsilegu sam- talsgáfu og beitti henni af mikilli leikni. Er mér mál- snilld hans og fagurt málfar enn í minni frá þessu kvöldi.-------- Að morgni var fagurt vorveður, sólríkt og hlýtt. Leið ferðamannsins lá frá Snorrastöðum niður að sjó, út ströndina, eða sjávarbakkana, og yfir hrauntanga Eld- borgarhrauns og var þá komið að Litla-Hrauni, sem er næsti bær í vesturátt frá Snorrastöðum. Götuslóð- inn yfir hraunið er illa hestfær og heitir sérkennilegu nafni. Er hann nefndur Þrœlindisgata. (Hefur líklega heitið upphaflega Þrœlendisgata, en breytzt eins og kvikendis í kvikindis.) Leiðin milli bæjanna er rösk- lega klukkutíma gangur eða 5—6 km. Það kom af sjálfu sér, án þess nokkuð væri um það rætt, að ég fylgdi ferðamanninum úr hlaði. Liðið var að hádegi, er við lögðum upp, og veður hlýtt og bjart, — vor í lofti. Leiðin lá um þurrar eyrar og melgötur niður með Kaldá að sjónum. Við fórum okkur hægt, tókum strax tal saman, og tími og rúm kom okkur ekld lengur neitt við. Mér hefur alltaf þótt gaman að ganga meðfram sjó í fjörunni, því að oft skolar ýmsu á land með flóðinu, en nú var rekanum lítil athygli veitt. Nóg voru umræðuefnin og fróðleiksbrunnur samfylgdar- mannsins ótæmandi. — Við Helgi Hjörvar höfum oft og mörgum sinnum átt samræður á langri ævi síðan þennan sólbjarta vordag, en ég er þess fullviss, þrátt fyrir það að ég hef ætíð metið Helga Hjörvar mikils, að aldrei hef ég litið upp til hans jafn takmarkalaust og af fölskvalausri virðingu og aðdáun eins og þennan 244 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.