Heima er bezt - 01.07.1963, Page 23

Heima er bezt - 01.07.1963, Page 23
Sjá lagsins töfrar seiða fiman fót. — Við faðminn breiðum öllum heimi mót. Við sltulum dansa hó og hæ, og steypa á annan endann þessurn yndislega bæ. Pep — pep — pep — pep, — við dönsum sving og stepp. Vort líf er stutt og ástin endaslepp. í kvöld skal hugsað um það eitt, að dansa ört og elska heitt. Þá hefur Haukur Morthens sungið á hljómplötu lít- ið ljóð eftir Loft Guðmundsson, sem heitir: Þér ég ann og hér birtist ljóðið: Þér ég ann. Hlustaðu á kveðjuna, er blærinn ber báruna, er hvíslar þér ljóð frá mér, þögnina, er veit ein hve þrá mín er heit, að þér ég ann. Man ég bros í rökkurró á rjóðum vörum. Man ég orð, en einkum þó vorn eið í þöglum svörum. Þér ég ann, — og ef ætti ég mér óskastund, aftur ég seiddi okkar fyrsta fund, þá stund, er við tvö eigum ævilangt ein og fyrst ég fann, að þér einni ég ann. Ingibjörg Smith, hin ágæta söngkona, hefur sungið á hljómplötu ljóð eftir Loft Guðmundsson, sem heitir: Syngdu þröstur. Það birtist hér eftir beiðni: Syngdu um æsku, syngdu um ástir og yndi, er angar kjarr þitt á ný. Syngdu um æsku, syngdu um ástir og yndi, er vermir það vorgolan hlý. Hljótt væri, þröstur, í hlíðum, hljómaði ei kjarrið af söng. Vaggast nú lyngið og blómin við þinn brag og í blævarnið sóldægrin löng. Syngdu um æsku, syngdu um ástir og yndi, því ljóst er í lofti á ný. Syngdu um æsku, syngdu um ástir og yndi, svo ómi við heiðgullin ský. Nú svífa flugvélar um geiminn og eru ekki lengur neitt furðu fyrirbrigði í augum unglingi í strjálbýlinu. Flugið er heillandi á sólbjörtum sumardegi, og furðu- lega spennandi um koldimmar nætur. — Hér birtist að lokum ljóð um flugið eftir Örnólf í Vík. Guðrún Rich- ter hefur gert lagið. Ljóðið heitir: Við fljúgum. Hauk- ur Mortens hefur sungið þetta ljúfa Ijóð á hljómplötu: Við fljúgum svo hugglöð til framandi landa sem fuglar um heiðloftin blá. Við fljúgum til laðandi ljósgullnra stranda, hvar lifið sinn töframátt á. Á Loftleiðavængjum við geysumst um geiminn. Það getur ei hugljúfri för, því andi manns verður svo unaðardreyminn og öðlast þá lífskraft og fjör. Við fljúgum í dag og við flugum í gær, við fljúgum á morgun sem endranær. :,: Þú öryggi finnur á Loftleiða-leiðum, það ljóst á hvert andlit er skráð. Á veginum háloftsins víðum og breiðum er vænlegast árangri náð. Svo hvert, sem þú hyggur um heiminn að fljúga og hvar, sem þig ber að sem gest, þá muntu að lokum því, ljúfurinn, trúa, að Loftleiðir reynast þér bezt. Við fljúgum í dag og við flugum í gær, við fljúgum á morgun sem endranær. :,: Fleiri Ijóð birtast eklti að þessu sinni. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135, Rvík. MORGUNSÖNGUR í BARNASKÓLA. Orkt við lag eftir Eyþór Stefánsson. Kom til mín, heim til míns hjarta heilladís vordags og óðs. Gef þú mér gleðina bjarta, gullveig þíns logandi blóðs. Koss þinn er heitur og æska þín ör yngir minn huga þín brosrjóða vör. Syngjandi, sólborin þrá siglir í heiðloftin blá. Kom til mín, heim til míns heima, hylltu mig, gef mér þinn eld. Veit mér að vaka og dreyma veizlubjart hásumarkveld. Rennur í norðrinu röðull í sjó, rökkrið er milt yfir vötnum og skóg. Á meðan ég ást þína á ástin mín dvelur þér hjá. Bj. Dan. Heima er bezt 247

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.