Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 25
banna honum, grenjaði hann eins og ljón, og þá kom
Anna þjótandi til að vita, hvað á gengi.
I fyrsta sinni síðan ég kom í húsið, varð okkur Önnu
sundurorða, og auðvitað út af Pétri. Hann hafði brot-
ið forláta skál, gamlan erfðagrip, eftir því sem hún
sagði, og lét í það skína, að það væri mér að kenna, þar
sem ég hefði farið með hann inn í stofuna og ekki lit-
ið nógu vel eftir honum.
Eins og ég liti ekki eftir honum! En hann var svo
fljótur að ná í homið á dúknum og draga allt fram af
borðinu, að ég gat engan veginn forðað skálarskömm-
inni.
Þegar Björn og Páll komu í matinn, hágrenjuðum við
bæði, Pétur af því að ég sló á rassinn á honum í bræði
minni, og ég vegna þess, að Anna skammaði mig og
sagði, að ef hún sæi mig berja hann aftur, klagaði hún
mig fyrir Birni. Eins og ég hefði barið hann! Bara sló
rétt á bossann á honum. Sá hefur víst fundið það í
gegnum bleyjuna og buxurnar!
Björn varð til allrar hamingju ekki vondur, þó skál-
in væri brotin. Hann hló bara að okkur Pétri litla og
sagði, að við myndum bæði læra af þessari reynslu. Svo
kom þessi litli feiti stubbur pjakkandi, valtur á fótun-
um, með galopinn litla munninn, það átti að vera sátta-
kossinn hans.
XII.
Það var eins og heimilið hefði gengið úr skorðvun við
komu aðstoðarlæknisins. Allt var á tjá og tundri. Hann
skildi eftir sig slóð, hvar sem hann fór. Bækur og blöð
lágu eins og hráviði um herbergin. Vindlingabútar alls
staðar og svo askan!
Það leit ekki út fyrir, að hann hefði hugmynd um,
til hvers öskubakkar væru ætlaðir.
Þó tók út yfir, þegar Anna uppgötvaði, að hann drap
í vindlingastu bbunum í blómapottunum hennar, og tvö
af blómunum hennar voru að dauða komin.
Ég hefði aldrei trúað, að hún gamla góða Anna gæti
komizt í því'íkan ham. Hún rauk beint á mannaum-
ingjann, þegar hann kom í hádegismatinn, og leiddi
hann inn í stofu. Hann góndi á blómin, meðan hún
hélt þrumandi ræðu um blessuð blómin og klykkti út
með því að segja, að honum væri vissara að gæta betur
að sér framvegis. Svo strunsaði hún út.
Ég gat ekki varizt brosi, þó ég sárkenndi í brjóst um
gömlu konuna. Læknirinn var á svipinn eins og ný-
flengdur strákpjaklcur, stóð með logandi vindlingastubb
milli fingranna og vissi ekki, hvað hann ætti af honum
að gera. Hann leit á mig með vandræðasvip, en þegar
hann sá, að ég gat varla haldið niðri í mér hlátrinum,
létti honum. Hann fleygði stubbnum á gólfið og steig
ofan á hann.
Mér blöskraði alveg. Hvar hafði maðurinn eiginlega
verið til húsa fram að þessu!
Hann hét Ingimar, en skrifaði nafnið sitt algerlega
ólæsilega, nema hvað auðséð var, að hann notaði tvo
upphafsstafi í það: IngiMar. Það kom dálítið sniðug-
lega út og tilgerðarlega. Anna fussaði bara, þegar hún
sá nafnið hans í fyrsta sinn, lcallaði það „béað ekkisen
krummaklór“.
En nú var glaumur í húsinu. Hann blístraði hástöf-
um í baðinu, söng meðan hann þurrkaði sér, meir að
segja rak hann upp rokur, meðan hann rakaði sig. Svo
fór hann út að dansa um hverja helgi.
Þetta var maður, sem lét hverjum degi nægja sína
þjáningu. Hann gerði aldrei meir en nauðsynlegt var,
allt sem hægt var að komast hjá að gera í dag, var
geymt til morguns.
Björn sagði aldrei neitt um störf hans, en ég fann,
að hann var ekki ánægður.
Einu sinni spurði hann Björn, hvers vegna hann hefði
orðið læknir.
„Mig langaði til að hjálpa þeim veiku,“ svaraði Björn.
— „En hvað kom þér út í þetta starf?“
„Mamma gamla,“ svaraði Ingimar og hló.
„Hún var læknisdóttir, og læknir átti ég að verða. —
Það hefði verið alveg sama, þótt afi hefði verið prest-
ur, stórskáld eða hvað sem er, ég átti að feta í fótspor
hans. Meðan ég var lítill, leit ég á það sem sjálfsagðan
hlut, að ég yrði læknir eins og afi. En svo vissi ég aldrei,
hvað ég vildi helzt vera, svo ég gerði gömlu konunni
það til geðs að lofa henni að ráða. Ég er nú líka einka-
barnið, svo það var verra að setja sig upp á móti vilja
hennar þess vegna. — Og auk þess er þetta ekki verra
starf en hvað annað.“
Aðstoðarlæknirinn yppti öxlum kæruleysislega.
„Ég hefði samt haldið, að einhvem áhuga yrði að
hafa á því starfi, sem maður velur sér,“ sagði Bjöm.
Ingimar vildi ekld tala meir um starf sitt. Ég sá á
svipnum á Bimi, að hann var ekki vel ánægður með að-
stoðarmann sinn. En kátur var hann og dansaði eins og
engill. Við fórum að fara út saman um hverja helgi.
Smndum kom Bjöm með, en oftar var hann heima.
Ég skemmti mér ágætlega, þótt Bjöm væri ekki með.
En það var líka af því, að ég vissi að hann vildi heldur
vera heima, — eða vildi hann það ekki heldur?
Stundum fékk ég snert af samvizkubiti, en gullhamr-
ar og gæluorð Ingimars fengu mig til að gleyma öllum
leiða.
Enginn hafði slegið mér gullhamra, síðan Hans hætti
að koma. Orð Ingimars kitluðu hégómagirnd mína.
Hann fann það líka og geklc á lagið. Hann færði sig
hægt, en ákveðið upp á skaftið, og ég var nógu heimsk
og skemmtanagjöm, að ég stóðst hann ekki.
Ég varð oftar og oftar að fá Önnu til að líta eftir
Pétri litla á kvöldin. Björn talaði fátt um, en ég þóttist
vita, að hann væri ekld ánægður. Og einn sunnudaginn
sagði hann mér að taka til föt Péturs litla. Nú væri
tími til kominn, að hann færi heim aftur til móður
sinnar.
Ég spurði agndofa, hvers vegna honum dytti í hug
að láta hann fara svona allt í einu?
Björn horfði á mig alvarlegur, svo ég fékk allt í einu
ákafan hjartslátt. Vissi hann, að ég hafði gleymt að
Heima er bezt 249'