Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 26

Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 26
segja Önnu, að ég færi út kveldið áður? Hún hafði þó ekki verið háttuð. En það hafði verið allt í lagi með Pétur litla, þegar ég kom heim. Þá höfðu þeir sofið vært báðir tveir, Bjöm og hann. Björn opnaði skúffu og tók náttfötin hans Péturs upp ásamt hrúgu af eldspýtum, bæði heilum og hálf- brunnum, og nagaðan eldspýtustokk. Hann breiddi úr treyj unni. Það var stórt brunagat á henni. Eg greip andann á lofti og stamaði: „Hvernig stendur á þessu?“ „Þegar ég kom heim í nótt, lá hann á grúfu til fóta, allur útgrátinn. Það að hann datt, hefur orðið til þess að slokknaði í treyjunni hans, eða á annan hátt skil ég ekki, hvemig það hefur getað orðið, þó það sé ótrú- leg skýring.“ Björn talaði hægt og stirt, eins og hann ætti erfitt með að koma orðunum út úr sér. Ég reyndi ekki að afsaka mig með einu orði, slíkt hefði verið vonlaust. Eldspýtumar hlutu að hafa legið á borðinu. Ég mundi nú, að Ingimar var einmitt að reykja, þegar hann sat inni hjá mér, meðan ég háttaði Pétur litla og svæfði hann. Þær höfðu svo freistað snáð- ans, þegar hann vaknaði. Ef hann hefði nú kveikt í og brannið inni, meðan ég var að dansa! „Ég er ekki á móti því, að þú skemmtir þér, Sóley, en það verða að vera takmörk fyrir, hvað þú leyfir þér, gáðu að því, að gluggamir hafa augu.“ „Liggur þú á gægjum! Ég hélt, að það væri ekki virðingu þinni samboðið,“ sagði ég og reyndi að vera háðsleg og láta ekki heyrast, hve skjálfrödduð ég var. „Það hafa fleiri hús glugga en þetta, gáðu að því. Mér er ekki sama um, hvað þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert þó konan mín, þó þú í seinni tíð virðist hafa gleymt því æði oft. Ég get að minnsta kosti ekki með góðu móti látið þig stofna lífi þessa litla bams í voða með kæruleysi þínu. — Ég hélt að þú hefðir ekki gleymt ævintýri ykkar Hans svo fljótt! Sóley, í guðs bænum, gáðu að því, hvað þú gerir. Ingimar er engin alvara með fagurgala sínum. Þú ert honum aðeins dægrastytt- ing. Hann er trúlofaður og á barn fyrir sunnan, og þú ert sjálf gift kona. Gleymdu því ekki, vina mín!“ „Ég hefi ekkert gert af mér, Bjöm, þú mátt ekki vera svona reiður! Þú vissir, hvernig ég var og vildir mig samt,“ kjökraði ég og gekk til hans. „Og vil þig enn, ástin mín, ef þú bara vildir fara að verða ofurlítið fullorðin. — Svo er annað, kannastu nokkuð við þetta?“ Hann dró upp úr vasa sínum dósina, sem ég geymdi róandi töflurnar mínar í. „Hvar fékkstu þetta?“ Ég eldroðnaði og tók dósina. „Eg á hana ekki,“ flýtti ég mér að segja. „Hætm nú þessu, segðu mér nú satt. Hvar hefur þú fengið þessar töflur? Veizm hvað þetta er? „Þetta era bara róandi töflur, sem ég tek, þegar ég er slæm í taugunum." „Nei, þetta em ekki róandi töflur, þú hlýtur þó að vita, hvað það er, sem þú telrnr inn, og hvar fékkstu þær?“ „Skiptir það nokkru máli?“ „Já, það veit hamingjan! Haldir þú áfram að róa þig með þvílíkum meðulum, verðurðu innan smndar eitur- lyfja neytandi. Hefurðu gert þér það ljóst?“ „En ég verð að fá þær, Björn, annars líður mér svo illa.“ „Ertu búin að nota þær lengi?“ spurði hann og lét mig setjast hjá sér á rúmið. „Segðu mér satt, ég skal gera allt, sem ég get til að hjálpa þér.“ „Við byrjuðum á þessu fyrir um þrem árum.“ „Þið hver?“ Ef ég segði honum, hver það væri, þá væri útilokað, að ég næði í meir. Það yrði mér um megn. Eiturlyfja- neytandi ætlaði ég ekki að verða, og var ekld heldur, en þessar litlu töflur gerðu mér lífið svo ótrúlega miklu léttara. Ég átti ofurhtlar birgðir enn, þeim ætlaði ég ekki að segja Bimi frá. „Bara við krakkarnir í skólanum,11 svaraði ég. „Hver útvegaði ykkur þær?“ „Einhver strákurinn, held ég.“ „Gaf hann ykkur þær eða seldi?“ „Seldi auðvitað, þær era dálítið dýrar.“ „Jæja, ég vona að þú reynir ekki að ná í þær fram- ar. Láttu mig vita, þegar þér finnst þú þurfa þeirra með, mundu það!“ Ég lofaði því fúslega. Ég var aldrei spör á loforðin. Annað mál var, hvernig gengi með efndirnar. „Ó, Björn, segðu engum frá þessu með Pétur,“ hvísl- aði ég undir vanga hans. „Ég gæti ekki afborið, að fólk talaði um það.“ „Heldurðu að mér yrði það léttbærara?“ spurði hann og leit framan í mig, „ef fólk talaði um, að konunni minni væri ekki trúandi fyrir barni nokkrar vikur.“ Ég tíndi saman föt Péturs litla og setti niður í töskn. Ég ætlaði ekki að fara með hann sjálf, heldur bjóða Önnu að fara. Ég gæti ekki með góðri samvizku horft framan í móður hans. Anna þáði fegins hugar að fara með Birni og skila snáðanum. Þegar þau vora farin, ranglaði ég upp á loft og henti mér upp í rúm. Bara ég hefði nú átt eins gott með að kveðja litla fóstursoninn minn, og ég reyndi að láta sýnast. í raun og vera hafði ég alltaf haldið, að hann yrði kyrr hjá okkur. Hefði Ingimar aldrei komið, myndi ég hafa hugsað betur um hann, og hann enn verið kyrr. Ég fékk mér töflu og leið strax betur. Ég var að telja, hve margar ég ætti eftir, þegar Ingimar kom inn. Hann settist um- svifalaust hjá mér, greip glasið, athugaði innihaldið glottandi og fékk mér síðan tvær töflur. „Ekki vissi ég, að þú ættir svona lagað, sjálf blessuð læknisfrúin,“ sagði hann og tók utan um mig. Ég sneri mig af honum, en hann blístraði bara nokkra tóna kæraleysislega og sagði: 250 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.