Heima er bezt - 01.07.1963, Side 27

Heima er bezt - 01.07.1963, Side 27
„Jæja, er slcapið ekki gott, nú ertu þó laus við litla skæluapann. — Ertu ekki fegin?“ „Nei, ég var ekki fegin. Ég var leið og kvaldist af samvizkubiti.“ Ingimar hélt áfram að erta mig, þar til ég vísaði hon- um á dyr. Hann fór út, en sendi mér hlæjandi fingur- koss um leið. „Láttu mig vita, þegar skapið hefur skánað,“ sagði hann. Ég heyrði að hann fór ofan í stofu. Eftir að hafa sofið stundarkorn, fór ég að hugsa um kaffið. Svo greiddi ég mér vandlega og málaði varim- ar, áður en ég sótti Ingimar. Hann sat í stól með fæt- urna uppi á borði og talaði við mann, sem sat í sófan- um. Ég horfði undrandi á gestinn. A dauða mínum hefði ég frekar átt von, en ekki þessum manni. — Þetta var Hans! „Sæl, ástin. Þú ert eins og þú hafir séð draug,“ sagði hann hlæjandi og stóð upp. Svo gekk hann fast að mér og kyssti mig á munninn, áður en ég gat nokkrum vömum við komið. Ég vissi varla, hvemig ég átti að haga mér gagnvart Hans. Alltaf var það eins, þegar hann kom, þá vildi hann, að allt hið liðna væri gleymt og grafið, og ekki um það talað meir, að minnsta kosti allt, sem honum kæmi illa að minnst væri á. Loks hafði ég rænu á að segja, að kaffið væri til. Hans hélt utan um mig fram í eldhúsið, þótt ég reyndi að losa mig. Mér geðjaðist eklti að háðsglottinu á and- liti Ingimars. Þeir Hans og hann virtust vel kunnugir, spjölluðu saman um fólk, sem ég ekki þekkti, aðallega kvenfólk, sögðu tvíræðar sögur og hlógu mikið. Loks stóð Hans upp og sagði, að bezt væri fyrir sig að vera farinn, áður en sá gamli kæmi aftur. „Fyrir- gefðu,“ sagði hann svo við mig. „Mér gengur svo illa að muna, að ég á að tala virðulega um hann í þín eyru.“ Ég svaraði engu. Hans kallaði á mig á eintal og bað mig að lána sér nokkur hundruð krónur, bara í fáeina daga, hann hefði týnt vesldnu sínu með öllu sem í því var. Ég vildi svo gjarnan gera honum þennan greiða, en ég átti harla litla peninga sjálf. „En þú veizt, hvar Björn geymir peningana sína?“ sagði Hans. Já, ég vissi það, en mér var um og ó að fara í skrif- borðið hans. Þó varð það úr fyrir brábeiðni hans, að ég gerði það. „Ég skal borga þér svo fljótt, sem ég get, ástin mín,“ sagði Hans, og svo var hann þotinn. Daginn eftir nagaði ég mig í handarbökin fyrir að hafa ekki spurt Hans, hvar hann væri, og hvaða atvinnu hann hefði, og svo eins að hafa ekki beðið hann um eins og eina dós af töflum, en Ingimar vissi sennilega, hvar Hans væri að finna. Ég kom mér ekki að því að segja Birni frá komu Hans, ætlaði að vita, hvort Ingimar nefndi það ekki, en samt heyrði ég hann aldrei nefna Hans á nafn, svo ég þagði, enda gat ég alltaf látið sem ég hefði ekki mun- að eftir því, ef Björn kæmist að því, að Hans hefði komið. Það leið og beið, án þess ég frétti nokkuð af Hans, og ekki fékk ég peningana aftur. Hver dagur leið í ótta um það, að Björn tæki eftir, að þá vantaði og spyrði mig, hvemig á því stæði. Það leið heldur ekki á löngu. Ég kólnaði upp, þegar hann spurði mig eitt kvöldið, hvort ég hefði tekið peninga úr skrifborðinu. Ég vissi, að ekki var til neins að neita því og reyndi að vera kæruleysisleg, þegar ég sagðist alveg hafa gleymt að segja honum frá því. Ég hefði þurft að kaupa mér pils og peysu, og enga peninga haft, en hann úti í sveit. „Jæja, en segðu mér samt frá því, ef þú gerir þetta aftur. Það getur komið sér illa, vanti háar upphæðir, þegar ég þarf á þeim að halda.“ Ekki gat hann nú kallað sex hundruð krónur „háa upphæð“. Að sumu leyti var gott, að ég skrökvaði þessu. Nú gat ég sjálf átt peningana, þegar Hans skil- aði þeim. Páll sendi Birni skeyti og bað hann að finna sig hið fyrsta. Björn var mjög kvíðafullur um að eitthvað al- varlegra gengi að gamla manninum, en þeir höfðu hald- ið. Hann bjó sig af stað í skyndi og lét Ingimar eftir með sjúkrahúsið. Þar var enginn alvarlega veikur, sem betur fór, enda efast ég um, að hann hefði þá farið. „Ég vildi að ég hefði getað teldð þig með mér,“ sagði Björn, þegar hann kvaddi mig. Hann dró andann ótt og títt, og þegar hann vafði mig að sér, fann ég glöggt, að hann hafði ákafan hjartslátt. En Anna var lasin og við rúmið, svo ég varð að vera heima. „Gleymdu engu!“ sagði hann um leið og hann lok- aði bílhurðinni. Ég vissi að með þessu var hann ekki að minna mig á verkin, sem ég átti að vinna, heldur allt það, sem ég átti að láta ógert. XII. Það var þvingandi þögn við matborðið, þar sem við Ingimar vorum bara tvö ein. Anna hafði enga löngun f mat. Nú óskaði ég, að Pétur litli væri kominn, hvílík- ur munur að hafa lítið babblandi barn til að rjúfa þessa spennu, sem mér fannst liggja í loftinu. „Takk fyrir matinn, ástin,“ sagði Ingimar um leið og hann stóð upp. En hann fór ekld út heldur gekk til mín. „Einn lítinn koss eins og til að innsigla vináttuna!“ Svo strauk hann niður báða handleggi mína, fast en þó gælandi. „Nei, engin fíflalæti,“ sagði ég hvefsin og ætlaði að standa upp, en hann ýtti mér aftur niður í stólinn. And- ardráttur hans lék um hálsinn á mér að aftan. Undar- leg máttleysiskennd gagntók mig, en ég mátti ekki láta undan. Hvíslandi orð hans bak við eyra mitt voru þrungin þrá. Ég elska þig og þarfnast þín, Sóley, litla rauðhærða indæla blóm! — Gleymdu öllu liðnu, nú erum við frjáls, hvað er rangt við það, sem við viljum bæði, og við Heima er bezt 251

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.