Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 28

Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 28
viljum vera góð hvort við annað. Sóley, ég hefi alltaf fundið það, frá því ég sá þig fyrst, að við eigum saman, við tvö, þú og ég, ég og þú!“ Önnur hönd hans heit og sterk luktist um brjóst mitt inn undir kjólnum. Ég skalf eins og hrísla, freistandi rödd hvíslaði: „Við hvað eru hrædd, litli kjáni, þennan leik leika svo margir, og enginn kemst að því.“ Orð hans héldu áfram að streyma fram í hvíslandi og seiðandi tón: „Veiztu hvað ástin er? Þetta er hún, og þú reynir að sporna á móti. Veiztu hvað er að vera kona og elska, og vera elskuð? Þið iðrar þess aldrei að hlýða kalli ástar- innar, Sóley, Sóley, komdu, vina!“ Mér fannst ég vera að sökkva í ómælisdjúp, og ég vildi sökkva dýpra og dýpra, alveg niður til botns. Ég fann handleggi hans vefjast um mig, og varir hans fær- ast leitandi fram kinn mína. Þá skaut upp úr djúpinu tveim orðum, ég heyrði þau eins vel og ég hefði staðið við hhð þess er talaði: „Gleymdu engu!“ sagði röddin. Ég reif mig lausa og hljóp út úr eldhúsinu og upp. Þar aflæsti ég dyrunum og hallaði mér síðan upp að hurðinni magnþrota. Hvað hafði ég verið að því kom- in að gera? Nú hryllti mig eins mikið við að hugsa um atlot Ingimars, og þau höfðu áður vakið mér tryllta unun. Löng stund leið, þangað til ég mjakaðist frá hurð- inni að rúminu. Þar húkti ég lengi. Sá sem þá hefði séð mig, hefði eflaust haldið, að ég væri mjög þungt hugsi, en sannleikurinn var sá, að í huga mínum var algerð upplausn. Svipmyndir frá æsloi minni komu og fóru, án þess að ég fengi neitt samhengi í þær. Það var langt hðið á nótt, þegar ég háttaði, og komið undir dag, þeg- ar ég loksins sofnaði. Ingimar leit ertnislega til mín, þegar hann kom í mat, og sagði að ég hti illa út, — hefði ég ekki sofið vel? „Ágætlega!“ svaraði ég stuttlega og hélt áfram að ausa upp súpunni. „Betur þó, hefði ég mátt svæfa þig,“ sagði hann lágt og leit til dyranna. Hann kærði sig auðsjáanlega ekki um, að Anna heyrði samtal okkar. Ég reyndi að vera virðuleg í rómnum og móðguð, þegar ég sagði, að ef hann hagaði sér afmr eins og í gærkveld, yrði hann að gera svo vel að flytja úr húsinu. „Skárra er það!“ sagði hann glottandi. „En mér hef- ur alltaf fallið bezt við næstum ósigrandi borgir!“ Ég fór inn til Önnu með súpudisk, eldheit í kinnum og algerlega orðlaus yfir ósvífni þessa manns. En ég ætlaði þó að sýna honum, að ein borg væri óvinnandi, hve lengi sem hann sæti um hana. Hvemig ætti ég að geta verið samvistum við þenn- an mann, sem gat komið mér svo algerlega úr jafnvægi — kæti ég lengi staðist hann? Þvílíkar hugsanir þutu um hug minn, en ég sá engin önnur ráð en að fá einhvern til að vera hjá mér, þangað til Björn kæmi aftur. Mér datt Hanna í hug. Hún var eiginlega sú eina, sem til mála gat komið, og um kvöldið fór ég til henn- ar. Hanna var stór stúlka, ljóshærð og traustvekjandi. Ég ákvað að bera við, að ég fengi svo oft martröð á nóttunni, og væri því svo hrædd, þegar ég væri ein. Hanna tók málaleitan minni vel og kom með mér upp eftir. Ég færði dívaninn úr gamla herberginu mínu inn í svefnherbergið, svo hún gæti sofið á honum. Hönnu þurfti aldrei að gruna, að aðrar ástæður væru til þess, að ég bað hana að vera hjá mér, heldur en þær sem ég lét uppi, því þegar fyrstu, nóttina fékk ég ægi- lega martröð og lá lengi lömuð af skelfingu. Nú var ekki Björn til að róa mig. Hanna var samt ágæt, ég veit ekki, hvað hefði orðið úr mér án hennar. Ingimar stríddi mér í hvert sinn, sem honum gafst færi á, spjallaði um hve leitt væri, þegar konur „van- treystu“ sjálfum sér svo mjög, að þær þyrftu lífvörð, og allt eftir því. Ég sá mér til mikillar undrunar, að töflurnar frá hon- um Hans voru að verða búnar. Það gat varla verið ein- leikið. Hvað átti ég að gera til að ná í meira? Án þeirra gat ég ekki verið. Ekki datt mér samt í hug, að ég væri að verða þræll þeirra. Ég var bara svo slæm á taugum, titraði eins og strá og var alla vega miður mín, tæki ég þær ekki inn. Þetta myndi lagast, þegar Bjöm kæmi aftur. Hann var nú búinn að vera í burtu á aðra viku. Páll hafði verið skorinn upp og legið á milli heims og helju í nokkra daga, en var nú úr allri hættu. Ég gat ekki skilið, hvað það væri, sem þá gæti tafið Bjöm. Ingimar tók á móti einu bami, eða var ljósmóður- inni til aðstoðar, og ég heyrði eftir henni, að Björn hefði eins getað skilið eftir moðpoka sér til aðstoðar, þvi Ingimar hefði verið á balli og illa fyrir kallaður, sofnað strax og sofið, þar til henni rann svo í skap, að hún vakti hann og lét hann hafa fyrir að taka á móti barninu, þegar hún sá, að allt gekk vel og eðlilega. Seinni helgina sem Bjöm var fyrir sunnan, fómm við öll þrjú út að skemmta okkur. Ég lenti í hálfgerðum vandræðum með Ingimar, en hafði vit á að bragða ekki vín sjálf. Ég vissi, að þá var ég til alls vís. Hann dans- aði við mig, og óneitanlega var ósköp gaman að geta verið ofurlítið eftirsótt, því það vom fleiri en Ingimar, sem gáfu mér auga. Skipstjórinn sem forðum bjargaði Bimi, gat loks kom- ist að til að bjóða mér upp, eftir því sem hann sagði, og vildi svo ekki sleppa mér afmr. Ég var ánægð með það, og þegar yfirskegg hans straukst eins og óvart við kinn mína, vakti það hjá mér löngun til að kynnast því nán- ara. Heit augu hans reyndu að fanga mín og halda þeim föstum. Hann hafði aðeins bragðað vín lítið eitt, svo ekld sá á honum, en einmitt þess vegna var mér ofur- lítið órótt. Hann hélt mér líka alltof fast og sleppti ekki takinu um mittið á mér milli dansa. Ég sá unga stúlku gefa honum auga aftur og aftur, augnaráð hennar leyndi því ekki, hve þungt henni var í skapi og hataði mig heitt fyrir að vera þar, sem hún auðsjáanlega óskaði sér. (Framhald.) 252 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.