Heima er bezt - 01.07.1963, Page 29

Heima er bezt - 01.07.1963, Page 29
Hildur Inga: FYRSTI HLUTI: Oft hefi ég velt því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa söguna um Jórunni á Heiði, já stundum hefi ég verið sezt við skrifborðið tilbúin að byrja — en þá komu efa- semdirnar. Var það rétt að draga þessa gömlu rykföllnu sögu fram úr myrkri liðins tíma út í dagsljósið? Er það rétt að grafa upp aftur það, sem foksandur gleymsk- unnar hefur að miklu leyti hulið? Þau tvö, sem voru aðalpersónumar í þessum harmleik, hafa nú sofið lengi undir grónum leiðum í kirkjugarðinum á Borg. Er ekki rétt að leyfa þeim að sofa í friði? Það er annars undarlegt, hvað þessir atburðir, mér óviðkomandi að öllu leyti, geta verið áleitnir við mig. Þeir blátt áfram sækja að mér, ef ég mætti orða það svo. Það er sama hvar ég er, þeir koma og hertaka hug minn. Umvafið töfmm þess, sem gerðist fyrir löngu, stíga þeir fram úr rökkurslæðum genginna ára og unna mér ekki friðar. Og nú hef ég ráðið við mig hvað gera skuli — ég er þegar sezt við skrifborðið, hef tekið pennan mér í hönd, og með einlægri von um, að ég særi hvorki lif- endur né látna, byrja ég að skrifa. I. HAUST. Það er yndislegur haustdagur árið 18.. Lóurnar hafa hópað sig og em flognar suður yfir hafið, fjallatind- arnir orðnir örlítið hæruskotnir og túnin tekin að gulna. Ennþá er þó í loftinu ilmur frá liðnu sumri en söngvar þess þagnaðir að mesm. Á Heiði, efsta bænum í Hamradal, hefur verið mik- ið um að vera undanfarna daga, þó að heyönnum sé fyrir nokkra lokið. Dag eftir dag hefur bökunarilm- inn Iagt út um opinn eldhúsgluggann, og þegar þessum mikla bakstri var lokið upphófst mikil hreingeming. SEINT FYRNAST ÁSTIR Ný framhaldssaga Bærinn var þveginn hátt og lágt, hvergi mátti sjást blettur né ryk. Og nú einmitt í dag er þessari stórhrein- gerningu lokið. Það mátti heldur ekki seinna vera, því að á morgun mun verða gestkvæmt á Heiði. Þá er merkisdagur í lífi fólksins þar — brúðkaupsdagur Jór- unnar, dóttur hjónanna Erlendar Einarssonar og Hall- dóru Torfadóttur, er búið hafa á Heiði um 30 ára skeið. Jórunn Erlendsdóttir á Heiði, eða Hamradalsrósin eins og hún venjulega var kölluð, var einkabarn og augasteinn foreldra sinna. Við hana höfðu þau bundið sínar fegursm vonir. Þegar sól færi að lækka á lofti á ævidegi þeirra hjóna, átti hún að taka við búinu á Heiði. Hjá henni ætluðu þau að eiga rólegt og áhyggjulaust ævikvöld, á þessum kæra stað, og þar átti hún að loka augum þeirra við hinn síðasta háttatíma. Það urðu þeim því dálítil vonbrigði er hún kunngerði trúlofun sína og Agnars Ólafssonar verzlunarstjóra í Hamarsfirði. Hann myndi aldrei gerast bóndi á Heiði, en hamingja bamsins þeirra var þeim fyrir öllu svo að þau sætm sig við orðinn hlut, og undir niðri vom þau dálítið hreykin yfir að dóttir þeirra hafði unnið sigur í hinni þögulu en harðvítugu baráttu, er staðið hafði um þennan glæsilega og menntaða mann allt frá því að hann kom í Hamarsfjörð. Það var á allra vitorði að ungu blómarósimar í Ham- arsfirði og sveitinni þar í kring höfðu rennt hým auga til Agnars Ólafssonar og gert það sem í þeirra valdi stóð til að hreppa hnossið, en hörðust og tvísýnust hafði samt baráttan verið milli Jómnnar á Heiði og Sólveigar dótmr Kristjáns kaupmanns í Hamarsfirði — illmálgar mngur höfðu á tímabili kastað því á milli sín að hann væri trúlofaður þeim báðum, en þessi slúður- saga fékk algert rothögg á afmælisdegi Jórunnar 24. júlí, er þau Agnar opinbemðu trúlofun sína. Þar með vissu allir að Hamradalsrósin hafði sigrað. Heima er bezt 253

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.