Heima er bezt - 01.07.1963, Blaðsíða 31
augunum, — en nú yrði ekki aftur snúið. Agnari varð
hún og vildi fylgja, hvert sem leiðir hans lægju.
Augu hennar staðnæmdust við fjárhúsin, þar sem Er-
lendur faðir hennar og Kári voru að leggja síðustu hönd
á útbúnað heyjanna fyrir veturinn. Vesalings Kári! Það
var leiðinlegt, hvað hann tók sér nærri trúlofun henn-
ar og Agnars; hann hafði verið þögull og fáskiptinn síð-
an þau settu upp hringana. Jórunn og Kári höfðu ver-
ið mjög góðir vinir — frá hennar hendi aðeins vinir —
síðan hann kom að Heiði, 16 ára að aldri, fölur, renglu-
legur, feiminn drengur, barn bláfátækra hjóna er
bjuggu með stóran ómagahóp á litlu koti neðar í daln-
um. En á Heiði hafði honum vaxið fiskur um hrygg við
móðurlega og hlýja umönnun Halldóru húsfreyju, og
þar var hann búinn að vera í samfleytt 10 ár og orð-
inn karlmannlegur og frjálslegur, einhver sá myndar-
legasti af ungum mönnum þar um slóðir.
„Kæri, góði Kári minn! Ég vildi óska, að Guð gæfi
þér góða konu sem þú yrðir ánægður með. Þá getur þú
búið hér á Heiði og bætt upp það, sem pabbi og mamma
missa, við það að ég fer burt frá þeim.“
Jórunn staldc ldútnum í barm sinn og hélt aftur af
stað heim til bæjar, — en hana óraði ekki fyrir því að
hún hefði hitt á óskastund, er hún bað Guð um hugg-
un og hjálp Kára til handa, og allra sízt grunaði hana
á hvern hátt ósk hennar yrði uppfyllt.
Þar sem mikil umsvif þurfti við veitingamar handa
öllum gestunum, hafði Halldóra húsfreyja beðið tvær
konur úr Hamarsfirði að hjálpa til við undirbúning og
einnig í veizlunni sjálfri. Þessar konur komu að Heiði
snemma brúðkaupsdagsmorguninn. Þær sögðu þau tíð-
indi að haustskipið hefði komið til Hamarsfjarðar um
nóttina og farið aftur með morgunsárinu.
Það hafði verið ákveðið að hjónavígslan skyldi fara
fram klukkan þrjú um daginn, síðan sezt að máltíð og
þar á eftir stiginn dans í hinni rúmgóðu stofu er allir
lausir munir höfðu verið fjarlægðir úr. Meðal gestanna
var piltur úr Hamarsfirði með harmoniku, svo að fyrir
öllu hafði verið séð og ekkert til sparað að allt gæti
verið sem ánægjulegast. Og þegar gamla klukkan á bað-
stofuveggnum á Heiði sló þrjú, var allt tilbúið og allir
boðsgestir komnir. Hinir einu ókomnu vom brúðgum-
inn sjálfur, Agnar Ólafsson, og hinn aldurhnigni heið-
ursmaður og sómaklerkur séra Hálfdán Benediktsson á
Borg. Hann hafði skírt Jórunni, fermt hana og nú átti
hann að gifta hana.
Það hafði verið mikil og góð vinátta milli Heiðar-
heimilisins og prestsetursins á Borg um áratuga skeið,
og þegar séra Hálfdán varð fyrir þeirri þungu sorg að
missa konu sína, maddömu Guðveigu, höfðu hjónin á
Heiði reynzt honum með afbrigðum vel og gert allt
er þeim var unnt til að létta honum sorgina. Eftir lát
konu sinnar hafði séra Hálfdán búið með ráðskonu,
ágætismanneskju, er annaðist klerk og Borgar-heimil-
ið af stakri alúð og trúmennsku. Börn hafði Forsjón-
inni ekki þóknast að gefa þessum virðulega og einlæga
drottinsþjóni.
Það vakti mikla furðu meðal gestanna og heimafólks
á Heiði, að brúðguminn sjálfur skyldi ekki vera kom-
inn á réttum tíma. „Hann hefur tafizt vegna skipskom-
unnar; efalaust fengið mikið af vörum. Það kemur allt-
af svo mikið með haustskipinu,“ sögðu menn. Og tím-
inn leið, samtahð varð slitrótt og vandræðalegt og loks
dó það út til fulls. Fólkið sat þögult og beið.
Halldóra húsfreyja sýslaði í eldhúsinu með vinnu-
konu sinni og konum þeim er hún hafði fengið sér til
hjálpar. Erlendur bóndi gekk um meðal gestanna og
reyndi að brjóta upp á samræðum en það gekk treg-
lega. Að síðustu hætti hann öllum tilraunum í þá átt.
Hann staðnæmdist við baðstofuglugjgann oe horfði út.
Hamradalsrósin, fallega saklausa dalabarnið, stóð við
gluggann á svefnherbergi sínu og horfði vestur dalinn.
Hún var komin í brúðarkjólinn sinn. Hann fór henni
mjög vel — aldrei hafði hún verið fegurri, en hún var
föl og óróleg. Hvemig gat Agnar verið svona kæm-
laus? Hvernig gat hann gert þetta? Og hvað tafði séra
Hálfdan? Guð minn góður! Hvað hafði komið fyrir?
Tíminn leið — já silaðist áfram; mínúturnar komu og
fóm, hlaðnar nístandi geig, kveljandi langar.
Fyrir þann, sem bíður eftir að fegursti draumur lífs-
ins rætist, geta andartökin orðið að ámm. Loksins, þeg-
ar gamla klukkan á Heiði hafði slegið fimm dimm og
þung högg, sást til ríðandi manns neðan dalinn. Hann
fór hægt og sat álútur á hestinum. Þegar hann nálgað-
ist, þekktu menn að þar fór séra Hálfdan á Borg.
Allir biðu komu klerksins með óttablandinni eftir-
væntingu. Hvaða tíðindi mundi hann flytja?
En harm hraðaði síður en svo för sinni. Hann lét
hestinn lötra fet fyrir fet. Séra Hálfdan vissi af langri
lífsreynslu, að sá sem flytur slæmar fréttir kemur alltaf
of fljótt.
Erlendur bóndi gekk út og beið klerks á hlaðinu.
Séra Hálfdan steig af bald, gekk til Erlendar og rétti
honum hendina. Erlendur tók í hönd hans. Þeir sögðu
ekkert en horfðust í augu og handtak þeirra var fast og
innilegt. Eftir stundarþögn sagði Erlendur:
„Þú munt flytja mildl tíðindi, séra Hálfdan.“
„Já, vinur minn, mikil og ill. Ég vildi óska, að ég
hefði eldd þurft að vera boðberi slíkra tíðinda hingað.
Ég hef alltaf hugsað til þess með gleði að koma á þitt
heimili, Erlendur, þangað til nú — nú finnst mér ég
tæplega hafa kjark til þess að koma hingað.“
„Við skulum koma inn, séra Hálfdan,“ sagði Er-
lendur.
Þeir gengu að dyrunum. Erlendur lauk þeim upp og
Heima er bezt 255