Heima er bezt - 01.07.1963, Page 34

Heima er bezt - 01.07.1963, Page 34
Frá Norðurhjara (Framhald af bls. 238.) ------------------------------ og fornmannlegur, fálátur og stirðmæltur. Sá er þetta ritar, sá hann aðeins á ferð og fannst hann vera sem bergþursi úr hömrum genginn. En flestir verða aðrir við frekari kynni. Kona Benedikts hét Sigríður Péturs- dóttir. Hún átti eina dóttur, áður en hún giftist, er Petrína hét og verður síðar getið. Benedikt bjó á Vargsnesi í 14 ár, fluttist þaðan í Naustavík 1901, og þaðan í Kotamýrar, og verður hans enn getið. Gunnar Jósepsson bjó fyrst með Benedikt á Vargs- nesi, en síðar einn. Vargsnes fór í eyði 1903. Sigur- björn Sigurjónsson frá Naustavík fluttist þangað árið 1920 með konu sinni, Petrínu Jóhannesdóttur,stjéipdótt- ur Benedikts Oddssonar. Þau endurreistu þar öll hús og bjuggu þar í 12 ár. Árið 1932 fer jörðin að fullu í eyði, hús voru rifin, og ábúendur fluttust að Eyri á Flateyjardal. Sigurbjöm á nú heima á Húsavík. (Framhald.) Draumar (Framhald af bls. 239.) ------------------------- Þegar eftir fótaferð kemur Olafur inn til mín að heilsa upp á mig. Að því loknu segir hann: „Þú barðir nokkuð fast að dyrum í gærkvöld, frændi! Áður en ég fór að hátta, gekk ég út að vanda til að loka húsinu, en í því ég hefi lokað, eru barin þrjú stór högg í hurðina. Ég lýk upp aftur og fer út, en sé engan úti, fer svo inn aftur og loka hurðinni. En ekki er ég kom- inn lengra en upp í miðjan stigann, þegar aftur eru bar- in sömu höggin þrjú. Fer ég svo aftur út, en sem fyrr er enginn úti. Fer ég nú og gái í kringum allt húsið, en sé engan, og síðan svipast ég um allt húsið niðri til að leita af mér allan gmn, hvort þar geti nokkur verið, sem höggun- um valdi. En svo var ekki og gat heldur ekki verið, þar sem allir vom háttaðir uppi á lofti. Mér þótti þetta all- undarlegt, og var ekki laust við, að á mig slægi óhug. Þó nefndi ég þetta ekki við neinn. Líður nú dálítil stund, en ég var þó ekki sofnaður. Em þá enn barin þrjú högg. Verður mér hálfhverft við þetta og kem mér einhvern veginn ekki að því að fara enn til dyra og bið Guðnýju dóttur mína að gera það. En því var ég óvanur að fara ekki til dyra sjálfur, þeg- ar einhver er kominn. En nú brá svo við, að þú varst kominn! Alltaf vom höggin nákvæmlega eins í öll skiptin.“ ------Þetta er þá sagan af höggunum þremur. Eng- um sem Ólaf þekkti, mjmdi detta í hug að rengja sögu hans. Var þetta hugur minn, sem barði, eða var það fylgja mín, sem vildi gera vart við komu mína? Hver vann Gascoigne mjaltavélina? Nú hefur verið dregið út nafn þess þátttakanda í síð- ustu verðlaunagetraun „Heima er bezt“, sem hlýtur hin glæsilegu verðlaun, sem eru einnar fötu Gascoigne mjaltavél með öllu tilheyrandi, að undanskildum loft- röram. Verðlaunin eru samanlagt að verðmæti kr. 11.500.00. Þátttaka í getrauninni var mjög mikil og mik- ill meiri hluti af ráðningunum sem bárust var rétmr. Sá, sem var svo stálheppinn að hljóta verðlaunin að þessu sinni, var BALDUR EINARSSON, Ekkjufelli, Fellum, N.-Alúlasýslu. Það borgaði sig vel fyrir Baldur að taka þátt í get- rauninni, og óskum við honum til hamingju með hin glæsilegu verðlaun. Vonum við að bæði hann og allir þeir sem tóku þátt í getrauninni hafi haft af því nokkra dægradvöl. Myndirnar, sem við birtum af hinum þjóð- kunnu mönnum vom óvenjulegar vegna þess að þær vora gerðar eftir „negativum“ filmum. Myndimar voru í þessari röð: 1) Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, 2) Matthías Jochumsson, 3) Stephan G. Stephansson, 4) Guðrún Árnadóttir frá Lundi og 5) Ármann Kr. Einarsson. Fyrstu verðlaun: Gascoigne mjaltavél að verðmceti 11.500 kr. 258 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.