Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 35
HEIMA ______________
BEZT BÓKAH I LLAN
Guðmundur Daníclsson: Verkamenn í víngarði. Reykja-
vík 1962. ísafoldarprentsmiðja h.f.
Höfundur endurprentar hér úr Suðurlandi viðtöl, er hann hef-
ur átt við ýmsa Sunnlendinga á undanförnum árum. Þar kynn-
urnst vér fólki úr flestum stéttum og á ýmsum aldri. Mörg sam-
tölin eru skemmtileg og bregða upp svipmynd úr lífi einstaklinga
og raunar þjóðlífinu öllu. Einkum af mörgu því, sem nú er að
hverfa, eða er þegar horfið með öllu. En hinu verður ekki neitað,
að viðtölin eru mjög misjöfn að gæðum, og höfundur nær hvergi
nærri fullum tökum á öllum þeim, sem hann ræðir við, og sem
heild stendur þessi bók ekki jafnfætis fyrri samtalsbók höfundar.
Ég hygg, að betra hefði verið að geyma greinarnar ögn lengur, svo
að úr meira væri að velja til útgáfu. Þá hefði fengizt heilsteyptari
og betri bók.
Edward Seidensticker: Japan. Reykjavík 1963. Almenna
bókafélagið.
Þetta er fimmta bókin í flokknum Lönd og þjóðir. Hún er
fallega út gefin sem fyrri systur hennar, prýdd fjölda ágætra
mynda og sýnir lesandanum inn í heim, fjarlægan okkur, ekki
einungis á yfirborði jarðar heldur og í menningu og hugsunar-
hætti fólksins. Ekki fæ ég varizt því, að mér þykir hún ekki jafn-
skemmtileg og fvrri bækurnar í flokknum. Veldur þar ef til vill
nokkru um, að hún er skrifuð handa Bandaríkjamönnum, og
lætur sér því tíðrætt um gagnkvæm viðhort þeirra og Japana. En
bókin er engu að síður girnileg til fróðleiks.
Þórbergur Þórðarson: Marsinn til Kreml. Reykjavík
1962. Helgafcll.
Við lestur þessa kvæðiskorns gæti lesandanum dottið í hug að
Þórbergur gerðist nú gamlaður úr hófi fram. Kvæðið er í senn
smekklítið og þróttlaust. Hin ferska fyndni höf. er þar ekki til.
Það er líkast vandræðafálmi manns, sem glatað hefur allri fót-
festu, en vill þó ekki trúa því, en reynir að halda dauðahaldi í
úreltar skoðanir, og telja sér trú um að sér hafi ekki skjátlast. En
þótt kvæðið sé lélegt, þá eru þó formáli og skýringar lélegri.
Jón Sigurðsson: Rit — lllaðagreinar II. Reykjavík 1962.
Menningarsjóður.
Hér birtist annað bindið af ritsafni Jóns Sigurðssonar og flytur
það eingöngu greinar þær eða fréttabréf, sem hann skrifaði í
norska blaðið Christiania Intelligentssedler. Falla þær í tvo meg-
inþætti. Annars vegar eru bréf um íslenzk efni frá árunum 1862—
1871, en hins vegar um dönsk málefni, eru þau bréf öll frá árinu
1862, en þá voru miklir atburðir í aðsigi í Danmörku. 1 greinum
Jóns frá íslandi er mikinn og merkan fróðleik að finna um mál-
efni íslands, og fer ekki hjá því, að við lestur þeirra verði oss
margt ljósara um viðburði þessara ára, viðhorf Jóns til manna og
málefna og hið þrotlausa starf hans til þjóðarheilla. En ekki verða
bréf þessi talinn skemmtilestur, öðrum en þeim, sem hug hafa á
sagnfræðilegum efnum. Greinarnar frá Danmörku sýna oss, hversu
vel Jón hefur fylgzt með öllu markverðu, sem gerðist þar í landi,
og hversu skarpa sýn hann hefur haft um málefni Dana sjálfra
ekki síður en það sem við kom íslendingum. Einnig kynnumst vér
þar vel hvern hug hann bar til Dana á þessum árum. Sverrir
Kristjánsson hefur búið bindi þetta til prentunar og skrifar fróð-
legan inngang að því. Gerir hann þar grein fyrir deilunni um
suðurjózku hertogadæmin, en fátt held ég sé öllu leiðinlegra x
sagnfræði, sem vér íslendingar lesum. Og þótt vel sé frá sagt, þá
megnar höfundur ekki að gera úr því lostæti.
Sigurður A. Magnússon: Við clda Indlands. Reykjavík
1962. Isafoldarprentsmiðja h.f.
Ég hóf lestur þessarar miklu ferðabókar með hálfum huga. Var
hvort tveggja, að ég hefi hvorki verið sérlega hrifinn af höfundi
hennar né Indlandi. En skemmst er af því að segja, að höf. hefur
tekizt að skrifa hér góða bók og skemmtilega. Hann hefur margt
séð og segir hispurslaust frá, og hefur sýnilega gert sér far um að
kanna meira en ytra borð þeirrar menningar og þjóðar, sem hann
gisti, og tekur sér hér fyrir hendur að lýsa. Hins vegar verður
hann sums staðar óþarflega langorður, og hinar síendurteknu
lýsingar á hofum Indverja verða að lokum dálítið þreytandi, en
þau hafa sýnilega orkað á höfund eins og ævintýri Þúsund og
einnar nætur. Óþarfar virðast mér margendurteknar hnútur í
garð Breta, þótt vafalaust megi finna þeim orðum stað. En allt
um þessar misfellur, á höf. þakkir skilið fyrir fróðlega bók, sem
vissulega ætti að vekja skilning vorn á ýmsum viðfangsefnum þess-
arar fjarlægu stórþjóðar.
Allan Moorehead: Hvíta Níl. Reykjavík 1963. Ahnenna
bókafélagið.
Afríka og frelsisumbrot þjóðanna þar er nú mjög á dagskrá.
Hins vegar mun þekking manna almennt á þessum löndum og
sögu þeirra vera mjög af skornum skammti, og ekki sízt um það,
hvernig Evrópuþjóðir náðu þar fótfestu og yfirráðum. Bók þessi
skýrir frá einum þætti þeirra mála. Rannsóknum á upptakakvísl-
um Nílar, og hvemig löndin þar verða smám saman háð valdi
Evrópumanna. Sagt er þarna frá miklum mannraunum og hetju-
dáðum. Þar er skyggnst inn í líf frumbyggjanna, og gerð grein
fyrir þeim ógnum, sem þeir áttu við að búa af hálfu arabiskra
þrælaveiðara, áður en Evrópumenn tóku að seilast þar til yfir-
ráða. Og umfram allt kynnumst vér þar merkilegum mönnum,
landkönnuðunum, sem ruddu fyrstu brautirnar inn í myrkviði
Afríku. Mannlýsingarnar, þótt stuttar séu, gera þá ógleymanlega,
Burton, Speke, Grant, Gordon að ógleymdum þeim Livingstone og
Stanley, Emin pasja og hvað þeir hétu allir saman. Bókin er stór-
fróðleg og skemmtilegri aflestrar og meira spennandi en flestar
skáldsögur. Og hún er menntandi bók. Þýðandi er Hjörtur Hall-
dórsson, og virðist verk hans vel af hendi leyst.
Heima er bezt 259