Heima er bezt - 01.07.1963, Side 36

Heima er bezt - 01.07.1963, Side 36
190. Er Dikk frændi búinn að finna leið út úr fangelsinu? Hefur hann fund- ið veginn til frelsis? Ekki fyllilega .... Námugöngin liggja út í námuhólf, sem óhugsandi er að klifra upp úr. 191. Dikk frændi rannsakar námuhólf- ið rækilega. Hann finnur mynnið að öðrum námugöngum, en vim 50 m innar er komið að heljar-hyldýpi, sem nær óra- langt niður í bergið .... 192. Dikk frændi snýr nú aftur þang- að, sem ég hafði legið sofandi. Hann vekur mig og segir mér frá allri rann- sóknarför sinni, og hvað hann hafi fund- ið á þessari löngu og erfiðu ferð sinni. 193. Ég fylgist nú með Dikk frænda alla leiðina upp aftur, unz við komum í námuhólfið við endalok námuganganna. Honum er fyllilega ljóst, að horfur okk- ar eru allmiklu betri en áður. 194. „Við verðum að finna einhver ráð til að komast hérna upp úr námuhólf- inu,“ segir Dikk frændi. „En það er von- laust að hugsa sér að klifra hérna upp. Mér dettur samt ráð í hug.“ 195. Án þess að skýra nokkuð frekar fyrir mér, hvað hann eigi við, kveikir Dikk frændi á blysi úr þurrum spýtu- flísum og hverfur síðan inn í námu- göngin, sem við síðast höfðum farið um. WíB 196. Eftir örskamma stund kemur hann aftur með afar granna stöng. „Þetta er eini-spíra,“ segir hann. „Ég tók eftir henni á leiðinni hingað .... Nú skaltu sjá, hvað ég ætla mér að nota hana. Sjáðu nú bara til .... “ 197. Mér verður brátt ljóst, hvað fyrir honum vakir. Ur þessari seigu og sveigj- anlegu eini-spíru býr hann sér boga og ætlar, þegar dimmt er orðið, að skjóta brennandi spýtukubbum upp um námu- hólfs-opið. 198. Með fáeinna mínútna millibili sendir Dikk frændi logandi spýtukubba upp um námuopið, en kubbana lætur hann liggja í litlum eldi, sem hann hef- ur kveikt rétt hjá sér úr ótal flísum og spýtnarusli.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.