Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 4
ÞORSTEINN JÓSEPSSON:
Matthías Hel pason, Kaldrananesi
að er ekkert um mig eða ævi mína að segja. Hún
er eins og ævi velfiestra samfyigdarmanna, smá
í sniðum og sker sig hvergi úr. Engin stórtíð-
indi. Engar byltingar. Ekkert að segja.
Eitthvað áþekkt þessu fórust Matthíasi Helgasyni,
fyrrum bónda á Kaldrananesi í Strandasýslu, nú búsett-
um að Langholtsvegi 14 í Reykjavík, orð, er við tók-
um rabb saman um liðna tíma og þá breytingu, sem
hefur átt sér stað á undanförnum áratugum.
Ég skil það sjónarmið Matthíasar, þegar hann talar
af þvílíkri hógværð um ævi sína og störf, að í raun og
veru er líf hans í heild ekki frábrugðið lífi annarra
manna í bændastétt á þessu tímabili, sker sig ekki úr í
neinum höfuðatriðum. Þeir lifðu ekki heimsviðburði
í þeirri mynd, sem sumar grannþjóðir okkar gerðu.
Og þó! Það er eitt stórt þó í ævi hvers einasta bónda
og hvers einasta einstaklings, sem lifað hefur 80 undan-
farin ár á íslandi og þá stórkostlegu byltingu, sem átt
hefur sér stað í efnahagslegri, tæknilegri og menningar-
legri þróun svo til á hverju einasta heimili landsins,
auk hinnar sögulegu þróunar sjálfstæðisbaráttunnar.
Með tilliti til alls þessa, er líf hvers einasta áttræðs Is-
lendings merkur þáttur og merkilegt innlegg í heildar-
söguna, hlekkur í örlagakeðju hennar. Og þó mönnum
finnist líf sitt ekki hafa skorið sig í neinu úr lífi ná-
grannans, eða vera frábrugðið á einn eða neinn hátt,
Matthias Helgason og Margrét Þorsteinsdóttir.
þá er af svo óendanlega miklu að taka, óendanlega mik-
ið að segja frá fyrir þá kynslóð, sem nú er að vaxa upp
og þekkir ekki erfiðleikana og baslið frá aldamótaárun-
um. Við þekkjum ekki heldur þann vonarneista, sem
kviknaði í brjósti hvers einasta manns á þessum árum í
sambandi við sjálfstæðisbaráttuna, né þann hugsjóna-
eld, sem síðar varð til þess að bera þetta málefni ís-
lands fram til fulls sigurs.
Nei, þeir hafa frá mörgu að segja þessir gömlu menn,
sem urðu til þess að hrifsa okkur upp úr drunga og fá-
tækt miðaldareymdar og sveifla okkur í einu vetfangi
inn í hringiðu heimstækninnar. Slíka byltingu hefur
engin ein þjóð í Evrópu lifað á jafn skömmum tíma.
Og þegar við lítum yfir sögu Matthíasar bónda frá
Kaldrananesi, þá er hún, þrátt fyrir hans hógværu orð,
saga heillar kynslóðar og heillar þjóðar á mesta þró-
unartímabili, sem hún hefur af að státa, og hún er það
einmitt vegna þess að saga hans er í stórum dráttum
í engu frábrugðin lífi og starfi annarra einstaklinga
þjóðfélagsins á þessu tímabili.
Þannig er saga þjóðarinnar allrar. Dæmið um Matthías
Helgason verður ennþá gleggra og ennþá áhrifameira,
þegar þess er gætt að hann er alinn upp sem munaðar-
leysingi, fjarri umbun og vernd áhrifaríkra foreldra.
Hann brýzt fram til þeirra litlu mennta, sem fátækl-
ingur í sveit gat hugsað sér mesta og síðan varð hann
í vissum skilningi brautryðjandi í jarðræktarmálum,
ekki aðeins sveitar sinnar og héraðs, heldur langt út
fyrir þau takmörk. Ungur gerizt hann sjálfseignarbóndi
og sveitarhöfðingi á mikilli og góðri jörð á Ströndum
norður. Ef þetta er ekki talið tákn þjóðarsögunnar í
heild á undanförnum áratugum, þá hef ég ekki skilið
hana rétt og skoða hana í öðru ljósi en aðrir.
En nú vík ég tali mínu aftur að Matthíasi fyrrum
bónda á Ströndum og bið hann segja mér eitthvað frá
uppruna sínum og uppvexti.
£g er Strandamaður, sagði Matthías, og þar liggur
starfssaga mín að heita má öll. Ég dvaldi aldrei lang-
dvölum utan Strandasýslu. Um ætt mína er það að
segja, að karlleggur föðurættar minnar er kominn aust-
an úr Vestur-Skaftafellssýslu, en móðurætt mín sunn-
an frá Breiðafirði og vestan úr Önundarfirði.
Foreldrar mínir, Jónína Ólöf Jónsdóttir og Helgi
Kristjánsson, voru í húsmennsku að Bræðrabrekku í
Bitru þegar ég fæddist hinn 21. júní 1878, og hefi ég
300 Heima er bezt