Heima er bezt - 01.09.1963, Side 30

Heima er bezt - 01.09.1963, Side 30
Hildur Inga: ÞRIÐJI HLUTI: Þá hafði Agnari fundizt þetta laukrétt og ekkert við það að athuga, en nú hvarflaði að honum sú hugsun að ef til vill hefði ást móður hans og taumlaust eftirlæti lagt grundvöllinn að mistökunum í lífi hans. Óviljandi hafði móðir hans stuðlað að því að gera hann, sem var sólargeisli lífs hennar, að skuggavaldi í lífi annarra. „Elsku manna mín! Aldrei má ég ásaka þig — þig, sem fórnaðir öllu mín vegna. Nei, aidrei — aldrei! Það er svo oft, að þegar einhver á aðeins eitt til að elska og lifa fyrir, mistekst að fara með dýrgripinn á réttan hátt.“ Móðir hans hafði ekki séð neinar veilur eða brota- lamir í skapgerð hans. Þar af leiðandi gat hún ekki vand- að um við hann; þvert á móti hafði hrós hennar og hreykni verkað sem olía á eld sjálfsdýrkunarinnar í brjósti hans; eflt þá hugmynd hans að honum væri ekk- ert of gott og fyrirgæfist allt. En móðir hans var ekki ein um að sá ógæfufræjum í sál hans. í skóla og meðal leikfélaga sinna var hann dáður, og er hann eltist var það einkum kvenþjóðin er kepptist um hylli hans, og hvernig sem hann lék skóla- systkini sín og vini, fyrirgáfu þau honum. Bros og nokk- ur falleg orð — og svo var allt gott á ný! Já, þannig hafði þetta gengið. Agnar gekk að glugganum og lagði ennið að rúð- unni. Það svalaði að finna kalda rúðuna við brennheitt ennið. Mollan og kyrrðin inni var óbærileg; bezt að fara út og draga að sér hreint loft. Elonum fannst hann ætla að kafna; fannst herbergið þrengja að sér eins og fangelsi. Hann gekk út, kvöldloftið rakt og tært hafði friðandi áhrif á æst skap hans. Án þess að hugsa um hvert hann fór gekk hann eftir veginum upp úr firðin- um. Hann fór hægt og hélt áfram að rifja upp liðin ár. Þetta var eins og reikningsski], nokkurs konar upp- SEINT FYRNAST ÁSTIR Ný framhaldssaga gjör, — og Agnari duldist ekki að útkoman myndi ekki fögur. Agnar sparkaði í steinvölu svo að hún þeyttist lang- ar leiðir. „Þetta er allt andstyggilegt — já skammarlegt,“ taut- aði hann. En skammarlegast af öllu var framkoma hans við Jórunni, og því var hefndin nú komin yfir hami, sigurgangan stöðvuð. Þetta hafði Sveinn líka sagt í bréfinu. Svein, bezta vininn sem hann hafði eignazt, hann hafði hann líka sært og svikið. Hann mundi greinilega dansleikinn, þeg- ar þeir sáust seinast. Þeir voru þá báðir tuttugu og eins árs og höfðu verið óaðskiljanlegir vinir frá því að þeir hittust fyrst í barnaskóla. Sveinn hafði alltaf sætt sig við að standa í skugganum. Hann var hvergi nærri eins glæsilegur og Agnar, en bæði gáfaður og sérlega góður piltur. Hann hafði trúað Agnari fyrir því að daman hans á dansleiknum yrði frænka hans, Elín að nafni, þá nýkomin utan af landi. Og það leyndi sér ekki, að Sveinn var mjög hrifinn af þessari ungu frænku sinni, enda hafði Agnar veitt því eftirtekt, að Sveinn hafði ekki haft eins mikinn tíma til að vera með honum síð- ustu dagana fyrir dansleikinn og áður, og hafði hann borið ýmsu við, en hann hafði aldrei minnzt á þessa frænku sína við Agnar fyrr en daginn fyrir dansleik- inn. Ef til vill hefur verið í honum einhver geigur við vin sinn, þennan „Don Juan“ sem var það svo auðvelt að heilla kvenfólkið. Agnari duldist ekki að Elín var afar-lagleg stúlka. Hann sá einnig, að Sveinn var alvarlega ástfanginn af henni. Það var ekki fyrr en ballið var hálfnað, að Agnar bauð Elínu í dans, en eftir það skildu þau ekki þar til er dansinum lauk. Og það var Agnar, sem fylgdi henni 326 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.