Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 36
208. Dagarnir liðu. Fjárhaldsmaður minn og lögfræðingur hans leitast við að ráða fram úr málefnum jarðeignar- innar. Einn daginn kemur frú Tomsson og segir mér, að fjárhaldsmaður minn þurfi að bregða sér til útlanda. 209. „Eri verst af öllu er samt það, að þú missir eignarréttinn á herrasetrinu," segir hún angurvær og snökktandi. „Það verður að selja jarðeignina. Skuldirnar eru svo miklar, og skattar gífurlegir.'1 210. Seinna um daginn kemur maður, sem á að vera í staðinn fyrir fyrrverandi fjárráðamann minn. Þetta er ákaflega brosleitur maður. Og auðvitað er hann lögfræðingur .... Hann heitir Haukur. 211. Erfðaeign minni verður þá ekki bjargað. Jæja, ekki dugir að gráta út af því. Til eru þeir, sem verr eru settir. Eg geng frá eignarhlutum mínum og fer síðan með Hauki lögfræðingi heim til hans. 212. Við erum tvær-þrjár klukkustund- ir á leiðinni heim til hans. Þessi nýi forsjármaður minn kynnir mig fyrir syni sínum, Serkir. Við tökumst í hend- ur og heitum lögfræðingnum og einnig hvor öðrum, að verða góðir félagar. 213. Serkir hefur heyrt sagt frá ævin- týrum þeim, sem ég hefi lent í, og þeg- ar við erum orðnir einsamlir, biður hann mig að segja sér allt, sem á daga mína hafi drifið. Eg tek þá til óspilltra málanna, og hann hlustar spenntur. 214. Þegar ég segi honum frá því, að einu sinni hafi lögreglan verið á hælun- um á mér, dáist hann að því: „Þú ert sannarlega kall í krapinu og af rétta taginu,“ segir hann. „Þú átt heima í okkar hóp!“ 215. Ég reyni að koma Serki í skilning um, að ég hafi verið alveg saklaus um þau lögbrot, sem ég var grunaður um. En Serkir hlustar ekki á neinar skýring- ar og afsakanir — þess háttar er honum utangátta og aukaatriði. 216. Þegar Haukur lögfræðingur er farinn til Stokkhólms um kvöldið, tekur Serkir mig út með sér: „Nti skaltu fá að kynnast kumpánunum mínum,“ segir hann. „Þeim mun eflaust geðjast frá- bærlega vel að þér!“ 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.