Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 22
með erfiði, en hinn, sem flýgur eins og steikt gæs í
munninn.
Allir kannast við málsháttinn: Illur fengur illa for-
gengur. Þessi málsháttur á ekki við gróða af venjuleg-
um höppum í fjármálum, eða fljóttekinn, heiðarlegan
gróða. Þessi málsháttur á við fé, sem ranglega er af
öðrum haft, annað hvort með undirferli, svikum eða
ofríki. Langt er síðan þessi þjóðtrú, sem málsháttur-
inn á við, varð til á íslandi. Líklega er þessi trú jafn-
gömul íslandsbyggð og vil ég því til sönnunar benda
á söguna um Þórdísi spákonu á Spákonufelli, sem sögð
er í Þætti Þorvalds víðförla. En þar segir svo:
„í þann tíma bjó Þórdís spákona út á Skagaströnd,
þar sem heitir að Spákonufelli. Á einu sumri þá hún
heimboð að Koðráni á Giljá, því að hann var vinur
hennar. En er Þórdís var að veizlunni og hún sá, hver
munur var gerr þeirra bræðra, þá mælti hún til Koð-
ráns: „Það legg ég til ráðs með þér, að þú sýnir meiri
manndóm héðan af Þorvaldi syni þínum, en þú hefur
gert hér til, þvi að ég sé það með sannendum, að fyrir
margra hluta sakar, mun hann verða ágætari en allir
aðrir þínir frændur. En ef þú hefur á honum litla elsku
að sinni, þá fá þú honum kaupeyri og lát hann lausan,
ef nokkur verður til að sjá um með honum, meðan
hann er ungur.“ Koðrán sá að hún talaði slíkt af góð-
vilja, og sagðist víst mundu fá honum nokkuð silfur.
Lét hann þá fram sjóð og sýndi henni.
Þórdís leit á silfrið og mælti:
„Ekki skal hann hafa þetta fé, því að þetta fé hefur
þú tekið með afli og ofríki af mönnum í sakeyri.“
Hann bar þá fram annan sjóð og bað hana þar á líta.
Hún gerði það og mælti síðan:
„Ekki tek ég þetta fé fyrir hans hönd.“
Koðrán spyr: „Hvað finnur þú að þessu silfri?“
Þórdís svarar: „Þessa peninga hefur þú saman dreg-
ið fyrir ágirndar sakir í landskyldum og fjárleigum
meirum en réttligt er. Fyrir því heyrir slíkt fé þeim
manni ei til meðferðar, er bæði mun verða réttlátur og
mildur.“
Síðan sýndi Koðrán henni digran fésjóð, og var full-
ur af silfri. Vá Þórdís þar af þrjár merkur til handa
Þorvaldi, en fékk Koðráni aftur það, er meira var.
Þá mælti Koðrán: „Fyrir hví vildir þú taka heldur
af þessum peningum fyrir hönd sonar míns en af hin-
um, er ég færða þér fyrr?“
Hún svarar: „Því að þú hefur að þessum vel komizt,
er þú hefur tekið í arf eftir föður þinn.“
Þessi frásaga um spákonuna Þórdísi er um margt
merkileg og trú hennar á vel fengnum auði og illa
fengnum er ekki útdauð. Hún lifir enn góðu lífi, sem
betur fer.
Þá vil ég að lokum líta lengra aftur í tímann, þar
sem ungur maður stendur á vegamótum, en fram und-
an honum blasa við milljóna auðæfi og mikil völd.
Hann finnur það að miklum völdum og milljóna auði
fylgir mikil ábyrgð. Hann hefur því þungar áhyggj-
ur. í draumi á hann viðtal við guð. Fannst honum í
draumnum, að hann mætti biðja guð um, hvað sem
væri, en hann bað aðeins um gaumgæft hjarta, það er
gott og viturt hjarta, en guði féll bæn hans svo vel, að
hann veitti honum auk þess allt, sem hann bað ekki um,
langlífi, frægð, auð og völd.
Þessi ungi maður var Salomon hinn vitri konungur.
Hann skildi vel, hver ábyrgð fylgdi að eignast milljón-
ir, og hann valdi vafalaust réttu leiðina, að biðja um
vizku og manngæði. Þá komu önnur lífsgæði í kjölfar
þess.
Þá vil ég að síðustu víkja aftur að höfundi ritgerð-
arinnar. Ég tel að þessi örstutta ritgerð eftir óþroskað-
an ellefu ára dreng endurspegli ótrúlega vel aldarhátt-
inn. En hann er sá fyrst og fremst að njóta, en minna
hugsað um að þjóna. Er það ílíkt hinum unga, vitra
Salomon, sem óskaði þess að sér væri gefið gott og vit-
urt hjarta. Hann fann hve mikil ábyrgð fylgir því að
verða skyndilega auðugur og valdamikill.
Ef ég ætti að ráðleggja ungum æskulýð, hvernig hann
ætti, hver einstaklingur, að bregðast við, ef lánið rétti
að honum stóra fjárhæð, eins og t. d. eina milljón. Ég
myndi ráðleggja að verja fénu fyrst og fremst sér til
menntunar. Verja því til þess að búa sig sem bezt und-
ir lífið og verða sér úti um nám í verklegum eða and-
legum greinum. Búa sig undir lífsbaráttuna. Það er
bezta fjárfesting æskumannsins, hvort sem rætt er um
ungan pilt eða unga stúlku.
I Hávamálum er þetta alkunna stef:
„Byrði betri
berratt maður brautu at
án sé manvit mikit;
auði betra
þykkir þat í ókunnum stað;
slíkt er válaðs vera.“
í þessu forna stefi er manvit mikit talið auði betra í
ókunnum stað. Þessi gáfulegu spakmæli eru enn í fullu
gildi. Lífsbarátta nútíma æsku er að vissu leyti hörð,
þótt tækifærin séu mörg. Staðgóð þekking, þrek og
góðar gáfur er bezti auður æskumannsins. Þessi fjár-
sjóður getur verið margra milljóna virði.
Oft er mikið rætt um gáfnamun ungmenna, og þessi
munur sýndur með margbreyttum prófraunum. Ég
viðurkenni þessa staðreynd, að meðfæddar gáfur séu
misjafnar, en ég fullyrði, að enn meiri munur er á
beitingu gáfnanna. Að enn meiri munur sé á því,
hvernig menn beita meðfæddum gáfum, heldur en á
mismun gáfnanna.
„Hvað myndir þú gera, ef þú ættir milljón?“ Þetta
var yfirskrift ritgerðarinnar hjá hinum ritsnjalla II ára
dreng. Þessi spurning er vel þess verð, að henni sé velt
fyrir sér, og upphæðin þarf ekki endilega að miðast við
eina milljón. Hana má vel miða við lægri fjárhæðir. Það
318 Heima er bezt