Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 11
Það er nokkur aðdragandi að þeirri sögu. Hjá okk- ur norður á Ströndum hafði talsvert borið á svonefndu fjöruskjögri í lömbum á vorin. Sérstaklega gætti þessa ef ær gengu í fjöru síðari hluta meðgöngutímans. Olli þetta oft miklu tjóni. Það var því mikil og óvænt gleði- frétt, þegar okkur barst að sunnan að flytja ætti inn nýja tegund sauðfjár, sem nefnt var karakúl. Karakúl- fé hafði þann eiginleika og kost umfram íslenzku kind- umar, að lambsskinnin voru óhemju verðmæt, blátt áfram gulls ígildi, en þó því aðeins að lömbunum yrði lógað strax eftir fæðingu. Þetta var nákvæmlega það, sem hentaði kringum- stæðum okkar norður þar. Hjá oklcur dóu lömbin hvort eð var fljótlega eftir fæðingu. Hvers vegna þá ekki karakúlhrút? Jú, bændur voru sammála um nauðsyn þess að kom- ast í gullkistuna, eins og þeir þama fyrir sunnan. Okk- ur veitti sízt minna af. En þá kom annað stórt vanda- mál til sögunnar. Hrútsskrattinn sjálfur var að dýrleika gulls ígildi — kostaði hvorki meira né minna en 900 krónur, og það á sama tíma sem við fengum 8 krónur fyrir sæmilega góð haustlömb. Það þurfti því á annað hundrað lömb til þess að borga skepnuna með. En gróðafýknin lokkaði okkur þótt erfitt væri um vik. Ég skrifaði formanni Búnaðarsambands Vestfjarða, Kristni Guðlaugssyni á Núpi, sem var öðlingur að mannkost- um og bar upp við hann erindi okkar. Hann tók mála- leitan okkar vel og hét okkur 300 króna styrk, enda þótt hann teldi að sunnanmenn hafi nokkuð flaustrað til kaupanna, og enn meir í því að selja skepnurnar út um hvippinn og hvappinn án þess að hafa sannað ágæti þessa fjárstofns til fulls áður. En hvað sem því leið, þá lögðum við í félag, fjórir nágrannar, og lögðum inn pöntun fyrir hrútnum og um haustið, nokkru eftir göngur, var hann sendur okkur á Strandir norður. Við fórum með þessa hrútsskepnu allt að því eins og æðri veru, héldum henni einangraðri, svo aðrir hrútar lemdu hana ekki til bana og slepptum henni aldrei sam- an við annað fé, nema rétt um fengitímann. Vorið eftir skeði tvennt: Annað það að karakúlskinnin féllu svo gersamlega í verði, að þau voru lítils virði, og hitt það, að sunnan úr Borgarfjarðardölum bárust fréttir um ókennilega en ægilega uppdráttarpest í sauðfé, og lék grunur á að hana væri að rekja til karakúlhrúta. Þessi tíðindi urðu til þess að við héldum karakúl- hrútnum okkar ennþá einangraðri en nokkru sinni fyrr, og hleyptum honum aldrei saman við fé um sumarið. En hvað skeður ekki! Þegar líða tók á veturinn næsta á eftir byrjaði skepnan að tærast upp úr hor, þrátt fyr- ir valið fóður. Var þá augljóst að honum var ekki lífs von, og varð því að ráði að stytta honum aldur. Þegar því var loldð var lami hans settur í poka, pokann tók ég svo með mér þegar ég síðla þann sama dag fór á bátkænu eitthvað fram á fjörðinn, og sökkti honum þar niður. Mér fannst þetta í samræmi við aðra varúð, sem jafnan var höfð við hrútkvikindi þetta, frá því að það kom fyrst í sveitina okkar. En ég tel hins vegar nokk- urn veginn víst, að einmitt þessi varúð okkar með hrút- inn, hafi orðið til þess að bjarga Kaldrananeshrepp frá mæðiveikiógæfunni, en hún kom upp í öllum hrepp- um sýslunnar nema hjá okkur. En þó þetta, að sökkva hrútnum væri varúðarráðstöf- un — þá var það ekki áður óþekkt hjá okkur norður þar — a. m. k. ekki hjá mér. Því kæmi það fyrir að gripir dræpust úr ókennilegri pest, voru hræ þeirra ætíð urðuð eða sett í sjó fram, svo ekki væri hætta á að þau smituðu frá sér. Nú hefði þessi hrútssaga átt að vera til enda sögð, og fljótt í gleymsku fallin. Svo var þó ekki. Þegar ég kom suður seinna á árum, hitti ég gamlan kunningja minn, sem ég hafði kynnzt á meðan ég var hjá Torfa í Ólafs- dal. Þessi maður var Páll frá Þverá, sem margir úr hópi rosknu kynslóðarinnar kannast við, sumir af sjón og raun, aðrir af afspurn. Það fyrsta sem Páll sagði þegar hann sá mig, var það að nú langaði sig í fyrsta skipti á ævinni til að veita manni heiðursmerki fyrir unnið af- rek. Ég vildi vita hver maðurinn væri, en það var þá ég sjálfur, og afrekið var að sökkva hrútnum. Ekki er sögunni þó loldð með þessu, því nokkru síð- ar birti „Spegillinn“ mynd af manni á bátskænu úti í hafsauga, var sá að munda sig tíl við að skera hrút á barkann og koma honum í sjóinn, og undir myndinni stóð, að þetta væri til þess gert, að bjarga íslenzkum landbúnaði. í því fólst að vísu nokkur sannleikur. — Líklega hefur þessi mynd verið sett í samband við at- burðinn heima á Ströndum, því lengi vel mátti ég ekki nefna nafn mitt við ókunnuga svo að þeir spyrðu ekki: — Það er þó ekki hann Matthías, sem sökkti hrútnum? Að lokum vil ég segja þetta: Fyrst ég lét tilleiðast að spjalla um ýmislegt það, sem á daga mína hefur drif- ið, þá finnst mér, er ég stíng við fótum og lít um far- inn veg, að fátt eitt sé þar frásagnarvert. Ég hefi að vísu fengizt við ýmislegt og af þeim sökum átt sam- skipti við marga menn. Og hafi svo skipazt, að verk mín hafi til einhverra bóta orðið, þá hafa mínir sam- starfsmenn átt ríkan þátt í því. Ég hefi áður nefnt þann þátt, sem mín elskulega kona átti í öllu því, sem til bóta horfði hjá mér. Á fyrstu bú- skaparárum voru það tengdaforeldrar mínir, sem áttu sinn stóra hlut að því hversu á vannst. Ég var oftast heppinn með vinnufólk og verkamenn, og þegar lengra leið á daginn, voru það bömin okkar og þeir ungling- ar, er voru á vegum okkar, sem með mér stóðu að starfi. Ég minnist þess að stundum var meiningamunur með mér og ýmsum þeim mönnum, sem með mér störfuðu að opinberum málum, en venjulegast leiddi þó slíkt samstarf tíl nánari kunningsskapar eða jafnvel hald- góðrar vináttu. Margir þessara manna hafa þegar horf- ið af sviðinu. Við sem eftir erum eigum ennþá samleið spotta og spotta og horfum fram til þess sem koma skal. Heima er bezt 307

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.